„Tímaramminn leyfir okkur því miður ekki að klára allt sem við þurfum að klára“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2021 14:16 Úr leik í Olís-deild kvenna. vísir/hulda margrét Allar líkur eru á því að gera þurfi breytingar á mótafyrirkomulagi hjá HSÍ til að hægt verði að klára Íslandsmótið. Stefnt er að því að hefja keppni á ný í lok næstu viku. Á fimmtudag tekur ný reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins gildi. Meðal tilslakana sem reglugerðin kveður á um er að íþróttir verða leyfðar á ný, bæði æfingar og keppni. Íþróttabann hefur verið við lýði frá því á miðnætti miðvikudagskvöldið 24. mars. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var að vonum ánægður með tíðindi dagsins. „Þetta eru frábærar fréttir, að það sé hægt að hefja íþróttir aftur. Við fundum um þetta en það má gera ráð fyrir því að við hefjum þær deildir sem við getum byrjað í lok næstu viku,“ sagði Róbert við Vísi. Kvennalandslið Íslands á leiki í undankeppni EM eftir nokkra daga og framundan eru einnig leikir hjá karlalandsliðinu. Það setur strik í reikning HSÍ og óhjákvæmilegt að gera breytingar á mótahaldi til að ljúka tímabilinu. „Við þurfum að gera einhverjar breytingar, það er klárt. Tímaramminn leyfir okkur því miður ekki að klára allt sem við þurfum að klára. En við ákveðum það næstu daga hvað nákvæmlega muni undan láta,“ sagði Róbert. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna með bikarkeppnina, hvort henni verði seinkað eða hún blásin af. Aðeins tvær umferðir eru eftir í Olís-deild kvenna en öll liðin í Olís-deild karla eiga sjö leiki eftir fyrir Fram og KA sem hafa leikið einum leik færra. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Á fimmtudag tekur ný reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins gildi. Meðal tilslakana sem reglugerðin kveður á um er að íþróttir verða leyfðar á ný, bæði æfingar og keppni. Íþróttabann hefur verið við lýði frá því á miðnætti miðvikudagskvöldið 24. mars. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var að vonum ánægður með tíðindi dagsins. „Þetta eru frábærar fréttir, að það sé hægt að hefja íþróttir aftur. Við fundum um þetta en það má gera ráð fyrir því að við hefjum þær deildir sem við getum byrjað í lok næstu viku,“ sagði Róbert við Vísi. Kvennalandslið Íslands á leiki í undankeppni EM eftir nokkra daga og framundan eru einnig leikir hjá karlalandsliðinu. Það setur strik í reikning HSÍ og óhjákvæmilegt að gera breytingar á mótahaldi til að ljúka tímabilinu. „Við þurfum að gera einhverjar breytingar, það er klárt. Tímaramminn leyfir okkur því miður ekki að klára allt sem við þurfum að klára. En við ákveðum það næstu daga hvað nákvæmlega muni undan láta,“ sagði Róbert. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna með bikarkeppnina, hvort henni verði seinkað eða hún blásin af. Aðeins tvær umferðir eru eftir í Olís-deild kvenna en öll liðin í Olís-deild karla eiga sjö leiki eftir fyrir Fram og KA sem hafa leikið einum leik færra. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira