Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. apríl 2021 08:57 Tólf tíma vakt er hjá lögreglu og björgunarsveitum á gosstöðvunum í Reykjanesi um helgina. Vísir/Vilhelm Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. Sprungan opnaðist norðan Geldingadala, á milli tveggja sprungna sem opnuðust á öðrum degi páska annars vegar og aðfaranótt miðvikudags hins vegar. Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa varað við því að fleiri sprungur kunni að opnast á ás sem liggur frá norðaustri til suðvesturs yfir gosstöðvarnar. Breytingarnar á eldgosinu í nótt hafa ekki áhrif á opnun svæðisins fyrir göngufólki, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gossprungan sé innan skilgreinds hættusvæðis og hann sjái ekki að hún breyti skipulagi hjá viðbragðsaðilum á svæðinu. „Þetta ætti ekki að breyta neinu,“ segir Gunnar við fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að svæðið verði vaktað í tólf tíma frá hádegi til miðnættis. Lokað verður inn á svæðið klukkan níu, rýming hefst klukkan ellefu og henni verður lokið fyrir miðnætti. Varað er við að áætlunin gæti breyst án fyrirvara. Þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi um helgina eru varaðir við að þeir geri það á eigin ábyrgð. Svæðið er sagt hættulegt, ekki síst vegna lélegra loftgæða. Búist er við því að markað verði bannsvæði við eldstöðvarnar á korti sem verður birt síðar í dag. Spáð er sunnan og suðaustan fimm til átta metrum á sekúndu í dag Þykkna á upp með morgninum og hlýna, suðvestan 8-13 m/s og snjókoma eða él síðdegis og hiti kringum frostmark, en vestlægari um kvöldið. Í nótt og snemma morguns má búast við gasmengun víða á Reykjanesinu og einnig að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar yfir nóttina. Er líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ, en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að höfuðborgarsvæðinu og Þorlákshöfn. Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, sunnan og síðar suðvestan 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til höfuðborgarsvæðisins. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
Sprungan opnaðist norðan Geldingadala, á milli tveggja sprungna sem opnuðust á öðrum degi páska annars vegar og aðfaranótt miðvikudags hins vegar. Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa varað við því að fleiri sprungur kunni að opnast á ás sem liggur frá norðaustri til suðvesturs yfir gosstöðvarnar. Breytingarnar á eldgosinu í nótt hafa ekki áhrif á opnun svæðisins fyrir göngufólki, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gossprungan sé innan skilgreinds hættusvæðis og hann sjái ekki að hún breyti skipulagi hjá viðbragðsaðilum á svæðinu. „Þetta ætti ekki að breyta neinu,“ segir Gunnar við fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að svæðið verði vaktað í tólf tíma frá hádegi til miðnættis. Lokað verður inn á svæðið klukkan níu, rýming hefst klukkan ellefu og henni verður lokið fyrir miðnætti. Varað er við að áætlunin gæti breyst án fyrirvara. Þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi um helgina eru varaðir við að þeir geri það á eigin ábyrgð. Svæðið er sagt hættulegt, ekki síst vegna lélegra loftgæða. Búist er við því að markað verði bannsvæði við eldstöðvarnar á korti sem verður birt síðar í dag. Spáð er sunnan og suðaustan fimm til átta metrum á sekúndu í dag Þykkna á upp með morgninum og hlýna, suðvestan 8-13 m/s og snjókoma eða él síðdegis og hiti kringum frostmark, en vestlægari um kvöldið. Í nótt og snemma morguns má búast við gasmengun víða á Reykjanesinu og einnig að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar yfir nóttina. Er líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ, en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að höfuðborgarsvæðinu og Þorlákshöfn. Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, sunnan og síðar suðvestan 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til höfuðborgarsvæðisins.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira