Lögreglan segir að kanínunni hafi verið stolið aðfaranótt sunnudags.
Heimsmetabók Guinness staðfesti árið 2010 að Daríus væri stærsta kanína heims árið 2010 og mældist hann þá 129 sentímetrar að lengd.
Annetta Edwards, eigandi Daríusar, segist miður sín yfir því að honum hafi verið rænt og heitir því að greiða tvö þúsund pund í verðlaunafé, verði Daríusi komið aftur til hennar. Það samsvarar um 350 þúsund pundum.
Sky News hefur eftir Edwards að Daríus sé of gamall til að hægt sé að nota hann til undaneldis og vill hún fá gæludýr sitt aftur heim.