Standa í því að innheimta laun leikskólastarfsmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2021 14:01 Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna fyrir hönd 103 Eflingarfélaga vegna vangreiddra launa á fyrstu þremur mánuðum ársins að því er kemur fram í fyrstu ársfjórðungsskýrslu Kjaramálasviðs fyrir yfirstandandi ár. Efling er með fleiri en fimm opnar launakröfur á hendur þremur aðilum en þar á meðal er leikskóli í Breiðholti. Flestar launakröfur Eflingar á fyrsta ársfjórðungi eru á hendur X-JB byggingarfélagi. Þær eru sjö talsins og upp á 7,6 milljónir króna. „Upphæðin sýnir mikilvægi þeirrar þjónustu sem kjaramálasvið og lögmenn Eflingar veita félagsmönnum sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Laun ekki hækkuð um áramót Fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Eflingar að X-JB byggingarfélag hafi áður komið við sögu hjá Eflingu. Ellefu virkar kröfur séu opnar upp á samtals 13,1 milljón króna. „Kröfurnar hafa allar verið afhentar lögmönnum Eflingar til frekari innheimtu þar sem enginn viðbrögð bárust frá fyrirtækinu.“ Bakaríið og veisluþjónustan Cooking Harmony og leikskólinn Vinaminni í Breiðholti hafa fengið fimm launakröfur frá Eflingu. „Leikskólinn Vinaminni hefur áður komið við sögu hjá Eflingu með sambærileg mál og nú eru til meðhöndlunar hjá Eflingu. Leikskólinn hækkaði ekki laun í samræmi við ákvæði kjarasamninga um áramótin.“ Fækkun krafna komi ekki til af góðu Þar segir að nýskráðum launakröfum á tímabilinu fækki miðað við fyrri ársfjórðunga, sem skýrist af hruni ferðaþjónustugeirans sökum kórónaveirufaraldursins. „Fækkun krafna kemur því ekki til af góðu og staðfestir þátt ferðaþjónustunnar í brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðalupphæð hverrar launakröfu fer hækkandi og nemur nú um tvöföldum meðal-mánaðarlaunum Eflingarfélaga.“ Efling segir tölur ársfjórðungsins sýna að erlendir félagsmenn séu hlutfallslega líklegri en aðrir Eflingarfélagar til að þurfa að leita aðstoðar Eflingar vegna vangreiddra launa. Félagsmenn af íslenskum uppruna séu um helmingur félagsmanna en eru aðeins tæpur fjórðungur af þeim sem þurfa að leita aðstoðar. Kjaramál Vinnumarkaður Leikskólar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Sjá meira
Efling er með fleiri en fimm opnar launakröfur á hendur þremur aðilum en þar á meðal er leikskóli í Breiðholti. Flestar launakröfur Eflingar á fyrsta ársfjórðungi eru á hendur X-JB byggingarfélagi. Þær eru sjö talsins og upp á 7,6 milljónir króna. „Upphæðin sýnir mikilvægi þeirrar þjónustu sem kjaramálasvið og lögmenn Eflingar veita félagsmönnum sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Laun ekki hækkuð um áramót Fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Eflingar að X-JB byggingarfélag hafi áður komið við sögu hjá Eflingu. Ellefu virkar kröfur séu opnar upp á samtals 13,1 milljón króna. „Kröfurnar hafa allar verið afhentar lögmönnum Eflingar til frekari innheimtu þar sem enginn viðbrögð bárust frá fyrirtækinu.“ Bakaríið og veisluþjónustan Cooking Harmony og leikskólinn Vinaminni í Breiðholti hafa fengið fimm launakröfur frá Eflingu. „Leikskólinn Vinaminni hefur áður komið við sögu hjá Eflingu með sambærileg mál og nú eru til meðhöndlunar hjá Eflingu. Leikskólinn hækkaði ekki laun í samræmi við ákvæði kjarasamninga um áramótin.“ Fækkun krafna komi ekki til af góðu Þar segir að nýskráðum launakröfum á tímabilinu fækki miðað við fyrri ársfjórðunga, sem skýrist af hruni ferðaþjónustugeirans sökum kórónaveirufaraldursins. „Fækkun krafna kemur því ekki til af góðu og staðfestir þátt ferðaþjónustunnar í brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðalupphæð hverrar launakröfu fer hækkandi og nemur nú um tvöföldum meðal-mánaðarlaunum Eflingarfélaga.“ Efling segir tölur ársfjórðungsins sýna að erlendir félagsmenn séu hlutfallslega líklegri en aðrir Eflingarfélagar til að þurfa að leita aðstoðar Eflingar vegna vangreiddra launa. Félagsmenn af íslenskum uppruna séu um helmingur félagsmanna en eru aðeins tæpur fjórðungur af þeim sem þurfa að leita aðstoðar.
Kjaramál Vinnumarkaður Leikskólar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Sjá meira