Sakar Ingó og félaga um að hafa bolað sér út úr X-mist með bellibrögðum Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2021 08:30 Ingó með sótthreinsiúðann eftirsótta. Hann segir að vel hafi gengið með fyrirtækið og líklega sé sú ástæðan fyrir því að Jónas Eiríkur er að leggja í þennan leiðangur að stefna því og þeim sem að því standa. Vísir/Vilhelm Jónas Eiríkur Nordquist heldur því fram að Ingólfur Þórarinsson, tónlistar- og athafnamaður, hafi ásamt þeim Davíð Þór Rúnarssyni og Sævari Eyvinds Helgasyni haft af sér fyrirtækið X-Mist með bolabrögðum. Ingólfur segir málið allt sorgarsögu. Jónas Eiríkur krefst þess í stefnu, sem Vísir hefur undir höndum, að X-Mist Scandinavia ehf; Ingólfi Þórarinssyni, Davíð Þór Rúnarssyni og Sævari Eyvinds Helgasyni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að þeir sameiginlega verði dæmdir til að greiða honum skaðabætur sem nemur 25 milljónum króna með vöxtum: Og þeir verði sameiginlega dæmdir til að greiða sér fimm milljónir króna í miskabætur. Ingó vísar málatilbúnaði á bug Jónas Eiríkur krefst þess til var vara að viðurkennt verði með dómi að stefndu hafi bakað sér óskipta skaðabótaábyrgð gagnvart stefnda með stofnun og rekstri X-mist Scandinavia ehf með því að færa þangað viðskiptasambönd frá X-mist hef, bæði viðskiptasamband við birgja og viðskiptavini og nýta vefsíðuna xmist.is í þágu reksturs X-mist ehf. yfir til X-mist Scandinavia ehf og nýta sér þær án endurgjalds. Verulega athygli vakti fyrr á þessu ári að Ingólfur, sem betur er þekktur undir nafninu Ingó Veðurguð, hafi tekið sér það fyrir hendur að flytja inn nýjar vörur sem kallast X-Mist en um er að ræða handhægan sóttvarnabúnað á brúsum. Ingó er stjórnarformaður fyrirtækisins og hann segir í samtali við Vísi að um sé að ræða sorgarsögu. Um sé að ræða aðila sem hafi ekki fjárhagslega burði til að vera með í þessum litla rekstri. „Og hætti – seldi sig út – og sér nú eftir því og reynir að mála upp mynd sem er fjarri sannleikanum,“ segir Ingó. Hann segir stefnanda í vígahug og hann viti eiginlega ekki hvar skuli byrja? En þessu verði öllu svarað í smáatriðum. Ingó segir spurður að vel hafi gengið hjá fyrirtækinu. „Þetta hefur gengið vel sem er líklegast ástæðan fyrir þessum málatilbúnaði. Því miður er þessi þvættingur að taka tíma frá okkur þessa dagana.“ Byltingarkenndur sótthreinsiúði Svo vitnað s til stefnunnar eru málsatvik þau að árið 2020 stofnaði Jónas Eiríkur félagið jfs ehf í þeim tilgangi að flytja inn sótthreinsivörur frá Bretlandi og selja á Íslandi. Hann var einnig með áform uppi um að selja vörurnar í Skandinavíu. Nafni félagsins var stuttu síðan breytt í X-mist ehf. Nokkru fyrir stofnun félagsins hafði Jónas Eiríkur ásamt þáverandi samstarfsfélaga sínum, Friðfinni Magnússyni, komið á viðskiptasambandi við skoska félagið X-Mist með það fyrir augum að flytja inn sótthreinsiefnið sem sagt er byltingarkenndur sótthreinsiúði. X-mist pantaði þrjú bretti af vörunni og greiddi fyrir ríflega fjórar milljónir króna. Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, segir málatilbúnaðinn langt frá sannleikanum. Og fram á það verði sýnt.vísir/vilhelm Á þessu stigi gerði vart við sig áhugi annarra á að koma inn í reksturinn og 29. júlí 2020 keypti Davíð Þór Rúnarsson 33 prósenta hlut í X-mist. Í stefnu segir að Davíð hafi ekki greitt þann hluta að fullu. En með kaupsamningi dagsettum 18. september 2020 seldu þeir Jónas og Davíð samtals 50 prósenta hlut í fyrirtækinu þeim Ingólfi og Sævari þannig að hver um sig ætti 25 prósent í fyrirtækinu. Í stefnu kemur fram að þeir Ingólfur og Sævar skyldu hvor um sig greiða 1.363.750 krónur til Jónasar fyrir hans hlut. Að auki skyldu hvor um sig greiða rösklega 1,5 milljón til fyrirtækisins sjálfs. Skosk viðskiptasambönd Svo enn sé vitnað til stefnunnar, sem Ingó segir langt í frá sannleikanum samkvæm: Á fundi eigenda 4. nóvember 2020 báru Davíð Þór og Ingólfur upp erindi þess efnis að Skotarnir krefðust hárra fjárhæða vegna viðskiptasambanda eigi síðar í dag. Jónast mótmælti því og sagðist hafa átt í góðum samskiptum við hina skosku samstarfsmenn og þetta væri á skjön við það. Hann vildi sjálfur hafa samband við Skotana en þeir Ingólfur og Davíð brugðust illa við því. Og sögðust ætla að ræða við Skotana sjálfir. Þeir fóru til Skotlands sjálfir og sömdu við hið skoska fyrirtæki án aðkomu Jónasar. Þann 23. nóvember stofnaði Ingólfur félagið X-mist Scandinavia ehf, hundrað prósent í eigu hans en í stjórn félagsins eru auk stjórnarformanns og eiganda Ingólfs þeir Sævar og Davíð ásamt Eyrúnu Önnu Tryggvadóttur. En enginn Jónas Eiríkur. Málið verður þingfest á fimmtudag og er þeim Ingólfi Þórarinssyni, persónulega og sem fyrirsvarsmanna X-mist Scandinavia ehf., Sævari Eyvinds Helgasyni og Davíð Þór Rúnarssyni stefnt til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem málið verður þingfest. Dómsmál Verslun Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Jónas Eiríkur krefst þess í stefnu, sem Vísir hefur undir höndum, að X-Mist Scandinavia ehf; Ingólfi Þórarinssyni, Davíð Þór Rúnarssyni og Sævari Eyvinds Helgasyni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að þeir sameiginlega verði dæmdir til að greiða honum skaðabætur sem nemur 25 milljónum króna með vöxtum: Og þeir verði sameiginlega dæmdir til að greiða sér fimm milljónir króna í miskabætur. Ingó vísar málatilbúnaði á bug Jónas Eiríkur krefst þess til var vara að viðurkennt verði með dómi að stefndu hafi bakað sér óskipta skaðabótaábyrgð gagnvart stefnda með stofnun og rekstri X-mist Scandinavia ehf með því að færa þangað viðskiptasambönd frá X-mist hef, bæði viðskiptasamband við birgja og viðskiptavini og nýta vefsíðuna xmist.is í þágu reksturs X-mist ehf. yfir til X-mist Scandinavia ehf og nýta sér þær án endurgjalds. Verulega athygli vakti fyrr á þessu ári að Ingólfur, sem betur er þekktur undir nafninu Ingó Veðurguð, hafi tekið sér það fyrir hendur að flytja inn nýjar vörur sem kallast X-Mist en um er að ræða handhægan sóttvarnabúnað á brúsum. Ingó er stjórnarformaður fyrirtækisins og hann segir í samtali við Vísi að um sé að ræða sorgarsögu. Um sé að ræða aðila sem hafi ekki fjárhagslega burði til að vera með í þessum litla rekstri. „Og hætti – seldi sig út – og sér nú eftir því og reynir að mála upp mynd sem er fjarri sannleikanum,“ segir Ingó. Hann segir stefnanda í vígahug og hann viti eiginlega ekki hvar skuli byrja? En þessu verði öllu svarað í smáatriðum. Ingó segir spurður að vel hafi gengið hjá fyrirtækinu. „Þetta hefur gengið vel sem er líklegast ástæðan fyrir þessum málatilbúnaði. Því miður er þessi þvættingur að taka tíma frá okkur þessa dagana.“ Byltingarkenndur sótthreinsiúði Svo vitnað s til stefnunnar eru málsatvik þau að árið 2020 stofnaði Jónas Eiríkur félagið jfs ehf í þeim tilgangi að flytja inn sótthreinsivörur frá Bretlandi og selja á Íslandi. Hann var einnig með áform uppi um að selja vörurnar í Skandinavíu. Nafni félagsins var stuttu síðan breytt í X-mist ehf. Nokkru fyrir stofnun félagsins hafði Jónas Eiríkur ásamt þáverandi samstarfsfélaga sínum, Friðfinni Magnússyni, komið á viðskiptasambandi við skoska félagið X-Mist með það fyrir augum að flytja inn sótthreinsiefnið sem sagt er byltingarkenndur sótthreinsiúði. X-mist pantaði þrjú bretti af vörunni og greiddi fyrir ríflega fjórar milljónir króna. Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, segir málatilbúnaðinn langt frá sannleikanum. Og fram á það verði sýnt.vísir/vilhelm Á þessu stigi gerði vart við sig áhugi annarra á að koma inn í reksturinn og 29. júlí 2020 keypti Davíð Þór Rúnarsson 33 prósenta hlut í X-mist. Í stefnu segir að Davíð hafi ekki greitt þann hluta að fullu. En með kaupsamningi dagsettum 18. september 2020 seldu þeir Jónas og Davíð samtals 50 prósenta hlut í fyrirtækinu þeim Ingólfi og Sævari þannig að hver um sig ætti 25 prósent í fyrirtækinu. Í stefnu kemur fram að þeir Ingólfur og Sævar skyldu hvor um sig greiða 1.363.750 krónur til Jónasar fyrir hans hlut. Að auki skyldu hvor um sig greiða rösklega 1,5 milljón til fyrirtækisins sjálfs. Skosk viðskiptasambönd Svo enn sé vitnað til stefnunnar, sem Ingó segir langt í frá sannleikanum samkvæm: Á fundi eigenda 4. nóvember 2020 báru Davíð Þór og Ingólfur upp erindi þess efnis að Skotarnir krefðust hárra fjárhæða vegna viðskiptasambanda eigi síðar í dag. Jónast mótmælti því og sagðist hafa átt í góðum samskiptum við hina skosku samstarfsmenn og þetta væri á skjön við það. Hann vildi sjálfur hafa samband við Skotana en þeir Ingólfur og Davíð brugðust illa við því. Og sögðust ætla að ræða við Skotana sjálfir. Þeir fóru til Skotlands sjálfir og sömdu við hið skoska fyrirtæki án aðkomu Jónasar. Þann 23. nóvember stofnaði Ingólfur félagið X-mist Scandinavia ehf, hundrað prósent í eigu hans en í stjórn félagsins eru auk stjórnarformanns og eiganda Ingólfs þeir Sævar og Davíð ásamt Eyrúnu Önnu Tryggvadóttur. En enginn Jónas Eiríkur. Málið verður þingfest á fimmtudag og er þeim Ingólfi Þórarinssyni, persónulega og sem fyrirsvarsmanna X-mist Scandinavia ehf., Sævari Eyvinds Helgasyni og Davíð Þór Rúnarssyni stefnt til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem málið verður þingfest.
Dómsmál Verslun Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira