Í harkinu lengi og svo í tveimur frumsýningum sama kvöldið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2021 12:00 Unnur Eggertsdóttir leikkona segir að það hafi verið frábært að taka þátt í tveimur sjónvarpsverkefnum þar sem konur voru í stærstum hlutverkum. Unnur Eggertsdóttir leikkona var á skjánum á tveimur sjónvarpsstöðvum á sama tíma um páskana, en hún kom fyrir í bæði sjónvarpsmyndinni Sóttkví og þáttaröðinni Systrabönd. Unnur segir að leikkonulífið hafi verið mjög fjölbreytt síðustu mánuði. „Ég hef fengið að taka þátt í skemmtilegum verkefnum samhliða því að vera í hlutastarfi á auglýsingastofunni Tvist.” Hún segir starfið fjölbreytt og skemmtilegt og það sem einkenni starf leikkonu á Íslandi sé að það séu engir dagar eins. „Stundum eru það áheyrnaprufur, fundir um verkefni, æfingar, tökur og alls konar skemmtilegheit, stundum er það að pirra sig á því hvað bransinn getur verið steiktur.” Horfði ekki með pabba Unnur segir að það hafi verið geggjað að vita af sjálfri sér í tveimur stórum frumsýningum sama kvöldið í sjónvarpinu um Páskana. „Man er í harkinu lengi og ekkert að frétta og svo þarf fjölskyldan allt í einu að velja hvort verkefnið hún ætli að horfa á á sunnudagskvöldi. Ekki að ég hafi verið í einhverjum burðarhlutverkum en það var samt gaman að geta verið bara, hey hér er eitthvað sem ég get sýnt ykkur,“ segir Unnur. „Ég hámhorfði á þættina á tveimur kvöldum. Þeir eru ekkert smá góðir. Horfði svo á myndina með mömmu minni, ég hefði ekki alveg meikað að horfa á þetta með pabba. Vera eitthvað, sjáðu mig pabbi, þarna er ég á nærfötunum.” Unnur segir að hún hafi fengið mjög góð viðbrögð frá fólkinu í kringum sig við þessum hlutverkum. „Enda vita allir í kringum mig hvað ég er viðkvæmt blóm svo þau myndu örugglega ekki segja mér ef þeim fannst ég glötuð. Sem er bara fínt, ég vil halda því þannig.“ Engin lítil hlutverk Hlutverkin voru ólík en bæði verkefnin voru með konur í aðalhlutverki, sem Unnur segir að hafi verið frábært. Hún segir að Systrabönd séu dramatískir spennuþættir um þrjár konur sem eiga það sameiginlegt að eiga svakalegt leyndarmál úr æsku. „Þættirnir eru afskaplega vel skrifaðir, sagan mögnuð. Ég leik Evu sem er ung kona að stíga sín fyrstu skref í AA. Sponsorinn minn, leikin af Ilmi, verður allt í einu svaka upptekin út af „sottlu“ og „beisiklí“ dömpar mér. Það var ekkert smá gaman að taka þátt í þessu verkefni. Ilmur er náttúrulega ein besta leikkona Íslands svo það var gaman að leika á móti henni. Það var líka epískt að vera leikstýrð af Silju Hauksdóttur, ég hafði aldrei áður verið á svona stóru setti þar sem kona var að leikstýra. Það var ekkert smá valdeflandi.“ Sjónvarpsmyndin Sóttkví fjallar einnig um þrjár konur. „Sem er þema sem ég vil klárlega halda áfram með. Þessar voru fastar í sóttkví í fyrstu bylgju Covid. Við fylgjumst með þeim díla við aðstæður sínar og dreyma um að komast út. Ég var bara með nokkurs konar „cameo“. En leiklistarkennarinn minn segir að það eru engin lítil hlutverk, bara litlir leikarar. Svo ég er bara stolt af þessu. Ég er sem sagt nýja kærasta fyrrverandi manns Lóu, sem var leikin af Elmu Lísu. Hún pirrar sig á því að ég er strax byrjuð að pósta myndir af börnunum hennar á Instagram í einhverju mömmuhlutverki, innan um bikiní myndir af mér. Sjúklega fyndið.“ Unnur er strax byrjuð á næsta verkefni og er alltaf opin fyrir að taka að sér fleiri. „Það er eitt verkefni sem ég er mjög spennt fyrir, íslensk kvikmynd sem er í smá pásu þangað til við megum fara til útlanda. Svo er ég bara svakalega opin fyrir að taka að mér fleiri verkefnum. Blikkblikk.“ Unnur flutti til Íslands á síðasta ári eftir sex ár í Los Angeles. Aðeins níu nemendur í einu Hún hefur samt í nógu öðru að snúast, hún heldur úti vinsælu hlaðvarpi og svo stofnaði hún í lok síðasta árs skapandi skólann Skýið. Skólann opnaði hún ásamt Hildi Kristínu Stefánsdóttur tónlistarkonu og Eddu Konráðsdóttur viðskiptaráðgjafa. Hún segir að skólinn gangi mjög vel. „Okkur finnst ekkert smá gaman. Þetta er auðvitað svakalega erfitt ferli, ég hef aldrei stofnað fyrirtæki áður svo þetta er mjög lærdómsríkt. Það er ótrúlega skemmtilegt að taka á móti nemendum og finna fyrir hvað það er mikill áhugi fyrir námskeiðunum okkar. Ég hvet fólk til að kíkja á síðuna okkar og finna eitthvað námskeið sem fær þau til að teygja þægindarammann aðeins,“ segir Unnur. Heimsfaraldurinn hefur sett sinn svip á skólann en hún vonar að það lagist sem fyrst. „Við erum með þak á nemendum okkar vegna Covid. Svo núna hleypum við aldrei fleirum en níu í einu en getum vonandi hækkað töluna upp í tuttugu von bráðar.“ Límd saman næstu 70 ár Framundan hjá Unni er að halda áfram og byggja upp skólann og sinna meðfram því spennandi verkefnum. Unnur flutti heim frá Los Angeles í Bandaríkjunum þegar heimsfaraldurinn hófst á síðasta ári en kærastinn hennar býr enn erlendis svo hún er í fjarsambandi eins og er. „Það er mikil áskorun sem hefur þó gengið bara mjög vel. Það hjálpar hvað við erum brjálæðislega skotin í hvor öðru. Auðvitað koma upp pirringar þegar flest samskipti eru í gegnum skjá en það er bara mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þetta er tímabundið ástand og svo höfum við næstu 70 árin til að vera límd saman.“ Unnur var gestur í Einkalífinu hér á Vísi í byrjun árs og má horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um Sollu stirðu hlutverkið, lífið í Los Angeles og fleira. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Varð strax ástfangin af honum fyrsta kvöldið“ Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona. 14. febrúar 2021 10:00 „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Segir að fólk sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta Öflugur jarðskjálfti réð yfir Kaliforníu í nótt 6. júlí 2019 20:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Unnur segir að leikkonulífið hafi verið mjög fjölbreytt síðustu mánuði. „Ég hef fengið að taka þátt í skemmtilegum verkefnum samhliða því að vera í hlutastarfi á auglýsingastofunni Tvist.” Hún segir starfið fjölbreytt og skemmtilegt og það sem einkenni starf leikkonu á Íslandi sé að það séu engir dagar eins. „Stundum eru það áheyrnaprufur, fundir um verkefni, æfingar, tökur og alls konar skemmtilegheit, stundum er það að pirra sig á því hvað bransinn getur verið steiktur.” Horfði ekki með pabba Unnur segir að það hafi verið geggjað að vita af sjálfri sér í tveimur stórum frumsýningum sama kvöldið í sjónvarpinu um Páskana. „Man er í harkinu lengi og ekkert að frétta og svo þarf fjölskyldan allt í einu að velja hvort verkefnið hún ætli að horfa á á sunnudagskvöldi. Ekki að ég hafi verið í einhverjum burðarhlutverkum en það var samt gaman að geta verið bara, hey hér er eitthvað sem ég get sýnt ykkur,“ segir Unnur. „Ég hámhorfði á þættina á tveimur kvöldum. Þeir eru ekkert smá góðir. Horfði svo á myndina með mömmu minni, ég hefði ekki alveg meikað að horfa á þetta með pabba. Vera eitthvað, sjáðu mig pabbi, þarna er ég á nærfötunum.” Unnur segir að hún hafi fengið mjög góð viðbrögð frá fólkinu í kringum sig við þessum hlutverkum. „Enda vita allir í kringum mig hvað ég er viðkvæmt blóm svo þau myndu örugglega ekki segja mér ef þeim fannst ég glötuð. Sem er bara fínt, ég vil halda því þannig.“ Engin lítil hlutverk Hlutverkin voru ólík en bæði verkefnin voru með konur í aðalhlutverki, sem Unnur segir að hafi verið frábært. Hún segir að Systrabönd séu dramatískir spennuþættir um þrjár konur sem eiga það sameiginlegt að eiga svakalegt leyndarmál úr æsku. „Þættirnir eru afskaplega vel skrifaðir, sagan mögnuð. Ég leik Evu sem er ung kona að stíga sín fyrstu skref í AA. Sponsorinn minn, leikin af Ilmi, verður allt í einu svaka upptekin út af „sottlu“ og „beisiklí“ dömpar mér. Það var ekkert smá gaman að taka þátt í þessu verkefni. Ilmur er náttúrulega ein besta leikkona Íslands svo það var gaman að leika á móti henni. Það var líka epískt að vera leikstýrð af Silju Hauksdóttur, ég hafði aldrei áður verið á svona stóru setti þar sem kona var að leikstýra. Það var ekkert smá valdeflandi.“ Sjónvarpsmyndin Sóttkví fjallar einnig um þrjár konur. „Sem er þema sem ég vil klárlega halda áfram með. Þessar voru fastar í sóttkví í fyrstu bylgju Covid. Við fylgjumst með þeim díla við aðstæður sínar og dreyma um að komast út. Ég var bara með nokkurs konar „cameo“. En leiklistarkennarinn minn segir að það eru engin lítil hlutverk, bara litlir leikarar. Svo ég er bara stolt af þessu. Ég er sem sagt nýja kærasta fyrrverandi manns Lóu, sem var leikin af Elmu Lísu. Hún pirrar sig á því að ég er strax byrjuð að pósta myndir af börnunum hennar á Instagram í einhverju mömmuhlutverki, innan um bikiní myndir af mér. Sjúklega fyndið.“ Unnur er strax byrjuð á næsta verkefni og er alltaf opin fyrir að taka að sér fleiri. „Það er eitt verkefni sem ég er mjög spennt fyrir, íslensk kvikmynd sem er í smá pásu þangað til við megum fara til útlanda. Svo er ég bara svakalega opin fyrir að taka að mér fleiri verkefnum. Blikkblikk.“ Unnur flutti til Íslands á síðasta ári eftir sex ár í Los Angeles. Aðeins níu nemendur í einu Hún hefur samt í nógu öðru að snúast, hún heldur úti vinsælu hlaðvarpi og svo stofnaði hún í lok síðasta árs skapandi skólann Skýið. Skólann opnaði hún ásamt Hildi Kristínu Stefánsdóttur tónlistarkonu og Eddu Konráðsdóttur viðskiptaráðgjafa. Hún segir að skólinn gangi mjög vel. „Okkur finnst ekkert smá gaman. Þetta er auðvitað svakalega erfitt ferli, ég hef aldrei stofnað fyrirtæki áður svo þetta er mjög lærdómsríkt. Það er ótrúlega skemmtilegt að taka á móti nemendum og finna fyrir hvað það er mikill áhugi fyrir námskeiðunum okkar. Ég hvet fólk til að kíkja á síðuna okkar og finna eitthvað námskeið sem fær þau til að teygja þægindarammann aðeins,“ segir Unnur. Heimsfaraldurinn hefur sett sinn svip á skólann en hún vonar að það lagist sem fyrst. „Við erum með þak á nemendum okkar vegna Covid. Svo núna hleypum við aldrei fleirum en níu í einu en getum vonandi hækkað töluna upp í tuttugu von bráðar.“ Límd saman næstu 70 ár Framundan hjá Unni er að halda áfram og byggja upp skólann og sinna meðfram því spennandi verkefnum. Unnur flutti heim frá Los Angeles í Bandaríkjunum þegar heimsfaraldurinn hófst á síðasta ári en kærastinn hennar býr enn erlendis svo hún er í fjarsambandi eins og er. „Það er mikil áskorun sem hefur þó gengið bara mjög vel. Það hjálpar hvað við erum brjálæðislega skotin í hvor öðru. Auðvitað koma upp pirringar þegar flest samskipti eru í gegnum skjá en það er bara mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þetta er tímabundið ástand og svo höfum við næstu 70 árin til að vera límd saman.“ Unnur var gestur í Einkalífinu hér á Vísi í byrjun árs og má horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um Sollu stirðu hlutverkið, lífið í Los Angeles og fleira.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Varð strax ástfangin af honum fyrsta kvöldið“ Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona. 14. febrúar 2021 10:00 „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Segir að fólk sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta Öflugur jarðskjálfti réð yfir Kaliforníu í nótt 6. júlí 2019 20:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Varð strax ástfangin af honum fyrsta kvöldið“ Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona. 14. febrúar 2021 10:00
„Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31
Segir að fólk sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta Öflugur jarðskjálfti réð yfir Kaliforníu í nótt 6. júlí 2019 20:30