Svikahrappurinn Bernie Madoff er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 13:57 Bernie Madoff eftir að hann viðurkenndi brot sín árið 2009. AP/David Karp Hinn víðfrægi svikahrappur Bernie Madoff er dáinn. Hann dó fangelsi í Norður-Karólínu, þar sem hann var að afplána 150 ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikil fjársvik. AP fréttaveitan segir að Madoff, sem var 82 ára gamall, hafa dáið af eðlilegum orsökum. Í fyrra reyndu lögmenn hans að fá hann leystan úr fangelsi á þeim grundvelli að hann væri að glíma við alvarleg veikindi og ætti ekki langt eftir ólífað. Þeirri beiðni var hafnað. Stal 7,6 billjónum króna Madoff var dæmdur í fangelsi fyrir að svíkja um 65 milljarða dala af skjólstæðingum sínum. Það samsvarar rúmlega 7,6 billjónum króna (7.600.000.000.000) miðað við gengið í dag en það gerði hann yfir langt tímabil þar sem hann var ítrekað hylltur sem fjármálasnillingur. Í fjármálahruninu árið 2008 kom þó í ljós að viðskiptaveldi hans var byggt á sandi og reikningar skjólstæðinga hans, sem höfðu fjárfest hjá honum, tómar. Svik hans knésettu fjölda fólks og heilu góðgerðasamtökin. Málið reyndist eitt stærsta fjársvikamál sögunnar. Madoff var svo hataður að hann þurfti að vera í skotheldu vesti í réttarsal. Fékk hámarksrefsingu Hann viðurkenndi brot sín svo árið 2009 og var eins og áður segir dæmdur til allt að 150 ára fangelsisvistar, sem var hámarksrefsingin miðað við brot Madoff. Hann skilur eftir sig eiginkonu en báðir synir hans eru einnig látnir. Annar þeirra dó 48 ára gamall úr krabbameini árið 2014 en hinn framdi sjálfsvíg árið 2010. Hann var 46 ára. Hér má sjá samantekt á fréttaflutningi CNBC frá 2008 um Madoff. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS þegar Madoff var dæmdur. Bandaríkin Hrunið Andlát Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Madoff, sem var 82 ára gamall, hafa dáið af eðlilegum orsökum. Í fyrra reyndu lögmenn hans að fá hann leystan úr fangelsi á þeim grundvelli að hann væri að glíma við alvarleg veikindi og ætti ekki langt eftir ólífað. Þeirri beiðni var hafnað. Stal 7,6 billjónum króna Madoff var dæmdur í fangelsi fyrir að svíkja um 65 milljarða dala af skjólstæðingum sínum. Það samsvarar rúmlega 7,6 billjónum króna (7.600.000.000.000) miðað við gengið í dag en það gerði hann yfir langt tímabil þar sem hann var ítrekað hylltur sem fjármálasnillingur. Í fjármálahruninu árið 2008 kom þó í ljós að viðskiptaveldi hans var byggt á sandi og reikningar skjólstæðinga hans, sem höfðu fjárfest hjá honum, tómar. Svik hans knésettu fjölda fólks og heilu góðgerðasamtökin. Málið reyndist eitt stærsta fjársvikamál sögunnar. Madoff var svo hataður að hann þurfti að vera í skotheldu vesti í réttarsal. Fékk hámarksrefsingu Hann viðurkenndi brot sín svo árið 2009 og var eins og áður segir dæmdur til allt að 150 ára fangelsisvistar, sem var hámarksrefsingin miðað við brot Madoff. Hann skilur eftir sig eiginkonu en báðir synir hans eru einnig látnir. Annar þeirra dó 48 ára gamall úr krabbameini árið 2014 en hinn framdi sjálfsvíg árið 2010. Hann var 46 ára. Hér má sjá samantekt á fréttaflutningi CNBC frá 2008 um Madoff. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS þegar Madoff var dæmdur.
Bandaríkin Hrunið Andlát Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira