Hvernig sköpum við sjálfbær samfélög? Una Hildardóttir skrifar 12. apríl 2021 10:30 Í komandi kosningum verða atvinnuleysi, loftslagsmál og samgöngur ofarlega í huga margra. Framundan er endurreisnartímabil þar sem mikilvægt er að skapa störf og efla ferðaþjónustuna á ný en á sama tíma að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur sett sér háleit markmið um kolefnishlutleysi en raunhæfar aðgerðir kalla á aukið samráð og samþættingu í framkvæmdum. Góður leiðarvísir í þeirri vegferð eru heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna en Ísland hefur skuldbundið sig til þess að vinna að innleiðingu þeirra til ársins 2030. Eitt þessa markmiða snýr að sjálfbærum borgum og sveitarfélögum. Stjórnvöld þurfa að stuðla að sjálfbærni borga og samfélaga, ekki einungis er kemur að umhverfisvernd og landnýtingu heldur einnig efnhagslegrar- og félagslegrar sjálfbærni. Á komandi kjörtímabili er mikilvægt að skilgreina betur vaxtarsvæði innan höfuðborgarinnar með áherslu á nærliggjandi sveitarfélög. Það er mikilvægt að samfélagskjarnar sem liggja á jaðri höfuðborgarsvæðisins séu rýndir og metnir með sömu byggðarþróunarnálgun og sveitarfélög í dreifðari byggðum. Til þess að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti orðið sjálfbær þarf að tryggja að forsendur til atvinnusköpunnar séu til staðar innan kjördæmisins. Staðsetning opinberra stofnanna og starfa skiptir einnig miklu máli og tímabært er að dreifa þeim betur á höfuðborgarsvæðinu á annan hátt en að færa stöðugildi sem þegar eru fyllt á milli sveitarfélaga. Á sama tíma sjáum við hraða aukningu í störfum án staðsetningar sem kalla á aukna eftirspurn eftir samvinnurýmum, „cowork space“ , og litlum starfstöðum innan byggðarkjarna. Með því að auka sjálfbærni sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu getum við áorkað margt. Fjölbreytt starfsframboð innan þeirra getur dregið töluvert úr umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu. Það er bæði ósjálfbært og óskynsamlegt að flest öll störf hins opinbera séu staðsett í miðbæ Reykjavíkur eða í Borgartúni. Við sem kjósum að búa í nærliggjandi sveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið viljum sækja vinnu í okkar nærumhverfi líkt og við sækjum okkar helstu þjónustu. Við val á búsetu eru 45 mínútna samgögnur til og frá vinnu ekki efst á lista í búsetuvali og því mikilvægt að við eflingu atvinnulífs standi okkur störf til boða í heimahögum. Forsendur til atvinnuuppbyggingar, samvinnuskrifstofur og öflugar almenningssamgöngur eru uppskrift að sjálfbærum samfélögum, öllum til hagsbóta. Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Vinstri græn Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum verða atvinnuleysi, loftslagsmál og samgöngur ofarlega í huga margra. Framundan er endurreisnartímabil þar sem mikilvægt er að skapa störf og efla ferðaþjónustuna á ný en á sama tíma að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur sett sér háleit markmið um kolefnishlutleysi en raunhæfar aðgerðir kalla á aukið samráð og samþættingu í framkvæmdum. Góður leiðarvísir í þeirri vegferð eru heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna en Ísland hefur skuldbundið sig til þess að vinna að innleiðingu þeirra til ársins 2030. Eitt þessa markmiða snýr að sjálfbærum borgum og sveitarfélögum. Stjórnvöld þurfa að stuðla að sjálfbærni borga og samfélaga, ekki einungis er kemur að umhverfisvernd og landnýtingu heldur einnig efnhagslegrar- og félagslegrar sjálfbærni. Á komandi kjörtímabili er mikilvægt að skilgreina betur vaxtarsvæði innan höfuðborgarinnar með áherslu á nærliggjandi sveitarfélög. Það er mikilvægt að samfélagskjarnar sem liggja á jaðri höfuðborgarsvæðisins séu rýndir og metnir með sömu byggðarþróunarnálgun og sveitarfélög í dreifðari byggðum. Til þess að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti orðið sjálfbær þarf að tryggja að forsendur til atvinnusköpunnar séu til staðar innan kjördæmisins. Staðsetning opinberra stofnanna og starfa skiptir einnig miklu máli og tímabært er að dreifa þeim betur á höfuðborgarsvæðinu á annan hátt en að færa stöðugildi sem þegar eru fyllt á milli sveitarfélaga. Á sama tíma sjáum við hraða aukningu í störfum án staðsetningar sem kalla á aukna eftirspurn eftir samvinnurýmum, „cowork space“ , og litlum starfstöðum innan byggðarkjarna. Með því að auka sjálfbærni sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu getum við áorkað margt. Fjölbreytt starfsframboð innan þeirra getur dregið töluvert úr umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu. Það er bæði ósjálfbært og óskynsamlegt að flest öll störf hins opinbera séu staðsett í miðbæ Reykjavíkur eða í Borgartúni. Við sem kjósum að búa í nærliggjandi sveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið viljum sækja vinnu í okkar nærumhverfi líkt og við sækjum okkar helstu þjónustu. Við val á búsetu eru 45 mínútna samgögnur til og frá vinnu ekki efst á lista í búsetuvali og því mikilvægt að við eflingu atvinnulífs standi okkur störf til boða í heimahögum. Forsendur til atvinnuuppbyggingar, samvinnuskrifstofur og öflugar almenningssamgöngur eru uppskrift að sjálfbærum samfélögum, öllum til hagsbóta. Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun