Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 12:51 Biden hefur heitið því að koma í veg fyrir að Kína taki við af Bandaríkjunum sem öflugasta ríki heims. epa/Jerome Favre Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. Christopher Wray sagði fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í gær að Kína væri það ríki sem ógnaði helst efnahagslegu öryggi og lýræðislegum hugsjónum bandarísku þjóðarinnar. Sagði hann getu Kínverja til að hafa áhrif á bandarískar stofnanir verulega og stöðuga. Christopher Wray.epa/Graeme Jennings Vaxandi spennu gætir í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, meðal annars vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda í Xinjiang og afstöðu þeirra gagnvart Taívan og Hong Kong. Wray nefndi sérstaklega rannsókn á aðgerð kínverskra yfirvalda sem bæri yfirskriftina Refaveiðar (e. Foxhunt) en hún fæli meðal annars í sér ólögmætar lögregluaðgerðir í Bandaríkjunum og væri ætlað að ógna og kúga Kínverja í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum eru Refaveiðar alþjóðleg aðgerð gegn spillingu, sem beinist gegn kínverskum flóttamönnum, oft fyrrum embættismönnum eða auðugum einstaklingum sem er grunaðir um fjármálabrot. Fyrir um viku síðan birtu yfirvöld í Bandaríkjunum árlegt áhættumat þar sem varað er við því að stjórnvöld í Kína og Rússlandi séu að nýta sér Covid-19 faraldurinn til að auka áhrif sín á heimsvísu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stjórnvöld í Peking hafi freistað þess að móta hið pólitíska landslag í Bandaríkjunum, til að ná pólitískum áhrifum og þagga gagnrýni á eigin stefnumótun, þar á meðal aðgerðir í Xinjiang og Hong Kong. Avril Haines, ráðherra þjóðaröryggismála, og William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), komu einnig fyrir nefndina. Haines sagði að það hefði aldrei verið mikilvægara að Bandaríkin fjárfestu í normum sínum, stofnunum og vinnuafli. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53 Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Christopher Wray sagði fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í gær að Kína væri það ríki sem ógnaði helst efnahagslegu öryggi og lýræðislegum hugsjónum bandarísku þjóðarinnar. Sagði hann getu Kínverja til að hafa áhrif á bandarískar stofnanir verulega og stöðuga. Christopher Wray.epa/Graeme Jennings Vaxandi spennu gætir í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, meðal annars vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda í Xinjiang og afstöðu þeirra gagnvart Taívan og Hong Kong. Wray nefndi sérstaklega rannsókn á aðgerð kínverskra yfirvalda sem bæri yfirskriftina Refaveiðar (e. Foxhunt) en hún fæli meðal annars í sér ólögmætar lögregluaðgerðir í Bandaríkjunum og væri ætlað að ógna og kúga Kínverja í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum eru Refaveiðar alþjóðleg aðgerð gegn spillingu, sem beinist gegn kínverskum flóttamönnum, oft fyrrum embættismönnum eða auðugum einstaklingum sem er grunaðir um fjármálabrot. Fyrir um viku síðan birtu yfirvöld í Bandaríkjunum árlegt áhættumat þar sem varað er við því að stjórnvöld í Kína og Rússlandi séu að nýta sér Covid-19 faraldurinn til að auka áhrif sín á heimsvísu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stjórnvöld í Peking hafi freistað þess að móta hið pólitíska landslag í Bandaríkjunum, til að ná pólitískum áhrifum og þagga gagnrýni á eigin stefnumótun, þar á meðal aðgerðir í Xinjiang og Hong Kong. Avril Haines, ráðherra þjóðaröryggismála, og William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), komu einnig fyrir nefndina. Haines sagði að það hefði aldrei verið mikilvægara að Bandaríkin fjárfestu í normum sínum, stofnunum og vinnuafli.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53 Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58
Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00
Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24
Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53
Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00