Veiðimenn fjölmenna við Vífilstaðavatn Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2021 14:00 Það getur oft verið þétt við bakkann þegar aðstæður eru réttar í Vífilstaðavatni Mynd: Veiðikortið Vífilstaðavatn opnar ár hvert þann 1. apríl og fyrstu dagana er oft ansi fjölmennt við vatnið ef það er ekki ís á því. Vatnið er að mestu eða öllu leiti íslaust þetta vorið og veiðimenn létu ekki á sér standa og hafa þegar vel hefur viðrað fjölmennt við vatnið. Veiðin er erfið þegar það er kalt en það hefur þó ekki komið í veg fyrir að bleikjan er að taka. Við vitum um nokkra veiðimenn sem hafa verið að ná í eina eða tvær bleikjur en veiðin í vatninu skánar yfirleitt hratt þegar það hlýnar. Mest hefur verið að veiðast á litlar straumflugur en þó er einn fastakúnni við vatnið sem notar eingöngu púpur og hann hefur fengið þrjár bleikjur þar í vor á litlar púpur og misst nokkrar. Veiðin er sem endranær best sunnan meginn í vatninu og þegar það er fjölmennt er ekki langt á milli manna. Flestir eru þó ekki að gera sér neinar stórar væntingar um miklar veiði heldur frekar er þetta gott til að koma köstunum í gott lag áður en veiðisumarið fer á fullt. Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Rjúpnaveiðin róleg hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði
Vatnið er að mestu eða öllu leiti íslaust þetta vorið og veiðimenn létu ekki á sér standa og hafa þegar vel hefur viðrað fjölmennt við vatnið. Veiðin er erfið þegar það er kalt en það hefur þó ekki komið í veg fyrir að bleikjan er að taka. Við vitum um nokkra veiðimenn sem hafa verið að ná í eina eða tvær bleikjur en veiðin í vatninu skánar yfirleitt hratt þegar það hlýnar. Mest hefur verið að veiðast á litlar straumflugur en þó er einn fastakúnni við vatnið sem notar eingöngu púpur og hann hefur fengið þrjár bleikjur þar í vor á litlar púpur og misst nokkrar. Veiðin er sem endranær best sunnan meginn í vatninu og þegar það er fjölmennt er ekki langt á milli manna. Flestir eru þó ekki að gera sér neinar stórar væntingar um miklar veiði heldur frekar er þetta gott til að koma köstunum í gott lag áður en veiðisumarið fer á fullt.
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Rjúpnaveiðin róleg hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði