Erlent

Auð­jöfur í fangelsi vegna aðildar að mót­mælunum í Hong Kong

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 73 ára Jimmy Lai er stofnandi fjölmiðilsins Apple Daily og er harður andstæðingur kínverskra stjórnvalda.
Hinn 73 ára Jimmy Lai er stofnandi fjölmiðilsins Apple Daily og er harður andstæðingur kínverskra stjórnvalda. EPA

Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur.

Lai, sem hefur stutt við bakið á mótmælaaðgerðum lýðræðissinna í Hong Kong, var dæmdur fyrir aðild sína að fjölmennum mótmælum í Hong Kong árið 2019 að því er segir í frétt BBC.

Hinn 73 ára Lai er stofnandi fjölmiðilsins Apple Daily og er harður andstæðingur kínverskra stjórnvalda. Kínastjórn hefur síðustu misserin unnið skipulega að því að herða tök sín í Hong Kong.

Dómstóllinn dæmdi í morgun níu manns fyrir þátttöku sína í mótmælaaðgerðum 18. ágúst 2019. Þrír til viðbótar hlutu dóma fyrir mótmæli sem fram fóru síðasta dag ágústmánaðar sama ár.

Ákæran á hendur Lai var í átta liðum, meðal annars að hann hafi gerst brotlegur við nýleg öryggislög í Hong Kong sem banna allan áróður um aðskilnað Hong Kong frá Kína og áróður gegn Kínastjórn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×