Um alþýðlega drottningu og stærilátan prins Bryndís Schram skrifar 11. apríl 2021 21:01 Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni. Hvað var hann að gera þarna? Einhvern tíma á utanríkisráðherraárum JBH gerðist það, að Elísabet Engladrottning kom siglandi á freigátu sinni, Britanicu, í opinbera heimsókn til Íslands. Og Filippus fylgdi með. Og ég fylgdi með í rútunni, þegar farið var með hjónin, að ósk drottningar, til að skoða jarðhitaævintýri Íslendinga í Nesjavallavirkjun. Við héldum „social distance“ í rútunni. Ekki út af Covid-19, heldur af tillitssemi við hirðsiði drottningar. Það má enginn ávarpa drottninguna að fyrra bragði. Og almúgafólki ber að halda sig í hæfilegri fjarlægð (t.d. tvær sætaraðir í rútu). En svo gerðist það, að Elísabet lét hirðmey sína senda eftir JBH og bauð honum að setjast sér við hlið. Hún vildi fá að vita allt um jarðhitaævintýri Íslendinga: Hvenær byrjaði þetta? Hvar lærðuð þið tæknina? Er þetta virkilega hrein og endurnýjanleg orka? Getið þið miðlað okkur af henni gegnum sæstreng? Aðsend Krataforinginn játaði síðar, að honum hefði komið á óvart, hvað drottningin var vel upplýst og einlæglega forvitin um, hvað læra mætti af gestgjöfum sínum. Öðru máli gegndi um eiginmanninn. Þetta var síðla hausts og fimbulkuldi úti. Þegar komið var í áfangastað til að skoða virkjunina undir leiðsögn jarð- og verkfræðinga, áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti drottningar og eiginmannsins. Hann sagði: „Ég fer ekki fet út í þennan fimbulkulda. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer ekki fet“. Drottningin gaf honum augnaráð, sem lýsti ekki bara vonbrigðum heldur vorkunnsemi. Hún fór út og gegndi skyldum sínum. Og kom til baka geislandi af áhuga. Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum. Í lokaveislunni á Þingvöllum var utanríkisráðherrann sessunautur drottningar. Aðspurður seinna, hvernig drottning hnignandi heimsveldis hefði komið honum fyrir sjónir, sagði hann: „Alþýðleg kona með einlægan og ósvikinn áhuga á sögu og samfélagi okkar fjarlægu eyþjóðar“. Svo er smá eftirmáli. Í desember sama ár (1989) var utanríkisráðherrafundur NATO haldinn í Lundúnum. Stórmál á dagskrá: Endalok Kalda stríðsins. Afvopnunarsamningar – þar með talið um kjarnavopn. Sameining Þýskalands – og sitthvað fleira. Þegar að því kom að samþykkja lokayfirlýsingu fundarins, strandaði allt á Íslandi. Ísland heimtaði að fá varúðarákvæði inn í afvopnunarsamninga við Sovétið um bann við að dumpa kjarnorkuúrgangi í hafið og strangt eftirlit með því. Málið var ekki útkljáð, þegar allur ráðherraskarinn þurfti að mæta í kjóli og hvítu í Buckinghamhöll drottningar. Íslenski utanríkisráðherrann var ekki mjög vinsæll, því að þetta þýddi, að ráðherrarnir þurftu að mæta aftur til fundar að veislu lokinni. En það versta var, að ég var ekki með. JBH kunni ekkert á sitt leigða „kjól og hvítt“ og sleit slaufuna í baslinu við að komast í herlegheitin. Það þýddi, að þegar að honum kom að ganga fyrir drottningu, þurfti hann að halda slaufunni á sínum stað, um leið og hann heilsaði hennar hátign. Svo fóru fram eftirfarandi orðaskipti: Drottning: „Sæll og blessaður, Jón Baldvin. Þakka þér fyrir síðast og gaman að sjá þig aftur. En hvað er að sjá þig? Ertu enn svona slæmur af kvefinu?“ Svar JBH: „Nei, en það er þetta með slaufuna“ - og sýndi slitrin. Viðbrögð drottningar voru að smella saman fingrum og kalla til hirðmey. Þar með var utanríkisráðherra Íslands tekinn afsíðis, meðan hirðmeyjar saumuðu á hann slaufuna. Að verki loknu fór hann aftur í biðröðina hjá drottningu, sem sagði með brosi á vör: „Jæja – er þá ekki allt í lagi með Ísland?“ Að veislu lokinni þurfti ráðherraskarinn aftur að mæta til fundar til að afgreiða sameiginlega yfirlýsingu. Þá gerðist eftirfarandi: Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, kom steðjandi að sínum íslenska kollega og spurði með þjósti: „Ert þú á móti sameiningu Þýskalands?“ Og svarið var: „Nei – þvert á móti. En, vilt þú leggja blessun þína yfir eitrun úthafanna, sem eru lungu lífríkisins og matvælaforðabúr mannkyns?“ Niðurstaðan af þessum orðaskiptum var: Genscher sá um, að tillaga Íslands við bann við að kjarnorkuúrgangi mætti dumpa í hafið og um eftirlit með því, var samþykkt. Í staðinn lofaði Ísland þýska utanríkisráðherranum að hafa frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Króatíu sem fyrsta skrefið til að binda endi á borgarastríðið á Balkanskaga. Allt þetta rifjaðist upp út af myndbirtingu á fésbók. Þetta gerðist fyrir meira en 30 árum. Lítið tilefni – en lærdómsrík saga, gleymd og grafin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Kóngafólk Andlát Filippusar prins Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni. Hvað var hann að gera þarna? Einhvern tíma á utanríkisráðherraárum JBH gerðist það, að Elísabet Engladrottning kom siglandi á freigátu sinni, Britanicu, í opinbera heimsókn til Íslands. Og Filippus fylgdi með. Og ég fylgdi með í rútunni, þegar farið var með hjónin, að ósk drottningar, til að skoða jarðhitaævintýri Íslendinga í Nesjavallavirkjun. Við héldum „social distance“ í rútunni. Ekki út af Covid-19, heldur af tillitssemi við hirðsiði drottningar. Það má enginn ávarpa drottninguna að fyrra bragði. Og almúgafólki ber að halda sig í hæfilegri fjarlægð (t.d. tvær sætaraðir í rútu). En svo gerðist það, að Elísabet lét hirðmey sína senda eftir JBH og bauð honum að setjast sér við hlið. Hún vildi fá að vita allt um jarðhitaævintýri Íslendinga: Hvenær byrjaði þetta? Hvar lærðuð þið tæknina? Er þetta virkilega hrein og endurnýjanleg orka? Getið þið miðlað okkur af henni gegnum sæstreng? Aðsend Krataforinginn játaði síðar, að honum hefði komið á óvart, hvað drottningin var vel upplýst og einlæglega forvitin um, hvað læra mætti af gestgjöfum sínum. Öðru máli gegndi um eiginmanninn. Þetta var síðla hausts og fimbulkuldi úti. Þegar komið var í áfangastað til að skoða virkjunina undir leiðsögn jarð- og verkfræðinga, áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti drottningar og eiginmannsins. Hann sagði: „Ég fer ekki fet út í þennan fimbulkulda. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer ekki fet“. Drottningin gaf honum augnaráð, sem lýsti ekki bara vonbrigðum heldur vorkunnsemi. Hún fór út og gegndi skyldum sínum. Og kom til baka geislandi af áhuga. Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum. Í lokaveislunni á Þingvöllum var utanríkisráðherrann sessunautur drottningar. Aðspurður seinna, hvernig drottning hnignandi heimsveldis hefði komið honum fyrir sjónir, sagði hann: „Alþýðleg kona með einlægan og ósvikinn áhuga á sögu og samfélagi okkar fjarlægu eyþjóðar“. Svo er smá eftirmáli. Í desember sama ár (1989) var utanríkisráðherrafundur NATO haldinn í Lundúnum. Stórmál á dagskrá: Endalok Kalda stríðsins. Afvopnunarsamningar – þar með talið um kjarnavopn. Sameining Þýskalands – og sitthvað fleira. Þegar að því kom að samþykkja lokayfirlýsingu fundarins, strandaði allt á Íslandi. Ísland heimtaði að fá varúðarákvæði inn í afvopnunarsamninga við Sovétið um bann við að dumpa kjarnorkuúrgangi í hafið og strangt eftirlit með því. Málið var ekki útkljáð, þegar allur ráðherraskarinn þurfti að mæta í kjóli og hvítu í Buckinghamhöll drottningar. Íslenski utanríkisráðherrann var ekki mjög vinsæll, því að þetta þýddi, að ráðherrarnir þurftu að mæta aftur til fundar að veislu lokinni. En það versta var, að ég var ekki með. JBH kunni ekkert á sitt leigða „kjól og hvítt“ og sleit slaufuna í baslinu við að komast í herlegheitin. Það þýddi, að þegar að honum kom að ganga fyrir drottningu, þurfti hann að halda slaufunni á sínum stað, um leið og hann heilsaði hennar hátign. Svo fóru fram eftirfarandi orðaskipti: Drottning: „Sæll og blessaður, Jón Baldvin. Þakka þér fyrir síðast og gaman að sjá þig aftur. En hvað er að sjá þig? Ertu enn svona slæmur af kvefinu?“ Svar JBH: „Nei, en það er þetta með slaufuna“ - og sýndi slitrin. Viðbrögð drottningar voru að smella saman fingrum og kalla til hirðmey. Þar með var utanríkisráðherra Íslands tekinn afsíðis, meðan hirðmeyjar saumuðu á hann slaufuna. Að verki loknu fór hann aftur í biðröðina hjá drottningu, sem sagði með brosi á vör: „Jæja – er þá ekki allt í lagi með Ísland?“ Að veislu lokinni þurfti ráðherraskarinn aftur að mæta til fundar til að afgreiða sameiginlega yfirlýsingu. Þá gerðist eftirfarandi: Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, kom steðjandi að sínum íslenska kollega og spurði með þjósti: „Ert þú á móti sameiningu Þýskalands?“ Og svarið var: „Nei – þvert á móti. En, vilt þú leggja blessun þína yfir eitrun úthafanna, sem eru lungu lífríkisins og matvælaforðabúr mannkyns?“ Niðurstaðan af þessum orðaskiptum var: Genscher sá um, að tillaga Íslands við bann við að kjarnorkuúrgangi mætti dumpa í hafið og um eftirlit með því, var samþykkt. Í staðinn lofaði Ísland þýska utanríkisráðherranum að hafa frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Króatíu sem fyrsta skrefið til að binda endi á borgarastríðið á Balkanskaga. Allt þetta rifjaðist upp út af myndbirtingu á fésbók. Þetta gerðist fyrir meira en 30 árum. Lítið tilefni – en lærdómsrík saga, gleymd og grafin.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun