Kristín Soffía hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá árinu 2014, stjórnarformaður Faxaflóahafna frá árinu 2014 og var varaborgarfulltrúi á árunum 2010 til 2014. Hún er með BS próf í umhverfisverkfræði.
„Icelandic Startups er í eigu Origo, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Allir þessir aðilar leggja mikið af mörkum í að efla nýsköpun á Íslandi. Icelandic Startups veitir frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á Íslandi stuðning, en félagið stendur meðal annars að viðskiptahraðlinum Startup Supernova sem er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki. Þá skipuleggur Icelandic Startups nýsköpunarverkefnin Gulleggið, Til sjávar og sveita, Startup orkidea, Snjallræði, Hringiðu og Firestarter,“ segir í tilkynningunni.
Salóme hefur stýrt Icelandic Startups í sjö ár.