Einn af þeim heppnu... ári síðar Kristján Gunnarsson skrifar 16. apríl 2021 14:32 Nú er uþb ár síðan ég losnaði „úr haldi hryðjuverkamanna“ eftir rúmlega 2ja vikna dvöl. Þetta var skelfilegur tími - en sem betur fer náði ég réttu ráði (að mestu held ég) og langar til að deila með ykkur þessari grátbroslegu upplifun af því að vera með óráð í öndunarvél á gjörgæslu í 16 daga. Í dag er ég þakklátur fyrir lífið og hafa haft betur í baráttunni við veiruna og fá tækifæri til að njóta hamingjunnar með þeim sem mér þykir vænst um: Ég rumskaði og leit í kringum mig. Hvar var ég? Umhverfið var framandi, fullt af einhverjum græjum og „pyntingartækjum“ Herbergið og salirnir voru hráir. Bráðabrigða milliveggir úr timburstoðum klæddir plasti. Alllt mjög hrátt og óaðlaðandi. Fólk sigldi einhvern veginn framhjá mér fram og aftur og samtöl þeirra voru óljós og tuldurskennd. Sumir gengu til mín og ávörpuðu mig en ég náði engan veginn samhenginu í því sem þau sögðu við mig. Ég gat ekki talað, munnurinn og hálsinn voru uppfullir af einhverum leiðslum og drasli. Þar fyrir utan var ég máttlaus og allt að því lamaður um allan líkama, gat hvorki hreyft legg né lið. Mér fannst ég vera James Caan í myndinni Mystery eftir að hjúkrunarfræðingurinn Kathy Bates var búin að mölva á honum báða fótleggi, öxl og ökla. Hjúkrunarfólkið var óvinir mínir. Ég gat mig hvergi hreyft og var fastur í þessu framandi umhverfi. Vissi fólkið mitt hvar ég væri? Hvað var ég búinn að vera hér lengi. Hvaða vandræðum hafði ég lent í? Af hverju hjálpaði þetta fólk mér ekki burt?. Ég hugsaði málið og rýndi í þessar grænklæddu furðuverur sem voru með plastaugnhlífar eins og Helga Möller og Jóhann Helga á kynningarmyndum fyrir Þú og Ég og stórar grænar gasgrímur fyrir andliti, nefi og munni og litu að öðru leyti út eins og froskurinn Kermit. Ég sá nafnið á einum gæslumannanna plasthlífinni „Face Shield“ Skritíð nafn en nafngiftir í dag er alls konar og vissulega mundi ég eftir Brooke Shields – þannig að þetta meikaði eins mikinn sens og eg hafði yfir að ráða þar og þá. Svo kom í ljós að allir hétu þessu nafni Face Shields. Sem sagt allt gert til að rugla mig (eins og ég væri ekki nógu ruglaður fyrir þessa dagana) Þetta voru skrítnar aðstæður. Ég lamaður og lyfjaður í e.k.hrárri dýflissu. Allt í einu sá ég að ég var ég ekki James Caan í Misery lengur – heldur Dustin Hoffman í the Maraþon man og Sir Lawrence Oliver stóð yfir mér og ætlaði vaða uppí munninn á mér með töng. Munnurinn var bara troðfullur fyrir og þetta leit ekki vel út. Ég dottaði og vaknaði aftur og þar stóð fyrir framan mig ein af þessum grænklæddu „geimverum“ sem liðu þarna fram og aftur um herbergið sem ég var í. Hún hallaði sér yfir mig að sagði eitthvað óskiljanlegt – en þar og þá uppgötvaði ég að ég væri í haldi hryðjuverka manna – þeir væru klæddir eins og heilbrigðisstarfsmenn svo ég myndi ekki þekkja þá í sakbendingu eftir að ég losnaði úr haldi. Mér leið ömurlega og var skíthræddur en náði að sofna. Þegar ég vaknaði var ég kominn fyrir framan Louvre safnið í París. Hryðjuverkamennirnir voru núna Keanu Reeves og Lawrence Fishburn klæddir upp eins og karektarnir í Matrix, hoppandi og dansandi kringum mig á Dressman hraða, síðum leðurfrökkum. Mér stóð veruleg ógn af þeim og var einhvern veginn berskjaldaður við hliðina á glerpýramídamum rétt hjá innganginum í Louvre safnið. Ekki góð líðan – en ég leið einhvern veginn útaf sem betur fer. Þegar ég vaknaði aftur var ég kominn á Piccadilly Circus í London– sem reyndar var þarna búið að flytja á Times Square í New York. Keanu Reeves og Lawrence Fishburn voru á bak og burt en „varðhundar“ mínir voru núna e.k. botoxfylltir áhrifavaldar gangandi um léttklæddir (svipað og í myndaflokknum „helgin á Instagram“ í DV á mánudögum, sem ég auðvitað les aldrei). Mér fannst ég eiga meiri séns að stinga af á þessu svæði – meiri mannfjöldi meira bersvæði og Piccadilly styttan gæti gert mér auðveldara að stinga af – en nei það gekk ekki eftir. Kardashian fjölskyldan var útum allt og gekk í veg fyrir mig og þátttakendur í Bachelor og Bachelorrette stoppuðu mig af – og aftur leið ég einhvern veginn útaf, sem betur fer. Aftur vaknaði ég í dýflissunni. Hryðjuverkamennirnr voru áfram á staðnum og mér fannst ég ná betra sambandi við hvað væri í gangi. Ein hjúkkan/hryðjuverkamaðurinn sagði „Kristján minn. Þú ert hér á gjörgæslu, búinn að vera í öndunarvél í 2 vikur Við höfum verið í daglegu sambandi við dætur þínar og þær vita hvar þú ert og vita af ástandi þínu“ Já einmitt – nú er þetta lið að plata mig enn einu sinni. Ég veit alveg að ég hafði verið í París og New York undir eftirlit alþjóðadeildar þessara hryðjuverkamanna – „ekki reyna að plata mig“ Ég hafði þó vit á að segja ekki neitt enda hef ég séð í mörgum bíómyndum að það er óráðlegt að æra óstöðugan hryðjuverkamann. Ég teygði mig í símann og tók stöðu á Íslandsbanka appinu og bjóst við að sjá rándýr útgjöld í París og New York – en sem betur fer voru útjöldin engin og hryðjuverkamennirnir höfðu látið kortið mitt vera síðan ég keypti mér sokka í „happy socks“ á Garðatorgi 2-3 vikum áður. Smátt og smátt fóru hlutirnir að skýrast. Ég áttaði mig á að hryðjuverkamennirnir sem héldu mér þarna töluðu reiprennandi íslensku en það styrkti mig einungis í því að þetta væru stórhættuleg risasamtök og enginn væri sendur til Íslands nema ná tungumálinu og framburðinum Ég náði að draga gardínu frá og horfði út um gluggann austur Fossvoginn. Nú jæja ég var á Íslandi en augljóst að þessi samtök hefðu leigt heila hæð á Borgarspítalanum til að geyma „menn eins og mig“ – Ég vissi reyndar ekki hvað ég hafði gert af mér en það hlaut að vera eitthvað svakalegt. Það kom að því að þeir tóku draslið úr munninum og kokinu en röddin var horfin. Ég fékk smá mátt í höndina og veifaði í hryðjuverkamanninn og sagði (án þess að neitt heyrðist) „Ég vil fara – ég vil ekki vera hérna – enda leið mér hræðilega. Hryðjuverkamaðurinn skildi auðvitað ekkert og spurði „hvað segir þú Kristján minn‘“ (fölsk vingjarnlegheit til að reyna að róa mig) – ´“ vil fara, ég vil ekki vera hérna“ – "já, viltu vatnsglas ég skal sækja það." Þetta fólk laug að mér og þóttist ekki skilja mig. Ég grútmáttlaus og komst hvergi. Ég fékk vatnsglas, saup á og gaf hryðjuverkamanninun „thumbs up“ enda er ráðlegt í svona aðstæðum að sýna ákv. samstarfsvilja. Smám saman varð ég skýrari í kollinum – man þó að eina nóttina mér haldið í hjólhýsi í suðurríkjum BNA og vaktmennirnir voru innfæddir rednecks og hillbillies – en það gaf engan séns á að sleppa. Þar kom að því að ég fattaði að undanfarnir dagar voru ranghugmyndir, martraðir, ofsóknarbrjálæði og e.k. geðrof – enda búinn að vera á rótsterkum lyfjakokteil og svefnlyfjum í 2 vikur. Ég náði utan um aðstæður, ég heyrði í fjölskyldunni og var fluttur í einangrun á lungnadeild. Til öryggis hringdi ég samt í fyrrverandi mág minn til að láta hann vita að það væri eitthvað grunsamlegt í gangi á Borgarspítalanum sem rétt væri að skoða frekar. Eitthvað voru lyfin samt að hræra áfram upp í hausnum á mér á lungnadeildinn líka – því ég hlustaði á Tvíhöfða fyrir svefninn. Í samtali þeirra kom fram að Sigurjón hafði fengið Covid. Ég sofnaði með þá félaga „í eyrunum“ Rumskaði upp um miðja nótt við það að þeir væru að draga mig á lappir af því Ísafjarðarvélin væri að fara eftir klukkutíma og ég og þeir ættum bókað gigg saman í Alþýðuhúsinu á Ísafirði þá um kvöldið. Giggið gekk vel og en baksviðs fann ég þá hvergi….heyri samt kallað „Kristján hvað ertu að gera. Þú mátt alls ekki fara fram á gang, þú ert í einangrun“ Þá rumskaði ég standandi fram á gangi á lungnadeildinni í síðum, hnepptum bol merktur „eign þvottahúss ríkispítalann“ og í síðum hvítum nærbuxnum. Mér var fylgt inn í rum og kvöldið eftir fékk ég svefnlyf og morguninn þar á eftir fékk ég sveskjutertu með rjóma í verðlaun fyrir góða hegðun. „Always look at the bright side of life“ - Góða helgi Kristján Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Nú er uþb ár síðan ég losnaði „úr haldi hryðjuverkamanna“ eftir rúmlega 2ja vikna dvöl. Þetta var skelfilegur tími - en sem betur fer náði ég réttu ráði (að mestu held ég) og langar til að deila með ykkur þessari grátbroslegu upplifun af því að vera með óráð í öndunarvél á gjörgæslu í 16 daga. Í dag er ég þakklátur fyrir lífið og hafa haft betur í baráttunni við veiruna og fá tækifæri til að njóta hamingjunnar með þeim sem mér þykir vænst um: Ég rumskaði og leit í kringum mig. Hvar var ég? Umhverfið var framandi, fullt af einhverjum græjum og „pyntingartækjum“ Herbergið og salirnir voru hráir. Bráðabrigða milliveggir úr timburstoðum klæddir plasti. Alllt mjög hrátt og óaðlaðandi. Fólk sigldi einhvern veginn framhjá mér fram og aftur og samtöl þeirra voru óljós og tuldurskennd. Sumir gengu til mín og ávörpuðu mig en ég náði engan veginn samhenginu í því sem þau sögðu við mig. Ég gat ekki talað, munnurinn og hálsinn voru uppfullir af einhverum leiðslum og drasli. Þar fyrir utan var ég máttlaus og allt að því lamaður um allan líkama, gat hvorki hreyft legg né lið. Mér fannst ég vera James Caan í myndinni Mystery eftir að hjúkrunarfræðingurinn Kathy Bates var búin að mölva á honum báða fótleggi, öxl og ökla. Hjúkrunarfólkið var óvinir mínir. Ég gat mig hvergi hreyft og var fastur í þessu framandi umhverfi. Vissi fólkið mitt hvar ég væri? Hvað var ég búinn að vera hér lengi. Hvaða vandræðum hafði ég lent í? Af hverju hjálpaði þetta fólk mér ekki burt?. Ég hugsaði málið og rýndi í þessar grænklæddu furðuverur sem voru með plastaugnhlífar eins og Helga Möller og Jóhann Helga á kynningarmyndum fyrir Þú og Ég og stórar grænar gasgrímur fyrir andliti, nefi og munni og litu að öðru leyti út eins og froskurinn Kermit. Ég sá nafnið á einum gæslumannanna plasthlífinni „Face Shield“ Skritíð nafn en nafngiftir í dag er alls konar og vissulega mundi ég eftir Brooke Shields – þannig að þetta meikaði eins mikinn sens og eg hafði yfir að ráða þar og þá. Svo kom í ljós að allir hétu þessu nafni Face Shields. Sem sagt allt gert til að rugla mig (eins og ég væri ekki nógu ruglaður fyrir þessa dagana) Þetta voru skrítnar aðstæður. Ég lamaður og lyfjaður í e.k.hrárri dýflissu. Allt í einu sá ég að ég var ég ekki James Caan í Misery lengur – heldur Dustin Hoffman í the Maraþon man og Sir Lawrence Oliver stóð yfir mér og ætlaði vaða uppí munninn á mér með töng. Munnurinn var bara troðfullur fyrir og þetta leit ekki vel út. Ég dottaði og vaknaði aftur og þar stóð fyrir framan mig ein af þessum grænklæddu „geimverum“ sem liðu þarna fram og aftur um herbergið sem ég var í. Hún hallaði sér yfir mig að sagði eitthvað óskiljanlegt – en þar og þá uppgötvaði ég að ég væri í haldi hryðjuverka manna – þeir væru klæddir eins og heilbrigðisstarfsmenn svo ég myndi ekki þekkja þá í sakbendingu eftir að ég losnaði úr haldi. Mér leið ömurlega og var skíthræddur en náði að sofna. Þegar ég vaknaði var ég kominn fyrir framan Louvre safnið í París. Hryðjuverkamennirnir voru núna Keanu Reeves og Lawrence Fishburn klæddir upp eins og karektarnir í Matrix, hoppandi og dansandi kringum mig á Dressman hraða, síðum leðurfrökkum. Mér stóð veruleg ógn af þeim og var einhvern veginn berskjaldaður við hliðina á glerpýramídamum rétt hjá innganginum í Louvre safnið. Ekki góð líðan – en ég leið einhvern veginn útaf sem betur fer. Þegar ég vaknaði aftur var ég kominn á Piccadilly Circus í London– sem reyndar var þarna búið að flytja á Times Square í New York. Keanu Reeves og Lawrence Fishburn voru á bak og burt en „varðhundar“ mínir voru núna e.k. botoxfylltir áhrifavaldar gangandi um léttklæddir (svipað og í myndaflokknum „helgin á Instagram“ í DV á mánudögum, sem ég auðvitað les aldrei). Mér fannst ég eiga meiri séns að stinga af á þessu svæði – meiri mannfjöldi meira bersvæði og Piccadilly styttan gæti gert mér auðveldara að stinga af – en nei það gekk ekki eftir. Kardashian fjölskyldan var útum allt og gekk í veg fyrir mig og þátttakendur í Bachelor og Bachelorrette stoppuðu mig af – og aftur leið ég einhvern veginn útaf, sem betur fer. Aftur vaknaði ég í dýflissunni. Hryðjuverkamennirnr voru áfram á staðnum og mér fannst ég ná betra sambandi við hvað væri í gangi. Ein hjúkkan/hryðjuverkamaðurinn sagði „Kristján minn. Þú ert hér á gjörgæslu, búinn að vera í öndunarvél í 2 vikur Við höfum verið í daglegu sambandi við dætur þínar og þær vita hvar þú ert og vita af ástandi þínu“ Já einmitt – nú er þetta lið að plata mig enn einu sinni. Ég veit alveg að ég hafði verið í París og New York undir eftirlit alþjóðadeildar þessara hryðjuverkamanna – „ekki reyna að plata mig“ Ég hafði þó vit á að segja ekki neitt enda hef ég séð í mörgum bíómyndum að það er óráðlegt að æra óstöðugan hryðjuverkamann. Ég teygði mig í símann og tók stöðu á Íslandsbanka appinu og bjóst við að sjá rándýr útgjöld í París og New York – en sem betur fer voru útjöldin engin og hryðjuverkamennirnir höfðu látið kortið mitt vera síðan ég keypti mér sokka í „happy socks“ á Garðatorgi 2-3 vikum áður. Smátt og smátt fóru hlutirnir að skýrast. Ég áttaði mig á að hryðjuverkamennirnir sem héldu mér þarna töluðu reiprennandi íslensku en það styrkti mig einungis í því að þetta væru stórhættuleg risasamtök og enginn væri sendur til Íslands nema ná tungumálinu og framburðinum Ég náði að draga gardínu frá og horfði út um gluggann austur Fossvoginn. Nú jæja ég var á Íslandi en augljóst að þessi samtök hefðu leigt heila hæð á Borgarspítalanum til að geyma „menn eins og mig“ – Ég vissi reyndar ekki hvað ég hafði gert af mér en það hlaut að vera eitthvað svakalegt. Það kom að því að þeir tóku draslið úr munninum og kokinu en röddin var horfin. Ég fékk smá mátt í höndina og veifaði í hryðjuverkamanninn og sagði (án þess að neitt heyrðist) „Ég vil fara – ég vil ekki vera hérna – enda leið mér hræðilega. Hryðjuverkamaðurinn skildi auðvitað ekkert og spurði „hvað segir þú Kristján minn‘“ (fölsk vingjarnlegheit til að reyna að róa mig) – ´“ vil fara, ég vil ekki vera hérna“ – "já, viltu vatnsglas ég skal sækja það." Þetta fólk laug að mér og þóttist ekki skilja mig. Ég grútmáttlaus og komst hvergi. Ég fékk vatnsglas, saup á og gaf hryðjuverkamanninun „thumbs up“ enda er ráðlegt í svona aðstæðum að sýna ákv. samstarfsvilja. Smám saman varð ég skýrari í kollinum – man þó að eina nóttina mér haldið í hjólhýsi í suðurríkjum BNA og vaktmennirnir voru innfæddir rednecks og hillbillies – en það gaf engan séns á að sleppa. Þar kom að því að ég fattaði að undanfarnir dagar voru ranghugmyndir, martraðir, ofsóknarbrjálæði og e.k. geðrof – enda búinn að vera á rótsterkum lyfjakokteil og svefnlyfjum í 2 vikur. Ég náði utan um aðstæður, ég heyrði í fjölskyldunni og var fluttur í einangrun á lungnadeild. Til öryggis hringdi ég samt í fyrrverandi mág minn til að láta hann vita að það væri eitthvað grunsamlegt í gangi á Borgarspítalanum sem rétt væri að skoða frekar. Eitthvað voru lyfin samt að hræra áfram upp í hausnum á mér á lungnadeildinn líka – því ég hlustaði á Tvíhöfða fyrir svefninn. Í samtali þeirra kom fram að Sigurjón hafði fengið Covid. Ég sofnaði með þá félaga „í eyrunum“ Rumskaði upp um miðja nótt við það að þeir væru að draga mig á lappir af því Ísafjarðarvélin væri að fara eftir klukkutíma og ég og þeir ættum bókað gigg saman í Alþýðuhúsinu á Ísafirði þá um kvöldið. Giggið gekk vel og en baksviðs fann ég þá hvergi….heyri samt kallað „Kristján hvað ertu að gera. Þú mátt alls ekki fara fram á gang, þú ert í einangrun“ Þá rumskaði ég standandi fram á gangi á lungnadeildinni í síðum, hnepptum bol merktur „eign þvottahúss ríkispítalann“ og í síðum hvítum nærbuxnum. Mér var fylgt inn í rum og kvöldið eftir fékk ég svefnlyf og morguninn þar á eftir fékk ég sveskjutertu með rjóma í verðlaun fyrir góða hegðun. „Always look at the bright side of life“ - Góða helgi Kristján Gunnarsson
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun