Ísland hefði getað endað í þriðja styrkleykaflokki ef Tyrkland hefði haft betur gegn Sviss. Ekki munaði miklu, en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni og niðurstaðan því fjórði styrkleikaflokkur fyrir stelpurnar.
Í efsta styrkleikaflokki eru Holland, Þýskaland, England og Frakkland.
Svíþjóð, Spánn, Noregur og Ítalía eru í öðrum styrkleikaflokki.
Ásamt Sviss í þriðja styrkleikaflokki eru Danmörk, Belgía og Austurríki
Með íslensku stelpunum í fjórða styrkleikaflokki eru svo að lokum Rússland, Finnland og Norður Írland.