Framsókn kveikir kertin í svefnherberginu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 17. apríl 2021 12:30 Í liðinni viku hvatti þingmaður Viðreisnar landann til að ferðast í svefnherberginu með það að markmiði að fjölga barnsfæðingum á landinu, en fæðingartíðni íslenskra kvenna hefur aldrei verið lægri. Ég get tekið undir með þingmanninum, við þurfum að viðhalda okkur og gott betur. Það má segja að Framsóknarflokkurinn hafi hvatt íbúa landsins til fjölgunar, enda hafa aðstæður barnafjölskyldna stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili. Undir forystu Framsóknar hefur fæðingarorlof loksins verið aukið í 12 mánuði. Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur og þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. Á sama tíma hefur feðraorlofið verið styrkt verulega og nærri því að jöfnun fæðingarorlofs milli foreldra sé náð. Með nýjum lögum um fæðingar- og foreldrarorlof náðust fram ýmsar nýjar breytingar í átt að jöfnun og réttlæti. Allt gert í þágu nýbakaðra foreldra og velferð barna. Farsæld barna Þá liggur fyrir velferðarnefnd til umfjöllunar frumvarp til laga frá félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Framlagning frumvarpsins er liður í umfangsmiklum breytingum í þágu barna sem hafa verið í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu undir stjórn félags- og barnamálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Hér er um mikilvæga og löngu tímabæra breytingar í samþætting þjónustu í þágu barna og snemmtæka stuðning. Með að stigskiptinga þjónustu allt frá fæðingu og til 18 ára aldurs. Með samræmdri stigskiptingu fæst yfirsýn yfir þjónustukerfi og mynd af því hvernig hægt er að tryggja skilvirka og samfellda þjónustu við hæfi allra barna. Hreiðurgerð Margir kannast við það að þegar hugað er að fjölgun þá er samhliða farið að huga að hreiðurgerð. Það er okkur mikilvægt að búa fjölskyldunni öruggt skjól til að vaxta og dafna. Mikil gróska hefur verið í úrræðum í húsnæðismálum á kjörtímabilinu. Má þar nefna nýlega samþykkt úrræði á fasteignamarkaði, hlutdeildarlán. Það er úrræði sem gerir ungu fólki og tekjulágum kleift að eignast eigið húsnæði. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og hafa farið mjög vel á stað. Eftirspurn eftir þessu úrræði hefur farið fram úr þeim væntingum sem talið var í upphafi, bæði í framboði og eftirspurn á húsnæði. Auk þess hefur verið farið í úrræði til að auka framboð á húsnæði á landsbyggðinni þar sem nýbyggingar hafa verið í lágmarki enda fasteignaverð verið langt undir bygginga kostnaði. Þetta eykur á samkeppnisaðstæður samfélaga út á landi og eykur valfrelsi til búsetu. Daufur er barnlaus bær Þá mætti segja að Framsóknarflokkurinn hafi "kveikt kertin" í svefnherberginu. Við hvetjum ungt fólk kinnroðalaust til barneigna. Stjórnvöld geta ekki búið til börn en þau geta búið svo um að það sé ákjósanlegt að bjóða barn velkomið í heiminn. Góðar stundir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hvatti þingmaður Viðreisnar landann til að ferðast í svefnherberginu með það að markmiði að fjölga barnsfæðingum á landinu, en fæðingartíðni íslenskra kvenna hefur aldrei verið lægri. Ég get tekið undir með þingmanninum, við þurfum að viðhalda okkur og gott betur. Það má segja að Framsóknarflokkurinn hafi hvatt íbúa landsins til fjölgunar, enda hafa aðstæður barnafjölskyldna stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili. Undir forystu Framsóknar hefur fæðingarorlof loksins verið aukið í 12 mánuði. Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur og þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. Á sama tíma hefur feðraorlofið verið styrkt verulega og nærri því að jöfnun fæðingarorlofs milli foreldra sé náð. Með nýjum lögum um fæðingar- og foreldrarorlof náðust fram ýmsar nýjar breytingar í átt að jöfnun og réttlæti. Allt gert í þágu nýbakaðra foreldra og velferð barna. Farsæld barna Þá liggur fyrir velferðarnefnd til umfjöllunar frumvarp til laga frá félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Framlagning frumvarpsins er liður í umfangsmiklum breytingum í þágu barna sem hafa verið í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu undir stjórn félags- og barnamálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Hér er um mikilvæga og löngu tímabæra breytingar í samþætting þjónustu í þágu barna og snemmtæka stuðning. Með að stigskiptinga þjónustu allt frá fæðingu og til 18 ára aldurs. Með samræmdri stigskiptingu fæst yfirsýn yfir þjónustukerfi og mynd af því hvernig hægt er að tryggja skilvirka og samfellda þjónustu við hæfi allra barna. Hreiðurgerð Margir kannast við það að þegar hugað er að fjölgun þá er samhliða farið að huga að hreiðurgerð. Það er okkur mikilvægt að búa fjölskyldunni öruggt skjól til að vaxta og dafna. Mikil gróska hefur verið í úrræðum í húsnæðismálum á kjörtímabilinu. Má þar nefna nýlega samþykkt úrræði á fasteignamarkaði, hlutdeildarlán. Það er úrræði sem gerir ungu fólki og tekjulágum kleift að eignast eigið húsnæði. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og hafa farið mjög vel á stað. Eftirspurn eftir þessu úrræði hefur farið fram úr þeim væntingum sem talið var í upphafi, bæði í framboði og eftirspurn á húsnæði. Auk þess hefur verið farið í úrræði til að auka framboð á húsnæði á landsbyggðinni þar sem nýbyggingar hafa verið í lágmarki enda fasteignaverð verið langt undir bygginga kostnaði. Þetta eykur á samkeppnisaðstæður samfélaga út á landi og eykur valfrelsi til búsetu. Daufur er barnlaus bær Þá mætti segja að Framsóknarflokkurinn hafi "kveikt kertin" í svefnherberginu. Við hvetjum ungt fólk kinnroðalaust til barneigna. Stjórnvöld geta ekki búið til börn en þau geta búið svo um að það sé ákjósanlegt að bjóða barn velkomið í heiminn. Góðar stundir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun