Sjálfsagðir hlutir Arnar Sveinn Geirsson skrifar 14. apríl 2021 07:00 Það var mér mikill léttir að vissu leyti þegar ég áttaði mig á því hvað það hafði haft mikil áhrif á mig að ég hætti að nota orðið mamma. Ég hætti því af því að það var allt í einu engin mamma. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfsagt að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag mjög sjálfsagt. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfsagt – og þetta er ég að upplifa aftur núna í þessum heimsfaraldri. Líf okkar breyttist á svipstundu. Allt í einu máttum við ekki mæta til vinnu, hitta vinnufélagana eða drekka kaffi á kaffistofunni. Allt í einu máttum við ekki hitta vini okkar hvar og hvenær sem er, ferðast til útlanda án takmarkana, stunda íþróttina okkar, fara í ræktina eða sund. Allt í einu máttum við ekki knúsa mömmu og pabba eða ömmu og afa. Allt í einu máttum við ekki fylgja okkar nánasta fólki síðasta spölinn. Allt í einu voru svo margir hlutir sem við tókum sem sjálfsögðum hlut ekki lengur sjálfsagðir. Það virðist oft vera að við þurfum að ganga í gegnum mikla erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi. Að sjá að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Af hverju? Ef ég fengi spuninguna „vildir þú óska þess að mamma þín hefði ekki dáið þegar hún dó?“ að þá væru fyrstu viðbrögð að svara því játandi. Auðvitað vildi ég óska þess. En svo kemur hik – og ég verð hræddur við þetta hik. Hvað ef þetta er ekki svona einfalt? Hvað ef að svarið er ekki svona afdráttarlaust? Hvað ef að svarið er bæði já og nei? Auðvitað hefði ég óskað þess að mamma hefði ekki dáið. En ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag ef það hefði ekki gerst. Mig langar að geta tekið hluti í sátt sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst – og mig langar að læra að þykja vænt um hluti sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst. Ég ætti ekki yndislega stjúpmóður og þrjú yndisleg systkini sem bættust við í kjölfarið. Ég hefði ekki þurft að ganga í gegnum allt sem á eftir kom – sem síðar varð minn stærsti lærdómur sem mun halda áfram að spyrja mig erfiðra spurninga út ævina. Ef ég ætla að vera sáttur við manninn sem ég er í dag að þá verð ég að sættast við það sem gerðist og þykja vænt um allar mínar raunir. Af því að það eru þær sem móta mig, styrkja mig, efla mig og þróa mig. Þannig svarið er í senn já og nei. Svarið er í senn já ég vildi óska þess að ég hefði mömmu hér og nei ég myndi ekki vilja breyta neinu. En af hverju þurfum við þessa miklu erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi? Það er eins og hraðinn, sem er á okkur flestum í samfélagi dagsins í dag, sé svo mikill að við höfum engan tíma til þess að tengjast okkur sjálfum. Við höfum gleymt því að ef við þekkjum ekki okkur sjálf að þá áttum við okkur ekki á því hvað raunverulega færir okkur gleði og hamingju. Við sjáum ekki litlu hlutina sem gerast á hverjum einasta degi, oft á dag, sem veita okkur ósvikna gleði. Við fengum heimsfaraldur í fangið, þvert á óskir okkar allra, sem hægði á samfélaginu - og í því liggur risastórt tækifæri. Tækifæri fyrir okkur að hægja líka á. Staldra við og skoða okkur sjálf – hvar við stöndum og hvað við ætlum að taka með okkur út úr þessum tíma. Við höfum ekki stjórn á því hversu lengi ástandið mun vara áfram – sama hversu ósammála við erum og sama hversu ósanngjarnt okkur þykir það. Því meira sem við reynum að hafa stjórn á hlutum sem eru ekki í okkar höndum, því minni stjórn höfum við. En við höfum stjórn á því hvaða lærdóm við viljum taka út úr þessu. Við getum tekið þá ákvörðun að staldra við og meðtaka og þakka fyrir litlu hlutina, sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Litlu hlutirnir eru stóru hlutirnir. Ef við hægjum ekki á okkur að þá gætum við misst af því að kynnast mikilvægustu manneskju lífs okkar – okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Það var mér mikill léttir að vissu leyti þegar ég áttaði mig á því hvað það hafði haft mikil áhrif á mig að ég hætti að nota orðið mamma. Ég hætti því af því að það var allt í einu engin mamma. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfsagt að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag mjög sjálfsagt. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfsagt – og þetta er ég að upplifa aftur núna í þessum heimsfaraldri. Líf okkar breyttist á svipstundu. Allt í einu máttum við ekki mæta til vinnu, hitta vinnufélagana eða drekka kaffi á kaffistofunni. Allt í einu máttum við ekki hitta vini okkar hvar og hvenær sem er, ferðast til útlanda án takmarkana, stunda íþróttina okkar, fara í ræktina eða sund. Allt í einu máttum við ekki knúsa mömmu og pabba eða ömmu og afa. Allt í einu máttum við ekki fylgja okkar nánasta fólki síðasta spölinn. Allt í einu voru svo margir hlutir sem við tókum sem sjálfsögðum hlut ekki lengur sjálfsagðir. Það virðist oft vera að við þurfum að ganga í gegnum mikla erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi. Að sjá að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Af hverju? Ef ég fengi spuninguna „vildir þú óska þess að mamma þín hefði ekki dáið þegar hún dó?“ að þá væru fyrstu viðbrögð að svara því játandi. Auðvitað vildi ég óska þess. En svo kemur hik – og ég verð hræddur við þetta hik. Hvað ef þetta er ekki svona einfalt? Hvað ef að svarið er ekki svona afdráttarlaust? Hvað ef að svarið er bæði já og nei? Auðvitað hefði ég óskað þess að mamma hefði ekki dáið. En ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag ef það hefði ekki gerst. Mig langar að geta tekið hluti í sátt sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst – og mig langar að læra að þykja vænt um hluti sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst. Ég ætti ekki yndislega stjúpmóður og þrjú yndisleg systkini sem bættust við í kjölfarið. Ég hefði ekki þurft að ganga í gegnum allt sem á eftir kom – sem síðar varð minn stærsti lærdómur sem mun halda áfram að spyrja mig erfiðra spurninga út ævina. Ef ég ætla að vera sáttur við manninn sem ég er í dag að þá verð ég að sættast við það sem gerðist og þykja vænt um allar mínar raunir. Af því að það eru þær sem móta mig, styrkja mig, efla mig og þróa mig. Þannig svarið er í senn já og nei. Svarið er í senn já ég vildi óska þess að ég hefði mömmu hér og nei ég myndi ekki vilja breyta neinu. En af hverju þurfum við þessa miklu erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi? Það er eins og hraðinn, sem er á okkur flestum í samfélagi dagsins í dag, sé svo mikill að við höfum engan tíma til þess að tengjast okkur sjálfum. Við höfum gleymt því að ef við þekkjum ekki okkur sjálf að þá áttum við okkur ekki á því hvað raunverulega færir okkur gleði og hamingju. Við sjáum ekki litlu hlutina sem gerast á hverjum einasta degi, oft á dag, sem veita okkur ósvikna gleði. Við fengum heimsfaraldur í fangið, þvert á óskir okkar allra, sem hægði á samfélaginu - og í því liggur risastórt tækifæri. Tækifæri fyrir okkur að hægja líka á. Staldra við og skoða okkur sjálf – hvar við stöndum og hvað við ætlum að taka með okkur út úr þessum tíma. Við höfum ekki stjórn á því hversu lengi ástandið mun vara áfram – sama hversu ósammála við erum og sama hversu ósanngjarnt okkur þykir það. Því meira sem við reynum að hafa stjórn á hlutum sem eru ekki í okkar höndum, því minni stjórn höfum við. En við höfum stjórn á því hvaða lærdóm við viljum taka út úr þessu. Við getum tekið þá ákvörðun að staldra við og meðtaka og þakka fyrir litlu hlutina, sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Litlu hlutirnir eru stóru hlutirnir. Ef við hægjum ekki á okkur að þá gætum við misst af því að kynnast mikilvægustu manneskju lífs okkar – okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun