Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem skilar í dag minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum.

 Þá segjum við frá því að áformum um opnun nýs sóttkvíarhótels í Reykjavík hefur verið slegið á frest um sinn. Farþegafjöldi til landsins er umtalsvert minni en áætlað var.

Einnig verður rætt við bæjarstjórann í Grindavík, en undanfarnar vikur hafa bæjaryfirvöld leitað lausna til að leysa björgunarsveitirnar af hólmi sem hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar alveg frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×