„Hún er þjálfari inni í sal og mamma heima“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2021 10:31 Nanna Guðmundsdóttir, fimleikakonu úr Gróttu, sem kom sá og sigraði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fram fór fyrir skemmstu. Sóley, yngri systir Nönnu keppti líka á mótinu, en báðar hafa systurnar verið afar sigursælar í íþróttinni undanfarin ár og rakað inn Íslandsmeistaratitlum í unglingaflokki. Það þarf því ekki að koma á óvart að þjálfarinn þeirra, Sesselja Järvelä, hafi verið valinn þjálfari ársins hjá Fimleikasambandi Íslands á liðnu ári. Sesselja er reyndar gott betur en bara þjálfari systranna því þannig vill til að hún er líka mamma þeirra. Sigrún Ósk settist niður með þessum mögnuðu fimleika-mæðgum í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var alltaf allavega draumur að vinna en það var ekki endilega markmiðið þegar ég kom inn í mótið. Það var meira að klára mínar æfingar og sjá svo hvað myndi gerast,“ segir Nanna. „Þjálfararnir vissu að þetta væri möguleiki ef allt gengi upp,“ segir Sesselja, móðir Nönnu. Hélt að hún væri ekki nægilega klikkuð Sesselja segir þjálfararnir því Gabríella Belo þjálfar með henni, en þær tóku saman við meistarahópi Gróttu fyrir nokkrum árum. Það er ekki algengt að foreldrar þjálfi börnin sín þegar komið er á þetta stig í íþróttum, en þetta er fimmta árið sem Sesselja þjálfar báðar dætur sínar. „Það var planið að gera þetta alls ekki og ég lagði mikið á mig til þess að vera ekki í þessari stöðu. Grótta var búið að vera í svolitlu þjálfaraveseni og við vorum búin að ganga í gegnum nokkra þjálfara. Það endaði með því að við gáfumst bara upp á því að leita og þá talaði þáverandi formaður við mig og samstarfskonu mína Gabríelu og spurði hvort við vildum gera þetta. Ég sagði strax bara nei, þú ert eitthvað ruglaður. Síðan tókum við þetta bara að okkur, því það var búið að gefast upp á öllum öðrum,“ segir Sesselja. Nanna varð á dögunum Íslandsmeistari. „Það tók alveg tíma að venjast því að vera með mömmu sína sem þjálfara. Mér fannst það erfitt fyrst en núna er það orðið miklu auðveldara,“ segir Sóley Guðmundsdóttir. „Maður þarf bara að muna að hún er þjálfari inni í sal og mamma heima,“ segir Nanna. Þjálfarateyminu hefur gengið vel og það þrátt fyrir að Sesselja hafi í upphafi ekki haft trú á því að hún væri rétta manneskjan í starfið. Ástæðan fyrir því kann að koma einhverjum á óvart. „Ég hélt alltaf, hvað á maður að segja, að ég væri ekki nægilega klikkuð til að þjálfa meistaraflokk. Það var svona myndin sem ég hafði af þessum toppþjálfurum,“ segir Sesselja. Systurnar eru báðar í námi, Nanna í háskólanum og Sóley í Tækniskólanum. Þær eru í vinnu með skólanum og hafa í ofanálag báðar verið í tónlistarnámi frá því þær voru börn. „Við byrjuðum snemma að æfa mjög mikið og ég æfi eiginlega minna núna en ég gerði þegar ég var yngri. Bara út af því að líkaminn þolir ekki jafn mikið álag,“ segir Nanna. Covid-árið erfitt En þótt álagið hafi verið minnkað skyldi enginn halda að það sé lítið. Hefðbundinn dagur byrjar í skólanum og þaðan heldur Nanna á æfingu fimm sinnum í viku í þrjár til fjórar klukkustundir í senn. Svo er það tónlistin en hvorug systranna fór hefðbundnar leiðir í hljóðfæravali. Sóley spilar á víólu og Nanna á hörpu. „Maður hefur alveg tíma til að hitta vini sína um helgar og á kvöldin, en kannski minni tíma en aðrir,“ segir Nanna en þær systurnar segja að síðastliðið ár hafi verið mjög erfitt fyrir þær sem íþróttakonur, vegna æfingabanns. „Að finna viljan til þess að gera bara styrktaræfingar og fara út að hlaupa í snjó og rigningu og roki getur verið erfitt. En maður kunni meira að meta það betur þegar maður fékk að fara aftur inn í sal,“ segir Sóley. Eftir örfáa daga heldur Nanna svo utan ásamt þremur öðrum fimleikakonum og fjórum körlum til að keppa á Evrópumótinu í Sviss. Hún segir að mikil tilhlökkun sé í hópnum enda í fyrsta sinn í rúmt eitt og hálft ár sem tækifæri fæst til að fara utan og keppa. Þær segja muna miklu að í þessari bylgju sé hægt að æfa í hefðbundnu umhverfi, þótt með takmörkunum sé. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Sóley, yngri systir Nönnu keppti líka á mótinu, en báðar hafa systurnar verið afar sigursælar í íþróttinni undanfarin ár og rakað inn Íslandsmeistaratitlum í unglingaflokki. Það þarf því ekki að koma á óvart að þjálfarinn þeirra, Sesselja Järvelä, hafi verið valinn þjálfari ársins hjá Fimleikasambandi Íslands á liðnu ári. Sesselja er reyndar gott betur en bara þjálfari systranna því þannig vill til að hún er líka mamma þeirra. Sigrún Ósk settist niður með þessum mögnuðu fimleika-mæðgum í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var alltaf allavega draumur að vinna en það var ekki endilega markmiðið þegar ég kom inn í mótið. Það var meira að klára mínar æfingar og sjá svo hvað myndi gerast,“ segir Nanna. „Þjálfararnir vissu að þetta væri möguleiki ef allt gengi upp,“ segir Sesselja, móðir Nönnu. Hélt að hún væri ekki nægilega klikkuð Sesselja segir þjálfararnir því Gabríella Belo þjálfar með henni, en þær tóku saman við meistarahópi Gróttu fyrir nokkrum árum. Það er ekki algengt að foreldrar þjálfi börnin sín þegar komið er á þetta stig í íþróttum, en þetta er fimmta árið sem Sesselja þjálfar báðar dætur sínar. „Það var planið að gera þetta alls ekki og ég lagði mikið á mig til þess að vera ekki í þessari stöðu. Grótta var búið að vera í svolitlu þjálfaraveseni og við vorum búin að ganga í gegnum nokkra þjálfara. Það endaði með því að við gáfumst bara upp á því að leita og þá talaði þáverandi formaður við mig og samstarfskonu mína Gabríelu og spurði hvort við vildum gera þetta. Ég sagði strax bara nei, þú ert eitthvað ruglaður. Síðan tókum við þetta bara að okkur, því það var búið að gefast upp á öllum öðrum,“ segir Sesselja. Nanna varð á dögunum Íslandsmeistari. „Það tók alveg tíma að venjast því að vera með mömmu sína sem þjálfara. Mér fannst það erfitt fyrst en núna er það orðið miklu auðveldara,“ segir Sóley Guðmundsdóttir. „Maður þarf bara að muna að hún er þjálfari inni í sal og mamma heima,“ segir Nanna. Þjálfarateyminu hefur gengið vel og það þrátt fyrir að Sesselja hafi í upphafi ekki haft trú á því að hún væri rétta manneskjan í starfið. Ástæðan fyrir því kann að koma einhverjum á óvart. „Ég hélt alltaf, hvað á maður að segja, að ég væri ekki nægilega klikkuð til að þjálfa meistaraflokk. Það var svona myndin sem ég hafði af þessum toppþjálfurum,“ segir Sesselja. Systurnar eru báðar í námi, Nanna í háskólanum og Sóley í Tækniskólanum. Þær eru í vinnu með skólanum og hafa í ofanálag báðar verið í tónlistarnámi frá því þær voru börn. „Við byrjuðum snemma að æfa mjög mikið og ég æfi eiginlega minna núna en ég gerði þegar ég var yngri. Bara út af því að líkaminn þolir ekki jafn mikið álag,“ segir Nanna. Covid-árið erfitt En þótt álagið hafi verið minnkað skyldi enginn halda að það sé lítið. Hefðbundinn dagur byrjar í skólanum og þaðan heldur Nanna á æfingu fimm sinnum í viku í þrjár til fjórar klukkustundir í senn. Svo er það tónlistin en hvorug systranna fór hefðbundnar leiðir í hljóðfæravali. Sóley spilar á víólu og Nanna á hörpu. „Maður hefur alveg tíma til að hitta vini sína um helgar og á kvöldin, en kannski minni tíma en aðrir,“ segir Nanna en þær systurnar segja að síðastliðið ár hafi verið mjög erfitt fyrir þær sem íþróttakonur, vegna æfingabanns. „Að finna viljan til þess að gera bara styrktaræfingar og fara út að hlaupa í snjó og rigningu og roki getur verið erfitt. En maður kunni meira að meta það betur þegar maður fékk að fara aftur inn í sal,“ segir Sóley. Eftir örfáa daga heldur Nanna svo utan ásamt þremur öðrum fimleikakonum og fjórum körlum til að keppa á Evrópumótinu í Sviss. Hún segir að mikil tilhlökkun sé í hópnum enda í fyrsta sinn í rúmt eitt og hálft ár sem tækifæri fæst til að fara utan og keppa. Þær segja muna miklu að í þessari bylgju sé hægt að æfa í hefðbundnu umhverfi, þótt með takmörkunum sé. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira