Veirutímar og hlutverk laga Helgi Áss Grétarsson skrifar 16. apríl 2021 07:30 „Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum. Fáein grundvallaratriði Það var ánægjulegt að á fyrrnefndum fundi gagnrýndi enginn, sem til máls tók, nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að tilteknir þættir í starfsemi sóttvarnarhúss hafi skort lagastoð. Það er vel vegna þess að niðurstaða héraðsdóms gat ekki verið önnur ef ætlunin er að hér gildi lögmætisregla sem takmarkar valdheimildir stjórnvalda á hverjum tíma. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu héraðsdóms vefengir enginn að bæði löggjafinn og stjórnvöld hafa umtalsvert svigrúm til að setja lög og framfylgja þeim í því skyni að ná tilteknum markmiðum í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Þetta þýðir að það er á ábyrgð þingsins að setja lög sem heimila sóttvarnaryfirvöldum að taka fullnægjandi ákvarðanir til að vernda líf og heilbrigði manna. Þegar lög og stjórnsýslufyrirmæli eru sett á sviði sóttvarna, sem og þegar þeim er hrint í framkvæmd, ber að gæta að hagsmunum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, svo sem athafnafrelsi einstaklingsins, aðgangi barna að fullnægjandi menntun og að landsmenn geti notið viðunandi heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að lög séu nægjanlega skýr og að ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda séu rökstuddar með hliðsjón af þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná. Skortur á slíkum rökstuðningi gerir það líklegra að sóttvarnarráðstafanir samrýmist ekki grundvallarreglum á borð við meðalhófsreglunni. Framkvæmd sóttvarnarráðstafana frá degi til dags þarf einnig að vera í lagi, t.d. að ferðamenn sem hingað koma fái viðunandi upplýsingar um stöðu sína sé þeim gert skylt að sæta sóttkví í húsnæði á vegum yfirvalda. Í faraldrinum geta börn einnig notið réttinda umfram aðra, m.a. þegar þeim ber að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Samspil laga og stjórnmála Hér á landi virðist sem að sóttvarnaryfirvöldum hafi tekist tiltölulega vel upp í baráttunni við Covid-19 faraldurinn í samanburði við mörg önnur ríki. Slík útkoma kemur hvorki af sjálfu sér né er tryggt að svo verði áfram, t.d. er augljóst að þreytu gætir um allt samfélagið vegna faraldursins. Við þær aðstæður er æskilegt að stjórnmálamenn geti staðið saman um að eyða orkunni í að finna skynsamleg úrræði til að lágmarka skaðann sem af Covid-19 faraldrinum leiðir, en ekki gera viðbrögð við honum að flokkspólítísku bitbeini. Auðvitað er það svo að öll úrræði koma til álita við að ráða niðurlögum árans sem þessi veira er. Aðkoma sérfræðinga í lögum hefur þó þýðingu þar eð álit þeirra skiptir máli við að afmarka hvað sé hægt að gera innan ramma stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Eftir því sem líður á faraldurinn munu lagaleg álitamál verða fleiri og varða stærri spurningar, t.d. hver er réttarstaða þess sem telur að orsakasamband sé á milli heilsutjóns síns og þess að hafa þegið bólusetningu við Covid-19? Hlutverk þeirra sem veita leiðsögn um lög mun því síst minnka á næstu misserum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
„Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum. Fáein grundvallaratriði Það var ánægjulegt að á fyrrnefndum fundi gagnrýndi enginn, sem til máls tók, nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að tilteknir þættir í starfsemi sóttvarnarhúss hafi skort lagastoð. Það er vel vegna þess að niðurstaða héraðsdóms gat ekki verið önnur ef ætlunin er að hér gildi lögmætisregla sem takmarkar valdheimildir stjórnvalda á hverjum tíma. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu héraðsdóms vefengir enginn að bæði löggjafinn og stjórnvöld hafa umtalsvert svigrúm til að setja lög og framfylgja þeim í því skyni að ná tilteknum markmiðum í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Þetta þýðir að það er á ábyrgð þingsins að setja lög sem heimila sóttvarnaryfirvöldum að taka fullnægjandi ákvarðanir til að vernda líf og heilbrigði manna. Þegar lög og stjórnsýslufyrirmæli eru sett á sviði sóttvarna, sem og þegar þeim er hrint í framkvæmd, ber að gæta að hagsmunum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, svo sem athafnafrelsi einstaklingsins, aðgangi barna að fullnægjandi menntun og að landsmenn geti notið viðunandi heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að lög séu nægjanlega skýr og að ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda séu rökstuddar með hliðsjón af þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná. Skortur á slíkum rökstuðningi gerir það líklegra að sóttvarnarráðstafanir samrýmist ekki grundvallarreglum á borð við meðalhófsreglunni. Framkvæmd sóttvarnarráðstafana frá degi til dags þarf einnig að vera í lagi, t.d. að ferðamenn sem hingað koma fái viðunandi upplýsingar um stöðu sína sé þeim gert skylt að sæta sóttkví í húsnæði á vegum yfirvalda. Í faraldrinum geta börn einnig notið réttinda umfram aðra, m.a. þegar þeim ber að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Samspil laga og stjórnmála Hér á landi virðist sem að sóttvarnaryfirvöldum hafi tekist tiltölulega vel upp í baráttunni við Covid-19 faraldurinn í samanburði við mörg önnur ríki. Slík útkoma kemur hvorki af sjálfu sér né er tryggt að svo verði áfram, t.d. er augljóst að þreytu gætir um allt samfélagið vegna faraldursins. Við þær aðstæður er æskilegt að stjórnmálamenn geti staðið saman um að eyða orkunni í að finna skynsamleg úrræði til að lágmarka skaðann sem af Covid-19 faraldrinum leiðir, en ekki gera viðbrögð við honum að flokkspólítísku bitbeini. Auðvitað er það svo að öll úrræði koma til álita við að ráða niðurlögum árans sem þessi veira er. Aðkoma sérfræðinga í lögum hefur þó þýðingu þar eð álit þeirra skiptir máli við að afmarka hvað sé hægt að gera innan ramma stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Eftir því sem líður á faraldurinn munu lagaleg álitamál verða fleiri og varða stærri spurningar, t.d. hver er réttarstaða þess sem telur að orsakasamband sé á milli heilsutjóns síns og þess að hafa þegið bólusetningu við Covid-19? Hlutverk þeirra sem veita leiðsögn um lög mun því síst minnka á næstu misserum. Höfundur er lögfræðingur.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun