„Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 13:18 Heilbrigðisstarfsmönnum utan ríkisstofnana býðst að koma í bólusetningu en þeir eru hvattir til þess að gera það ekki ef þeir eru ekki að sinna sjúklingum. Mætingin hefur verið um 60% hjá hópnum. Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. Þannig kann fyrrverandi sjúkraþjálfari að hafa fengið bóluefni um helgina vegna starfsleyfis sem enn er gilt, á meðan fólk sem hefur verið að glíma við krabbamein er á meðal þess sem enn bíður bólusetningar. Dæmi úr raunveruleikanum: „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér? Þú ert miklu yngri. Ertu með undirliggjandi sjúkdóm?“ spyr einn annan í athugasemd við bólusetningarfærslu hans á Facebook. Svarið: „Ég veit ekki, hlýði bara Víði og allt það og var boðaður og hlýddi, en eftir á að hyggja held ég að ég hafi verið boðaður vegna þess að ég er sjúkraliði, þó svo að ég hafi ekki unnið við það lengi… Sennilegasta skýringin.“ Auk sjúkraliða fær til dæmis einnig fjöldi menntaðra lækna, hjúkrunarfræðinga og þroskaþjálfa boð í bólusetningu, jafnvel þótt þeir hafi horfið til annarra starfa og vinni ekki með sjúklingum. Sumir undrandi á að fá boð Þegar þessi stóri hópur var boðaður í bólusetningu á grundvelli starfsleyfaskrá fylgdi ekki boðinu árétting um að þeir sem ekki sinntu sjúklingum ættu helst ekki að þiggja boðið. Tilmæli sóttvarnalæknis eru á þá leið, en þau bárust ekki fyrr en eftir á. Þau voru gefin út í tilkynningu á vef Landlæknis 6. apríl og flugu ekki hátt. Margir sem ekki þurftu augljóslega á þessum forgangi að halda sáu því enga ástæðu til að hafna honum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að vissulega hefði mátt fylgja boðinu þessi fyrirvari en af tæknilegum ástæðum hefði það verið flókið. Sjálfur þáði hann ekki bólusetningu sem læknir, enda ekki að sinna sjúklingum. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur mætingin í bólusetningar hjá hópnum verið um 60% hingað til, samanborið við almenna mætingu upp á 85% í bólusetningu í aldursröð. Líklegt verður að teljast að ekki hafi öll 60% hópsins þó þurft á efninu að halda af klínískum ástæðum en þó er lægra hlutfall til marks um að tilmæli sóttvarnalæknis hafi skilað sér til nokkurs fjölda. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að eftir morgundaginn verði stærstur hluti umrædds hóps bólusettur, alltént sá hluti hans sem ákveður að þiggja bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður segir að sumir hafi verið undrandi á að fá boð í bólusetningu en að útskýrt hafi verið fyrir því fólki að eina leiðin hafi verið að senda boð út á grundvelli starfsleyfaskrár. „Auðvitað hafa ekki allir séð þessi tilmæli frá Þórólfi og þá getur líka verið að það komi í góðri trú og fái svo samviskubit eftir á. Við viljum það ekki, því að þetta fólk er auðvitað bara að hlýða kallinu. Við viljum líka leggja áherslu á það núna að það eigi ekki að skipta öllu máli hvort maður fái bólusetningu í apríl, maí eða júní,“ segir Ragnheiður. Bólusetning er þegar hafin hjá fólki 60 ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma og eftir þann hóp er farið í þann aldurshóp nema án undirliggjandi sjúkdóma. Hópar 6 og 7 í forgangsröðinni renna þannig saman. 33 stéttir teljast til heilbrigðisstarfsmanna, samkvæmt vef Landlæknis. Sumar eru aðeins taldar einu sinni hér en mynda sérstétt þegar um sérfræðileyfi er að ræða. Stéttirnar eru þessar: Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, heilbrigðisgagnafræðingar, heyrnarfræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar/kírópraktorar, iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, læknar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkraflutningamenn og bráðatæknar, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tannlæknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroskaþjálfar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25 Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Þannig kann fyrrverandi sjúkraþjálfari að hafa fengið bóluefni um helgina vegna starfsleyfis sem enn er gilt, á meðan fólk sem hefur verið að glíma við krabbamein er á meðal þess sem enn bíður bólusetningar. Dæmi úr raunveruleikanum: „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér? Þú ert miklu yngri. Ertu með undirliggjandi sjúkdóm?“ spyr einn annan í athugasemd við bólusetningarfærslu hans á Facebook. Svarið: „Ég veit ekki, hlýði bara Víði og allt það og var boðaður og hlýddi, en eftir á að hyggja held ég að ég hafi verið boðaður vegna þess að ég er sjúkraliði, þó svo að ég hafi ekki unnið við það lengi… Sennilegasta skýringin.“ Auk sjúkraliða fær til dæmis einnig fjöldi menntaðra lækna, hjúkrunarfræðinga og þroskaþjálfa boð í bólusetningu, jafnvel þótt þeir hafi horfið til annarra starfa og vinni ekki með sjúklingum. Sumir undrandi á að fá boð Þegar þessi stóri hópur var boðaður í bólusetningu á grundvelli starfsleyfaskrá fylgdi ekki boðinu árétting um að þeir sem ekki sinntu sjúklingum ættu helst ekki að þiggja boðið. Tilmæli sóttvarnalæknis eru á þá leið, en þau bárust ekki fyrr en eftir á. Þau voru gefin út í tilkynningu á vef Landlæknis 6. apríl og flugu ekki hátt. Margir sem ekki þurftu augljóslega á þessum forgangi að halda sáu því enga ástæðu til að hafna honum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að vissulega hefði mátt fylgja boðinu þessi fyrirvari en af tæknilegum ástæðum hefði það verið flókið. Sjálfur þáði hann ekki bólusetningu sem læknir, enda ekki að sinna sjúklingum. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur mætingin í bólusetningar hjá hópnum verið um 60% hingað til, samanborið við almenna mætingu upp á 85% í bólusetningu í aldursröð. Líklegt verður að teljast að ekki hafi öll 60% hópsins þó þurft á efninu að halda af klínískum ástæðum en þó er lægra hlutfall til marks um að tilmæli sóttvarnalæknis hafi skilað sér til nokkurs fjölda. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að eftir morgundaginn verði stærstur hluti umrædds hóps bólusettur, alltént sá hluti hans sem ákveður að þiggja bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður segir að sumir hafi verið undrandi á að fá boð í bólusetningu en að útskýrt hafi verið fyrir því fólki að eina leiðin hafi verið að senda boð út á grundvelli starfsleyfaskrár. „Auðvitað hafa ekki allir séð þessi tilmæli frá Þórólfi og þá getur líka verið að það komi í góðri trú og fái svo samviskubit eftir á. Við viljum það ekki, því að þetta fólk er auðvitað bara að hlýða kallinu. Við viljum líka leggja áherslu á það núna að það eigi ekki að skipta öllu máli hvort maður fái bólusetningu í apríl, maí eða júní,“ segir Ragnheiður. Bólusetning er þegar hafin hjá fólki 60 ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma og eftir þann hóp er farið í þann aldurshóp nema án undirliggjandi sjúkdóma. Hópar 6 og 7 í forgangsröðinni renna þannig saman. 33 stéttir teljast til heilbrigðisstarfsmanna, samkvæmt vef Landlæknis. Sumar eru aðeins taldar einu sinni hér en mynda sérstétt þegar um sérfræðileyfi er að ræða. Stéttirnar eru þessar: Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, heilbrigðisgagnafræðingar, heyrnarfræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar/kírópraktorar, iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, læknar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkraflutningamenn og bráðatæknar, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tannlæknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroskaþjálfar.
33 stéttir teljast til heilbrigðisstarfsmanna, samkvæmt vef Landlæknis. Sumar eru aðeins taldar einu sinni hér en mynda sérstétt þegar um sérfræðileyfi er að ræða. Stéttirnar eru þessar: Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, heilbrigðisgagnafræðingar, heyrnarfræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar/kírópraktorar, iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, læknar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkraflutningamenn og bráðatæknar, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tannlæknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroskaþjálfar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25 Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25
Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04