Sveitarstjóri hættir eftir nærri tíu ára starf Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2021 08:03 Kristófer Tómasson tók við starfi sveitarstjóra í Skeiða- og Gnúpverjahreppi árið 2012. Skeiðgnúp Kristófer Tómasson hefur sagt starfi sínu lausu sem sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á fundi sveitarstjórnar í gær, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2012. Í bókun frá Kristófer segir hann að ástæður uppsagnarinnar séu fleiri en ein. Ein þeirra sé að hann hafi um nokkurt skeið bent á að breytingar þurfi að eiga sér stað í rekstri sveitarfélagsins og miði að því að bæta afkomu þess. „Þar má nefna þörf á að leggja á leikskólagjöld, hækka gjaldskrá sorpþjónustu, hækka álagshlutfall fasteignagjalda í A flokki, hætta rekstri Skeiðalaugar, svo nokkuð sé nefnt. Enn sem komið er hafa þær ábendingar ekki náð fram að ganga,“ segir Kristófer. Sömuleiðis hafi verið horft til þess að ná niður rekstrarkostnaði leik- og grunnskóla, en það hafi reynst erfitt. Verulegt tap annað árið í röð Sveitarstjórinn fráfarandi segir að þegar horft sé til þess að rekstrarniðurstaða ársins 2020 sé verulegt tap, annað árið í röð, verði ekki hjá því komist að ráðast í aðgerðir til að bæta reksturinn. „Ég tek það mjög nærri mér að staðreyndin um afkomu sveitarfélagsins sé með þessum hætti. Hér er verið að sýsla með almannafé og brýnt að á því sé vel haldið. Það er að langt frá því að ég fyrri mig ábyrgð á því hvernig staðan er. Það má eflaust finna dæmi, fleiri en eitt sem ég hefði betur hagað málum með öðrum hætti en raun ber vitni. En að mínu mati hefði niðurstaðan orðið betri ef samstaða hefði verið um að fara þær leiðir sem ég hef lagt til á síðustu misserum,“ segir Kristófer í bókun sinni. Mun koma niður á pyngju íbúa Hann segir að kostnaður hafi aukist mjög mikið, ekki síst launakostnaður, og megi sveitarstjórn búast við að þurfa að taka ákvarðanir sem geti komið niður á pyngju íbúa í sveitarfélaginu. Annar möguleiki sé að minnka þjónustu. „Ég þakka sveitarstjórn og samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þó að leiðir skilji á þessum vettvangi, þá er ekki tilefni frá minni hálfu til að eftir standi sárindi eða kali. Ég hefði gjarnan viljað láta af störfum við jákvæðari aðstæður, en engu að síður er ég þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að gegna jafn umfangsmiklu og lærdómsríku starfi. Ég vona að þessi ár mín í starfi hjá sveitarfélaginu skilji eftir eitthvað gagn fyrir samfélagið. Ég óska sveitarstjórn og íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps alls hins besta,“ segir Kristófer að lokum. Sveitarstjórn fái tíma til að meðtaka stöðuna Næsti fundur sveitarstjórnar fer fram 21. apríl, þar sem ákvörðun verður tekin um ráðningarferli fyrir nýjan sveitarstjóra. Í bókun frá fulltrúum í sveitarstjórn segir að þeir harmi þá stöðu sem upp sé komin í sveitarfélaginu. „Lýsum við mikilli ánægju með það samstarf sem við höfum átt við Kristófer. Óskum við eftir því að það ráðningarferli sem þarf að eiga sér stað verði frestað til næsta fundar svo sveitarstjórn fá smá tíma til að meðtaka þá stöðu sem upp er komin og vinna úr málum með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi,“ segir í bókuninni. Vistaskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Í bókun frá Kristófer segir hann að ástæður uppsagnarinnar séu fleiri en ein. Ein þeirra sé að hann hafi um nokkurt skeið bent á að breytingar þurfi að eiga sér stað í rekstri sveitarfélagsins og miði að því að bæta afkomu þess. „Þar má nefna þörf á að leggja á leikskólagjöld, hækka gjaldskrá sorpþjónustu, hækka álagshlutfall fasteignagjalda í A flokki, hætta rekstri Skeiðalaugar, svo nokkuð sé nefnt. Enn sem komið er hafa þær ábendingar ekki náð fram að ganga,“ segir Kristófer. Sömuleiðis hafi verið horft til þess að ná niður rekstrarkostnaði leik- og grunnskóla, en það hafi reynst erfitt. Verulegt tap annað árið í röð Sveitarstjórinn fráfarandi segir að þegar horft sé til þess að rekstrarniðurstaða ársins 2020 sé verulegt tap, annað árið í röð, verði ekki hjá því komist að ráðast í aðgerðir til að bæta reksturinn. „Ég tek það mjög nærri mér að staðreyndin um afkomu sveitarfélagsins sé með þessum hætti. Hér er verið að sýsla með almannafé og brýnt að á því sé vel haldið. Það er að langt frá því að ég fyrri mig ábyrgð á því hvernig staðan er. Það má eflaust finna dæmi, fleiri en eitt sem ég hefði betur hagað málum með öðrum hætti en raun ber vitni. En að mínu mati hefði niðurstaðan orðið betri ef samstaða hefði verið um að fara þær leiðir sem ég hef lagt til á síðustu misserum,“ segir Kristófer í bókun sinni. Mun koma niður á pyngju íbúa Hann segir að kostnaður hafi aukist mjög mikið, ekki síst launakostnaður, og megi sveitarstjórn búast við að þurfa að taka ákvarðanir sem geti komið niður á pyngju íbúa í sveitarfélaginu. Annar möguleiki sé að minnka þjónustu. „Ég þakka sveitarstjórn og samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þó að leiðir skilji á þessum vettvangi, þá er ekki tilefni frá minni hálfu til að eftir standi sárindi eða kali. Ég hefði gjarnan viljað láta af störfum við jákvæðari aðstæður, en engu að síður er ég þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að gegna jafn umfangsmiklu og lærdómsríku starfi. Ég vona að þessi ár mín í starfi hjá sveitarfélaginu skilji eftir eitthvað gagn fyrir samfélagið. Ég óska sveitarstjórn og íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps alls hins besta,“ segir Kristófer að lokum. Sveitarstjórn fái tíma til að meðtaka stöðuna Næsti fundur sveitarstjórnar fer fram 21. apríl, þar sem ákvörðun verður tekin um ráðningarferli fyrir nýjan sveitarstjóra. Í bókun frá fulltrúum í sveitarstjórn segir að þeir harmi þá stöðu sem upp sé komin í sveitarfélaginu. „Lýsum við mikilli ánægju með það samstarf sem við höfum átt við Kristófer. Óskum við eftir því að það ráðningarferli sem þarf að eiga sér stað verði frestað til næsta fundar svo sveitarstjórn fá smá tíma til að meðtaka þá stöðu sem upp er komin og vinna úr málum með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi,“ segir í bókuninni.
Vistaskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira