Líkur á því að karlmaður verði færður upp lista VG Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2021 23:34 Hólmfríður Árnadóttir, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Sigrún Birna Steinarsdóttir hlutu þrjú efstu sætin í forvalinu. vísir Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla og sigurvegari forvals Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi þingmaður segir úrslitin hins vegar vonbrigði. Hann var einn fimm frambjóðenda sem sóttust eftir því að leiða listann en er hvergi að finna í þeim fimm efstu. Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna var eini karlmaðurinn sem náði inn í efstu sætin. Formaður kjörstjórnar segir það til skoðunar að færa næsta karlkyns frambjóðanda upp listann í samræmi við reglur flokksins. Á eftir Hólmfríði komu Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaþingmaður VG í öðru sæti, Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna í því þriðja, Kolbeinn Óttarsson Proppé í fjórða og Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi í því fimmta. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn og traustið sem flokksfélagar eru að sýna mér,“ segir Hólmfríður en hún var eðlilega vel stemmd þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. „Ég var í framboði gegn sitjandi þingmanni og svo fyrrverandi þingmanni svo þetta kom mér vissulega á óvart. Ég er búin að starfa fyrir flokkinn lengi þó ég hafi ekki verið áberandi heldur verið meira í grasrótinni. Ég vissi svosem að ég hafði eitthvað fylgi en þetta kom mér skemmtilega á óvart.“ Hólmfríður Árnadóttir lítur björt fram á veginn.Aðsend Ari Trausti Guðmundsson er í dag eini þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en hann sækist ekki eftir því að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. Hólmfríður segist staðráðin í því að ná þar inn minnst tveimur þingmönnum í næstu alþingiskosningunum sem fram fara í september. Hún kveðst jafnframt ætla að leggja áherslu á málefni Suðurnesja og Suðurkjördæmisins alls í komandi kosningabaráttu. „Við á Suðurlandinu viljum að sjónum sé svolítið beint að okkur og málefni okkar verði ofarlegri á blaði en þau hafa verið. Velferðarmálin, mennta- og heilbrigðismál eru mín helstu mál og málefni fólks og barna svo það er svolítið það sem ég mun fókusa á í minni baráttu.“ Hún segist sömuleiðis ætla að leggja áherslu á málefni öryrkja, eldri borgara og þeirra sem glíma við fátækt auk þess að beina sjónum að stoðum Vinstri grænna á borð við jafnrétti, jöfnuð og friðarmál. Róbert Marshall var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020.Vísir/Vilhelm Heldur áfram á sömu braut „Úrslitin eru mér auðvitað vonbrigði og ekki nálægt því sem að var stefnt en nú er brautin framundan hjá mér nokkuð skýr og ég þarf ekki að gera neinar breytingar á mínum högum,“ segir Róbert Marshall í færslu á Facebook-síðu sinni en hann fór í tímabundið leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi vegna framboðsins. „Ég vil óska Hólmfríði Árnadóttur til hamingju með sigurinn, hún er vel að honum komin, vann ötullega að sínu framboði og uppsker í samræmi við það. Ég vil þakka meðframbjóðendum mínum fyrir drengilega baráttu og öllum þeim sem studdu mig.“ Þá liggja fyrir úrslit í forvali VG Suðurkjördæmi. Ég vil óska Hólmfríði Árnadóttur til hamingju með sigurinn, hún er...Posted by Róbert Marshall on Monday, April 12, 2021 Kjörstjórnin tekur nú við listanum Samkvæmt reglum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eru úrslit forvals leiðbeinandi fyrir kjörstjórn sem sér um endanlega röðun frambjóðenda á lista. Eru því dæmi um að kjörstjórn, sem sér um að leggja fram endanlegan lista með 20 frambjóðendum til samþykktar á kjördæmisþingi, færi fólk til í efstu sætunum. „Ég vísa á þessu stigi málsins í reglur félagsins um fléttulista að það skuli vera tveir af hvoru kyni í efstu fimm sætunum en reglan er að það skyldi aldrei halla á konur. Það er sannarlega ekki niðurstaða þessa forvals þannig að við þurfum ekki að grípa til neinna ráða hvað það snertir,“ segir Sæmundur Helgason, formaður kjörstjórnar, í samtali við Vísi. „Núna þurfum við að leyfa þessum úrslitum að sjatna aðeins og svo tekur við vinna hjá kjörstjórninni að finna hvernig við stillum upp listanum en þetta eru augljósar niðurstöður og mjög skýrar.“ Þannig að það má vænta þess að einn karlmaður verði færður upp í þessi efstu fimm sæti? „Já, það má vænta þess að það geti orðið niðurstaðan. Við þurfum að sjá hvernig það verður, það þarf allavega að gera þetta í samræmi við reglur flokksins. En eins og ég segi þá á þetta allt eftir að skýrast.“ Næsti karlmaður á lista er Almar Sigurðsson, eigandi gistiheimilisins á Lambastöðum, en hann var meðal þeirra fimm sem sóttust eftir því að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 12. apríl 2021 18:54 Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56 Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna var eini karlmaðurinn sem náði inn í efstu sætin. Formaður kjörstjórnar segir það til skoðunar að færa næsta karlkyns frambjóðanda upp listann í samræmi við reglur flokksins. Á eftir Hólmfríði komu Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaþingmaður VG í öðru sæti, Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna í því þriðja, Kolbeinn Óttarsson Proppé í fjórða og Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi í því fimmta. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn og traustið sem flokksfélagar eru að sýna mér,“ segir Hólmfríður en hún var eðlilega vel stemmd þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. „Ég var í framboði gegn sitjandi þingmanni og svo fyrrverandi þingmanni svo þetta kom mér vissulega á óvart. Ég er búin að starfa fyrir flokkinn lengi þó ég hafi ekki verið áberandi heldur verið meira í grasrótinni. Ég vissi svosem að ég hafði eitthvað fylgi en þetta kom mér skemmtilega á óvart.“ Hólmfríður Árnadóttir lítur björt fram á veginn.Aðsend Ari Trausti Guðmundsson er í dag eini þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en hann sækist ekki eftir því að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. Hólmfríður segist staðráðin í því að ná þar inn minnst tveimur þingmönnum í næstu alþingiskosningunum sem fram fara í september. Hún kveðst jafnframt ætla að leggja áherslu á málefni Suðurnesja og Suðurkjördæmisins alls í komandi kosningabaráttu. „Við á Suðurlandinu viljum að sjónum sé svolítið beint að okkur og málefni okkar verði ofarlegri á blaði en þau hafa verið. Velferðarmálin, mennta- og heilbrigðismál eru mín helstu mál og málefni fólks og barna svo það er svolítið það sem ég mun fókusa á í minni baráttu.“ Hún segist sömuleiðis ætla að leggja áherslu á málefni öryrkja, eldri borgara og þeirra sem glíma við fátækt auk þess að beina sjónum að stoðum Vinstri grænna á borð við jafnrétti, jöfnuð og friðarmál. Róbert Marshall var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020.Vísir/Vilhelm Heldur áfram á sömu braut „Úrslitin eru mér auðvitað vonbrigði og ekki nálægt því sem að var stefnt en nú er brautin framundan hjá mér nokkuð skýr og ég þarf ekki að gera neinar breytingar á mínum högum,“ segir Róbert Marshall í færslu á Facebook-síðu sinni en hann fór í tímabundið leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi vegna framboðsins. „Ég vil óska Hólmfríði Árnadóttur til hamingju með sigurinn, hún er vel að honum komin, vann ötullega að sínu framboði og uppsker í samræmi við það. Ég vil þakka meðframbjóðendum mínum fyrir drengilega baráttu og öllum þeim sem studdu mig.“ Þá liggja fyrir úrslit í forvali VG Suðurkjördæmi. Ég vil óska Hólmfríði Árnadóttur til hamingju með sigurinn, hún er...Posted by Róbert Marshall on Monday, April 12, 2021 Kjörstjórnin tekur nú við listanum Samkvæmt reglum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eru úrslit forvals leiðbeinandi fyrir kjörstjórn sem sér um endanlega röðun frambjóðenda á lista. Eru því dæmi um að kjörstjórn, sem sér um að leggja fram endanlegan lista með 20 frambjóðendum til samþykktar á kjördæmisþingi, færi fólk til í efstu sætunum. „Ég vísa á þessu stigi málsins í reglur félagsins um fléttulista að það skuli vera tveir af hvoru kyni í efstu fimm sætunum en reglan er að það skyldi aldrei halla á konur. Það er sannarlega ekki niðurstaða þessa forvals þannig að við þurfum ekki að grípa til neinna ráða hvað það snertir,“ segir Sæmundur Helgason, formaður kjörstjórnar, í samtali við Vísi. „Núna þurfum við að leyfa þessum úrslitum að sjatna aðeins og svo tekur við vinna hjá kjörstjórninni að finna hvernig við stillum upp listanum en þetta eru augljósar niðurstöður og mjög skýrar.“ Þannig að það má vænta þess að einn karlmaður verði færður upp í þessi efstu fimm sæti? „Já, það má vænta þess að það geti orðið niðurstaðan. Við þurfum að sjá hvernig það verður, það þarf allavega að gera þetta í samræmi við reglur flokksins. En eins og ég segi þá á þetta allt eftir að skýrast.“ Næsti karlmaður á lista er Almar Sigurðsson, eigandi gistiheimilisins á Lambastöðum, en hann var meðal þeirra fimm sem sóttust eftir því að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 12. apríl 2021 18:54 Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56 Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 12. apríl 2021 18:54
Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56
Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00