Undir lok leiksins sauð úr upp þegar Kúdela beitti Kamara kynþáttaníði. Hann viðurkenndi að hafa blótað Kamara en sagðist ekki hafa látið rasísk ummæli falla. UEFA féllst ekki á þær útskýringar hans.
Í leikmannagöngunum eftir leik réðst Kamara svo á Kúdela. Fyrir það fékk finnski landsliðsmaðurinn þriggja leikja bann.
Kúdela tekur fyrsta leikinn í banninu sínu út þegar Slavia Prag mætir Arsenal í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld.
Mikið gekk á í áðurnefndum leik Rangers og Slavia Prag. Kemar Roofe, framherji Rangers, fékk til að mynda rauða spjaldið fyrir fólskulegt brot á markverði Slavia Prag, Ondrej Kolár.
Kúdela, sem er 34 ára, hefur leikið með Slavia Prag síðan 2018. Hann á sex landsleiki fyrir Tékkland á ferilskránni.

Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.