Framsókn kveikir kertin í svefnherberginu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 17. apríl 2021 12:30 Í liðinni viku hvatti þingmaður Viðreisnar landann til að ferðast í svefnherberginu með það að markmiði að fjölga barnsfæðingum á landinu, en fæðingartíðni íslenskra kvenna hefur aldrei verið lægri. Ég get tekið undir með þingmanninum, við þurfum að viðhalda okkur og gott betur. Það má segja að Framsóknarflokkurinn hafi hvatt íbúa landsins til fjölgunar, enda hafa aðstæður barnafjölskyldna stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili. Undir forystu Framsóknar hefur fæðingarorlof loksins verið aukið í 12 mánuði. Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur og þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. Á sama tíma hefur feðraorlofið verið styrkt verulega og nærri því að jöfnun fæðingarorlofs milli foreldra sé náð. Með nýjum lögum um fæðingar- og foreldrarorlof náðust fram ýmsar nýjar breytingar í átt að jöfnun og réttlæti. Allt gert í þágu nýbakaðra foreldra og velferð barna. Farsæld barna Þá liggur fyrir velferðarnefnd til umfjöllunar frumvarp til laga frá félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Framlagning frumvarpsins er liður í umfangsmiklum breytingum í þágu barna sem hafa verið í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu undir stjórn félags- og barnamálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Hér er um mikilvæga og löngu tímabæra breytingar í samþætting þjónustu í þágu barna og snemmtæka stuðning. Með að stigskiptinga þjónustu allt frá fæðingu og til 18 ára aldurs. Með samræmdri stigskiptingu fæst yfirsýn yfir þjónustukerfi og mynd af því hvernig hægt er að tryggja skilvirka og samfellda þjónustu við hæfi allra barna. Hreiðurgerð Margir kannast við það að þegar hugað er að fjölgun þá er samhliða farið að huga að hreiðurgerð. Það er okkur mikilvægt að búa fjölskyldunni öruggt skjól til að vaxta og dafna. Mikil gróska hefur verið í úrræðum í húsnæðismálum á kjörtímabilinu. Má þar nefna nýlega samþykkt úrræði á fasteignamarkaði, hlutdeildarlán. Það er úrræði sem gerir ungu fólki og tekjulágum kleift að eignast eigið húsnæði. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og hafa farið mjög vel á stað. Eftirspurn eftir þessu úrræði hefur farið fram úr þeim væntingum sem talið var í upphafi, bæði í framboði og eftirspurn á húsnæði. Auk þess hefur verið farið í úrræði til að auka framboð á húsnæði á landsbyggðinni þar sem nýbyggingar hafa verið í lágmarki enda fasteignaverð verið langt undir bygginga kostnaði. Þetta eykur á samkeppnisaðstæður samfélaga út á landi og eykur valfrelsi til búsetu. Daufur er barnlaus bær Þá mætti segja að Framsóknarflokkurinn hafi "kveikt kertin" í svefnherberginu. Við hvetjum ungt fólk kinnroðalaust til barneigna. Stjórnvöld geta ekki búið til börn en þau geta búið svo um að það sé ákjósanlegt að bjóða barn velkomið í heiminn. Góðar stundir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hvatti þingmaður Viðreisnar landann til að ferðast í svefnherberginu með það að markmiði að fjölga barnsfæðingum á landinu, en fæðingartíðni íslenskra kvenna hefur aldrei verið lægri. Ég get tekið undir með þingmanninum, við þurfum að viðhalda okkur og gott betur. Það má segja að Framsóknarflokkurinn hafi hvatt íbúa landsins til fjölgunar, enda hafa aðstæður barnafjölskyldna stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili. Undir forystu Framsóknar hefur fæðingarorlof loksins verið aukið í 12 mánuði. Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur og þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. Á sama tíma hefur feðraorlofið verið styrkt verulega og nærri því að jöfnun fæðingarorlofs milli foreldra sé náð. Með nýjum lögum um fæðingar- og foreldrarorlof náðust fram ýmsar nýjar breytingar í átt að jöfnun og réttlæti. Allt gert í þágu nýbakaðra foreldra og velferð barna. Farsæld barna Þá liggur fyrir velferðarnefnd til umfjöllunar frumvarp til laga frá félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Framlagning frumvarpsins er liður í umfangsmiklum breytingum í þágu barna sem hafa verið í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu undir stjórn félags- og barnamálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Hér er um mikilvæga og löngu tímabæra breytingar í samþætting þjónustu í þágu barna og snemmtæka stuðning. Með að stigskiptinga þjónustu allt frá fæðingu og til 18 ára aldurs. Með samræmdri stigskiptingu fæst yfirsýn yfir þjónustukerfi og mynd af því hvernig hægt er að tryggja skilvirka og samfellda þjónustu við hæfi allra barna. Hreiðurgerð Margir kannast við það að þegar hugað er að fjölgun þá er samhliða farið að huga að hreiðurgerð. Það er okkur mikilvægt að búa fjölskyldunni öruggt skjól til að vaxta og dafna. Mikil gróska hefur verið í úrræðum í húsnæðismálum á kjörtímabilinu. Má þar nefna nýlega samþykkt úrræði á fasteignamarkaði, hlutdeildarlán. Það er úrræði sem gerir ungu fólki og tekjulágum kleift að eignast eigið húsnæði. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og hafa farið mjög vel á stað. Eftirspurn eftir þessu úrræði hefur farið fram úr þeim væntingum sem talið var í upphafi, bæði í framboði og eftirspurn á húsnæði. Auk þess hefur verið farið í úrræði til að auka framboð á húsnæði á landsbyggðinni þar sem nýbyggingar hafa verið í lágmarki enda fasteignaverð verið langt undir bygginga kostnaði. Þetta eykur á samkeppnisaðstæður samfélaga út á landi og eykur valfrelsi til búsetu. Daufur er barnlaus bær Þá mætti segja að Framsóknarflokkurinn hafi "kveikt kertin" í svefnherberginu. Við hvetjum ungt fólk kinnroðalaust til barneigna. Stjórnvöld geta ekki búið til börn en þau geta búið svo um að það sé ákjósanlegt að bjóða barn velkomið í heiminn. Góðar stundir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar