Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 15:08 Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air. Í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar segir að Samgöngustofa hafi sýnt flugfélaginu mikla biðlund í aðdraganda gjaldþrotsins. Það geti skapað vafasamt fordæmi. vísir/Vilhelm Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. WOW air var úrskurðað gjaldþrota 28. mars 2019 eftir að hafa að hafa róið lífróður um nokkra hríð. Fall félagsins varð meðal annars til þess að Hagstofa Íslands flýtti gerð þjóðhagsspár auk þess sem forsendubrestur varð á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sumarið 2019 óskaði umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir því að ríkisendurskoðun myndi vinna úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia að starfsemi WOW air í aðdraganda gjaldþrotsins. Fréttastofa hefur skýrsluna undir höndum sem fjallað verður um í nefndinni á næstunni. Skýrslan var unnin að beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Skýrslan er ítarleg en í henni eru gerðar verulegar athugasemdir við verklag Samgöngustofu. Þá segir að stofnunin hafi veitt samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu misvísandi upplýsingar um eftirlit með flugfélaginu. „Eftir að ljóst var að Wow air hf. var komið í fjárhagsvandræði í maí 2018 aflaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti upplýsinga um framkvæmd eftirlits Samgöngustofu. Að mati ráðuneytisins var eftirlitinu ábótavant og nauðsynlegar breytingar á því höfðu ekki náð fram að ganga í ágúst 2018,“ segir í skýrslunni. Ráðuneytið hafi því sent frá sér leiðbeiningar og að lokum fyrirmæli um sérstakt eftirlit í byrjun september sama ár. Í skýrslunni segir að Samgöngustofa hafi svarað því til að vinna að slíku mati væri þegar hafin. Það hafi hins vegar ekki reynst rétt. „Það var ekki fyrr en 21. september, tveimur vikum eftir að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hafði gefið stofnuninni fyrirmæli um að gera ítarlegt mat á fjárhagsstöðu Wow air hf., að Samgöngustofa tilkynnti flugfélaginu að eftirlit væri hafið með bréfi þess efnis. Ótækt er að stofnun veiti ráðuneyti sínu svo misvísandi upplýsingar, ekki síst þegar ástandið var jafn viðkvæmt og raun bar vitni,“ segir í skýrslunni. Forstjóraskipti hafa orðið hjá Samgöngustofu frá þessu. Í febrúar 2019 var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst til umsóknar en Þórólfur Árnason hafði þá gengt starfinu í fimm ár. Hann sóttist eftir því að gegna starfinu áfram en í júní 2019 var Jón Gunnar Jónsson skipaður forstjóri Samgöngustofu til fimm ára. Þórólfur sagðist undrandi á niðurstöðunni og ætla að leggjast yfir niðurstöðu hæfnisnefndar. Samgöngustofa er talin hafa gefið samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu misvísandi upplýsingar um eftirlit með WOW air árið 2018. Ber að fella leyfi tímabundið úr gildi Að mati Ríkisendurskoðunar var ástæða fyrir Samgöngustofu að herða eftirlitið strax í maí 2018 þegar stofnunin fékk upplýsingar um erfiða stöðu Wow air hf. og að félagið gæti ekki staðið undir rekstri vetrarins kæmi ekki til nýtt fjármagn. Í skýrslunni er bent á að Samgöngustofu beri að fella flugrekstrarleyfi tímabundið úr gildi, eða afturkalla það geti flugfélag ekki staðið við raunverulegar skuldbindingar og aðrar skuldbindingar sem kann að vera stofnað til á tólf mánaða tímabili. Jafnframt er kveðið á um heimild til útgáfu tímabundins flugrekstrarleyfis á meðan fjárhagsleg endurskipulagning fer fram. „Samgöngustofa beitti hvorugu þessara úrræða þó stofnuninni mætti vera ljóst að félagið uppfyllti tæplega þær fjárhagskröfur sem gerðar eru í löggjöf. Helstu rök Samgöngustofu fyrir því að grípa ekki til framangreindra úrræða voru þau að áætlanir um fjárhagslega endurskipulagningu voru taldar raunhæfar og að veiting tímabundins leyfis gæti haft skaðleg áhrif á möguleika félagsins til að fjármagna sig,“ segir í skýrslunni. Vísir/Vilhelm Þá segir að Samgöngustofa virðist í einhverjum tilfellum hafa haft viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi í ákvörðunartöku fram yfir þau viðmið og sjónarmið sem gilda um eftirlit og aðhald. „Til marks um það má benda á að Samgöngustofa tilkynnti Wow air hf. um að fjárhagsmat ætti að fara fram þremur dögum eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk þann 18. september 2018, þó Samgöngustofa hafi fengið fyrirmæli um að framkvæma ítarlegt fjárhagsmat frá ráðuneyti sínu tveimur vikum fyrr,“ segir í skýrslunni. Hefði verið hægt að gæta hagsmuna neytenda betur Ríkisendurskoðun telur vafamál hvort raunhæfar viðræður um fjármögnun hafi staðið yfir síðustu fjóra daga í starfsemi félagsins í lok mars 2019. Í skýrslunni segir að Samgöngustofa hafi ekki haft fyrir því önnur gögn en staðfestingu lögmanns skuldabréfaeigenda um að unnið væri að lausn sem fólst í að skuldum félagsins yrði breytt í hlutafé og að nýtt fjármagn yrði fengið gegn 51% hlut í félaginu. „Enginn fjárfestir með nýtt fé var þó nafngreindur og engin gögn lögð fram um að raunverulegar viðræður væru í gangi. Á sama tíma var félagið komið að fótum fram og ljóst að það gæti aðeins staðið undir hluta skuldbindinga sinna í örfáa daga.“ Ríkisendurskoðun telur að gæta hefði mátt hagsmuna neytenda betur. Ríkisendurskoðun telur að betur hefði verið hægt að gæta hagsmuna neytenda hefði Samgöngustofa afturkallað flugrekstrarleyfið á tímabilinu 24. til 28. mars 2019. „Hugsanlega hefði mátt stýra því betur að færri farþegar sem áttu pantað flug til og frá landinu yrðu strandaglópar og þannig reyna að lágmarka þau skakkaföll sem urðu af gjaldþroti félagsins. Einnig hefði sala farmiða stöðvast fyrr,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. „Að mati Ríkisendurskoðunar sýndi Samgöngustofa flugfélaginu mikla biðlund og bendir á að slíkt geti skapað varasamt fordæmi út frá jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.“ WOW Air Alþingi Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
WOW air var úrskurðað gjaldþrota 28. mars 2019 eftir að hafa að hafa róið lífróður um nokkra hríð. Fall félagsins varð meðal annars til þess að Hagstofa Íslands flýtti gerð þjóðhagsspár auk þess sem forsendubrestur varð á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sumarið 2019 óskaði umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir því að ríkisendurskoðun myndi vinna úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia að starfsemi WOW air í aðdraganda gjaldþrotsins. Fréttastofa hefur skýrsluna undir höndum sem fjallað verður um í nefndinni á næstunni. Skýrslan var unnin að beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Skýrslan er ítarleg en í henni eru gerðar verulegar athugasemdir við verklag Samgöngustofu. Þá segir að stofnunin hafi veitt samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu misvísandi upplýsingar um eftirlit með flugfélaginu. „Eftir að ljóst var að Wow air hf. var komið í fjárhagsvandræði í maí 2018 aflaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti upplýsinga um framkvæmd eftirlits Samgöngustofu. Að mati ráðuneytisins var eftirlitinu ábótavant og nauðsynlegar breytingar á því höfðu ekki náð fram að ganga í ágúst 2018,“ segir í skýrslunni. Ráðuneytið hafi því sent frá sér leiðbeiningar og að lokum fyrirmæli um sérstakt eftirlit í byrjun september sama ár. Í skýrslunni segir að Samgöngustofa hafi svarað því til að vinna að slíku mati væri þegar hafin. Það hafi hins vegar ekki reynst rétt. „Það var ekki fyrr en 21. september, tveimur vikum eftir að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hafði gefið stofnuninni fyrirmæli um að gera ítarlegt mat á fjárhagsstöðu Wow air hf., að Samgöngustofa tilkynnti flugfélaginu að eftirlit væri hafið með bréfi þess efnis. Ótækt er að stofnun veiti ráðuneyti sínu svo misvísandi upplýsingar, ekki síst þegar ástandið var jafn viðkvæmt og raun bar vitni,“ segir í skýrslunni. Forstjóraskipti hafa orðið hjá Samgöngustofu frá þessu. Í febrúar 2019 var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst til umsóknar en Þórólfur Árnason hafði þá gengt starfinu í fimm ár. Hann sóttist eftir því að gegna starfinu áfram en í júní 2019 var Jón Gunnar Jónsson skipaður forstjóri Samgöngustofu til fimm ára. Þórólfur sagðist undrandi á niðurstöðunni og ætla að leggjast yfir niðurstöðu hæfnisnefndar. Samgöngustofa er talin hafa gefið samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu misvísandi upplýsingar um eftirlit með WOW air árið 2018. Ber að fella leyfi tímabundið úr gildi Að mati Ríkisendurskoðunar var ástæða fyrir Samgöngustofu að herða eftirlitið strax í maí 2018 þegar stofnunin fékk upplýsingar um erfiða stöðu Wow air hf. og að félagið gæti ekki staðið undir rekstri vetrarins kæmi ekki til nýtt fjármagn. Í skýrslunni er bent á að Samgöngustofu beri að fella flugrekstrarleyfi tímabundið úr gildi, eða afturkalla það geti flugfélag ekki staðið við raunverulegar skuldbindingar og aðrar skuldbindingar sem kann að vera stofnað til á tólf mánaða tímabili. Jafnframt er kveðið á um heimild til útgáfu tímabundins flugrekstrarleyfis á meðan fjárhagsleg endurskipulagning fer fram. „Samgöngustofa beitti hvorugu þessara úrræða þó stofnuninni mætti vera ljóst að félagið uppfyllti tæplega þær fjárhagskröfur sem gerðar eru í löggjöf. Helstu rök Samgöngustofu fyrir því að grípa ekki til framangreindra úrræða voru þau að áætlanir um fjárhagslega endurskipulagningu voru taldar raunhæfar og að veiting tímabundins leyfis gæti haft skaðleg áhrif á möguleika félagsins til að fjármagna sig,“ segir í skýrslunni. Vísir/Vilhelm Þá segir að Samgöngustofa virðist í einhverjum tilfellum hafa haft viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi í ákvörðunartöku fram yfir þau viðmið og sjónarmið sem gilda um eftirlit og aðhald. „Til marks um það má benda á að Samgöngustofa tilkynnti Wow air hf. um að fjárhagsmat ætti að fara fram þremur dögum eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk þann 18. september 2018, þó Samgöngustofa hafi fengið fyrirmæli um að framkvæma ítarlegt fjárhagsmat frá ráðuneyti sínu tveimur vikum fyrr,“ segir í skýrslunni. Hefði verið hægt að gæta hagsmuna neytenda betur Ríkisendurskoðun telur vafamál hvort raunhæfar viðræður um fjármögnun hafi staðið yfir síðustu fjóra daga í starfsemi félagsins í lok mars 2019. Í skýrslunni segir að Samgöngustofa hafi ekki haft fyrir því önnur gögn en staðfestingu lögmanns skuldabréfaeigenda um að unnið væri að lausn sem fólst í að skuldum félagsins yrði breytt í hlutafé og að nýtt fjármagn yrði fengið gegn 51% hlut í félaginu. „Enginn fjárfestir með nýtt fé var þó nafngreindur og engin gögn lögð fram um að raunverulegar viðræður væru í gangi. Á sama tíma var félagið komið að fótum fram og ljóst að það gæti aðeins staðið undir hluta skuldbindinga sinna í örfáa daga.“ Ríkisendurskoðun telur að gæta hefði mátt hagsmuna neytenda betur. Ríkisendurskoðun telur að betur hefði verið hægt að gæta hagsmuna neytenda hefði Samgöngustofa afturkallað flugrekstrarleyfið á tímabilinu 24. til 28. mars 2019. „Hugsanlega hefði mátt stýra því betur að færri farþegar sem áttu pantað flug til og frá landinu yrðu strandaglópar og þannig reyna að lágmarka þau skakkaföll sem urðu af gjaldþroti félagsins. Einnig hefði sala farmiða stöðvast fyrr,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. „Að mati Ríkisendurskoðunar sýndi Samgöngustofa flugfélaginu mikla biðlund og bendir á að slíkt geti skapað varasamt fordæmi út frá jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.“
WOW Air Alþingi Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira