„Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 12:01 Íslenska landsliðið á fyrir höndum þrjá leiki í þremur löndum, frá þriðjudegi til sunnudags, um næstu mánaðamót. EPA/Anne-Christine Poujoulat „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. Íslenska karlalandsliðið í handbolta á eftir þrjá leiki í undankeppni EM, tvo gegn Ísrael og einn við Litáen. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn í vetur og nú er skammur tími til stefnu til að klára leikina. „Landsleikjavikan er frá 26. apríl til 2. maí og við eigum að spila þar þrjá leiki. Það er ekki enn komin niðurstaða í það hvernig þetta verður spilað. Eins og staðan er í dag eigum við að spila í Ísrael á þriðjudegi, Litáen á fimmtudegi og svo á Íslandi á sunnudegi,“ segir Róbert. Tuttugu tíma ferðalag og enginn undirbúningur „Þetta eru því á átta dögum; fjórir ferðadagar, þrír leikdagar og einn hvíldardagur. Það sér það hver maður að það er mjög erfitt að gera þetta í miðjum heimsfaraldri, að þurfa að ferðast á milli þessara landa. Við erum í samtali við handknattleikssamband Evrópu og vonandi kemur niðurstaða í það [í dag] sem hentar öllum. Þetta plan sem er í dag er verulega óhagstætt fyrir alla. Eins og þetta lítur út núna er þetta 20 tíma ferðalag á miðvikudaginn, til að komast frá Ísrael til Litáens. Undirbúningurinn fyrir þann leik yrði því enginn á miðvikudeginum. Það er með ólíkindum að Evrópusambandið bjóði okkur upp á þessa umræðu en við skulum sjá hvernig þetta endar,“ segir Róbert. Ísland er í góðum málum í 4. riðli eftir að hafa haft betur í innbyrðis leikjum sínum við Portúgal. Ef Ísland vinnur leikina þrjá sem eftir eru endar Ísland því í efsta sæti riðilsins, sem hjálpar liðinu að komast í efri styrkleikaflokk fyrir EM-dráttinn. Portúgal er efst í riðlinum með 6 stig eftir 4 leiki, Ísland er með 4 stig eftir 3 leiki, Litáen 2 stig eftir 3 leiki og Ísrael án stiga eftir 2 leiki. Ísraelsmenn þurfa því að leika fjóra leiki dagana 26. apríl til 2. maí, þar af þrjá heimaleiki, ef allir leikir eiga að klárast. EM 2022 í handbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta á eftir þrjá leiki í undankeppni EM, tvo gegn Ísrael og einn við Litáen. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn í vetur og nú er skammur tími til stefnu til að klára leikina. „Landsleikjavikan er frá 26. apríl til 2. maí og við eigum að spila þar þrjá leiki. Það er ekki enn komin niðurstaða í það hvernig þetta verður spilað. Eins og staðan er í dag eigum við að spila í Ísrael á þriðjudegi, Litáen á fimmtudegi og svo á Íslandi á sunnudegi,“ segir Róbert. Tuttugu tíma ferðalag og enginn undirbúningur „Þetta eru því á átta dögum; fjórir ferðadagar, þrír leikdagar og einn hvíldardagur. Það sér það hver maður að það er mjög erfitt að gera þetta í miðjum heimsfaraldri, að þurfa að ferðast á milli þessara landa. Við erum í samtali við handknattleikssamband Evrópu og vonandi kemur niðurstaða í það [í dag] sem hentar öllum. Þetta plan sem er í dag er verulega óhagstætt fyrir alla. Eins og þetta lítur út núna er þetta 20 tíma ferðalag á miðvikudaginn, til að komast frá Ísrael til Litáens. Undirbúningurinn fyrir þann leik yrði því enginn á miðvikudeginum. Það er með ólíkindum að Evrópusambandið bjóði okkur upp á þessa umræðu en við skulum sjá hvernig þetta endar,“ segir Róbert. Ísland er í góðum málum í 4. riðli eftir að hafa haft betur í innbyrðis leikjum sínum við Portúgal. Ef Ísland vinnur leikina þrjá sem eftir eru endar Ísland því í efsta sæti riðilsins, sem hjálpar liðinu að komast í efri styrkleikaflokk fyrir EM-dráttinn. Portúgal er efst í riðlinum með 6 stig eftir 4 leiki, Ísland er með 4 stig eftir 3 leiki, Litáen 2 stig eftir 3 leiki og Ísrael án stiga eftir 2 leiki. Ísraelsmenn þurfa því að leika fjóra leiki dagana 26. apríl til 2. maí, þar af þrjá heimaleiki, ef allir leikir eiga að klárast.
EM 2022 í handbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira