Ríkisjarðir á að selja bændum Haraldur Benediktsson skrifar 14. apríl 2021 14:00 Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar. Við ábúðarlok skal landeigandinn, ríkið gera upp við ábúenda framkvæmdir hans á leigutímanum. Þar liggur oftar en ekki ævistarf bóndans undir. Ríkið hefur sett sér eigendastefnu varðandi bújarðir í sinni eigu og eru í rekstri/ábúð. Ríkið hefur flokkað jarðeignir sínar, þannig að sumar verða ekki seldar. Eru mikilvægar í eigu hins opinbera af margvíslegum ástæðum. Megininntak stefnunnar er að leitast við að selja bújarðir, sem vegna fyrrnefndar flokkunar, er ekki sérstök ástæða fyrir ríkið að eiga í sínu eignasafni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ríkið á að leitast við að selja ábúendum þeirra jarða, jarðirnar. Engin sérstök ástæða er til fyrir ríkið að sitja á þessum eignum. Þær verða vafalaust betur komnar í höndum sjálfseignarbænda. Það skiptir samt grundvallarmáli hvernig að slíkri sölu er staðið. Fyrst og fremst þarf að horfa til þess að gera mögulegt að áfram verði þær góðum rekstri, en ekki síður að eignarhald þeirra verði samfélögum þar sem þær eru til góðs. Það er mun betri kostur fyrir ríkið að leitast við að gera hagstæða samninga um sölu jarðanna frekar en að sitja á þeim og þurfa að gera upp með stórum fjárhæðum upp ábúðartímann. En þetta er allt viðkvæmt og eitt „skapalón“ þarf ekki að henta allastaðar. Það þarf hins vegar engin að velkjast í vafa að um að eignarhald í höndum ábúenda, þ.e. bænda er grundvöllur að betri nýtingu fjármuna sem liggja bundin í þeim eignum. Ríkissjóður þarf ekki að binda fjármagn sitt í eignum sem engin sérstök ástæða er vegna almannaheilla. Ríkissjóður þarf á því að halda að losa um eignir og minnka þannig lánsfjárþörf sína. Nú þegar hefur ríkið selt nokkrar jarðir til ábúenda. Það er áhugi að meðal margra að geta eignast jarðnæði. Ungt fólk leitar að góðum bújörðum til kaups. Það er annar hópur sem horfa ætti sérstaklega til – þegar jarðir losna úr ábúð. Gefa unga fólkinu þannig tækifæri til að blómstra í landbúnaði. Búseta í sveitum og tækifæri til að skapa sér tækifæri, með yfirráðum yfir bújörð, hefur á undanförnum árum styrkst á margan hátt. Ekki síst með breyttum viðhorfum samfélagsins og tækifærum sem fylgja bættum fjarskiptum. Því til viðbótar stendur yfir á vegum stjórnvalda átak í samgöngubótum og sérstök átak á framkvæmdum við raforkuflutninga. Í fyrsta sinn í 100 ár, árið 2016, tók fólki búsettu í sveitum að fjölga. Þangað til hafði þeim íbúum fækkað. Það er ekki eftir neinu að bíða, losum um og seljum ríkisjarðir. Sköpum ný tækifæri í landbúnaði og löðum unga fólkið að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Landbúnaður Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar. Við ábúðarlok skal landeigandinn, ríkið gera upp við ábúenda framkvæmdir hans á leigutímanum. Þar liggur oftar en ekki ævistarf bóndans undir. Ríkið hefur sett sér eigendastefnu varðandi bújarðir í sinni eigu og eru í rekstri/ábúð. Ríkið hefur flokkað jarðeignir sínar, þannig að sumar verða ekki seldar. Eru mikilvægar í eigu hins opinbera af margvíslegum ástæðum. Megininntak stefnunnar er að leitast við að selja bújarðir, sem vegna fyrrnefndar flokkunar, er ekki sérstök ástæða fyrir ríkið að eiga í sínu eignasafni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ríkið á að leitast við að selja ábúendum þeirra jarða, jarðirnar. Engin sérstök ástæða er til fyrir ríkið að sitja á þessum eignum. Þær verða vafalaust betur komnar í höndum sjálfseignarbænda. Það skiptir samt grundvallarmáli hvernig að slíkri sölu er staðið. Fyrst og fremst þarf að horfa til þess að gera mögulegt að áfram verði þær góðum rekstri, en ekki síður að eignarhald þeirra verði samfélögum þar sem þær eru til góðs. Það er mun betri kostur fyrir ríkið að leitast við að gera hagstæða samninga um sölu jarðanna frekar en að sitja á þeim og þurfa að gera upp með stórum fjárhæðum upp ábúðartímann. En þetta er allt viðkvæmt og eitt „skapalón“ þarf ekki að henta allastaðar. Það þarf hins vegar engin að velkjast í vafa að um að eignarhald í höndum ábúenda, þ.e. bænda er grundvöllur að betri nýtingu fjármuna sem liggja bundin í þeim eignum. Ríkissjóður þarf ekki að binda fjármagn sitt í eignum sem engin sérstök ástæða er vegna almannaheilla. Ríkissjóður þarf á því að halda að losa um eignir og minnka þannig lánsfjárþörf sína. Nú þegar hefur ríkið selt nokkrar jarðir til ábúenda. Það er áhugi að meðal margra að geta eignast jarðnæði. Ungt fólk leitar að góðum bújörðum til kaups. Það er annar hópur sem horfa ætti sérstaklega til – þegar jarðir losna úr ábúð. Gefa unga fólkinu þannig tækifæri til að blómstra í landbúnaði. Búseta í sveitum og tækifæri til að skapa sér tækifæri, með yfirráðum yfir bújörð, hefur á undanförnum árum styrkst á margan hátt. Ekki síst með breyttum viðhorfum samfélagsins og tækifærum sem fylgja bættum fjarskiptum. Því til viðbótar stendur yfir á vegum stjórnvalda átak í samgöngubótum og sérstök átak á framkvæmdum við raforkuflutninga. Í fyrsta sinn í 100 ár, árið 2016, tók fólki búsettu í sveitum að fjölga. Þangað til hafði þeim íbúum fækkað. Það er ekki eftir neinu að bíða, losum um og seljum ríkisjarðir. Sköpum ný tækifæri í landbúnaði og löðum unga fólkið að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun