Sökuð um brot á sóttkví eftir að hafa tekið lit í íslenskri sól Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2021 12:31 Kristrún Úlfarsdóttir var sökuð um að hafa brotið sóttkví eftir sólarlandaferð en hún var útitekin eftir að hafa farið í heitan pott í góðu veðri. Aðsend/Getty „Þetta kom svo flatt upp á mig að ég náði bara ekki að svara fyrir mig, ég var hreinlega í sjokki. Konan hans stóð bara kinkandi kolli við hliðina á honum,“ segir Kristrún Úlfarsdóttir í færslu sem hún deildi í gær á Facebook síðunni Góða systir. Kristrún var stödd í matvöruverslun í gærdag og segir hún farir sínar ekki sléttar þegar eldri maður sakaði hana harkalega um brot á sóttkví en þess má geta að Kristrún hefur ekkert farið erlendis í heimsfaraldrinum. Togaði í peysu hennar og gargaði „Ég er að labba um að versla, eiginlega bara í eigin heimi. Ég var búin að heyra einhver læti út undan mér en var ekkert að pæla í því fyrr en það var togað í peysuna mína. Þar er eldri maður á háa c-inu að garga á mig: Átt þú ekki að vera í sóttkví? Djöfulsins lið sem getur ekki verið bara kjurrt á íslandi þegar að heimurinn er í klessu, alltaf að fara til sólarlanda að sóla sig.“ Kristrún segir henni hafa verið mjög brugðið við þessa óvæntu og hörðu athugasemd mannsins og hafi því ekki náð strax að svara fyrir sig. „Ég var hreinlega í sjokki!“ Hún segist svo hafa útskýrt fyrir manninum að hún hafi ekkert farið erlendis og hafi einfaldlega tekið lit í íslenskri sól. Hún segir manninn ekki hafa sætt sig við svarið og haldið áfram. „Ertu með sönnun fyrir því?“ Enn í áfalli Í samtali við Vísi segist Kristrún vera með opin Snapchat reikning, krissa4, og hafi hún nýlega birt myndbrot af sér vera að sóla sig í pottinum. Hún hafi hugsað með sér hvort hún ætti að sýna manninum mynbrotið til sönnunar en hafi þó ekki látið verða af því. Kristrún segist enn vera í töluverðu sjokki eftir þessa ágengni og undrar sig á því hversu fólk er fljótt að ganga á annað fólk með ásakanir. „Ég hef einu sinni áður lent í svona dónaskap fyrir nokkrum árum síðan, þá var ég að versla inn fyrir afmæli dóttur minnar þegar kona kemur upp á mér og segir mér að þetta sé ástæðan fyrir því að ég væri svona feit og benti ofan í körfuna mína. „Er heimurinn bara að verða svona?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Kristrún var stödd í matvöruverslun í gærdag og segir hún farir sínar ekki sléttar þegar eldri maður sakaði hana harkalega um brot á sóttkví en þess má geta að Kristrún hefur ekkert farið erlendis í heimsfaraldrinum. Togaði í peysu hennar og gargaði „Ég er að labba um að versla, eiginlega bara í eigin heimi. Ég var búin að heyra einhver læti út undan mér en var ekkert að pæla í því fyrr en það var togað í peysuna mína. Þar er eldri maður á háa c-inu að garga á mig: Átt þú ekki að vera í sóttkví? Djöfulsins lið sem getur ekki verið bara kjurrt á íslandi þegar að heimurinn er í klessu, alltaf að fara til sólarlanda að sóla sig.“ Kristrún segir henni hafa verið mjög brugðið við þessa óvæntu og hörðu athugasemd mannsins og hafi því ekki náð strax að svara fyrir sig. „Ég var hreinlega í sjokki!“ Hún segist svo hafa útskýrt fyrir manninum að hún hafi ekkert farið erlendis og hafi einfaldlega tekið lit í íslenskri sól. Hún segir manninn ekki hafa sætt sig við svarið og haldið áfram. „Ertu með sönnun fyrir því?“ Enn í áfalli Í samtali við Vísi segist Kristrún vera með opin Snapchat reikning, krissa4, og hafi hún nýlega birt myndbrot af sér vera að sóla sig í pottinum. Hún hafi hugsað með sér hvort hún ætti að sýna manninum mynbrotið til sönnunar en hafi þó ekki látið verða af því. Kristrún segist enn vera í töluverðu sjokki eftir þessa ágengni og undrar sig á því hversu fólk er fljótt að ganga á annað fólk með ásakanir. „Ég hef einu sinni áður lent í svona dónaskap fyrir nokkrum árum síðan, þá var ég að versla inn fyrir afmæli dóttur minnar þegar kona kemur upp á mér og segir mér að þetta sé ástæðan fyrir því að ég væri svona feit og benti ofan í körfuna mína. „Er heimurinn bara að verða svona?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira