Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2021 14:00 Sigríður Á. Andersen er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vilhelm Gunnarsson Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja sæta furðu þó þær komi ekki á óvart. Íslenskur lögmaður var í fyrradag beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Þekkt aðferðarfræði „Hún kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en sætir samt auðvitað furðu. Þessar aðgerðir Kínverja eru þekktar, þessi aðferðarfræði hefur verið þekkt um árabil að taka einstaklinga, stofnanir eða lögaðila fyrir og beita þeim svona refsiaðgerðum í kjölfar athugasemda sem að lýðræðisríki hafa gert við mannréttindamál í Kína,“ sagði Sigríður. Hún segir mál íslenska lögmannsins þó sæta sérstakri furðu. „Ég þekki ekki til þess að einstaklingur sem ekki er tengdur stjórnmálum eða stjórnkerfinu hafi verið tekið fyrir með þessum hætti.“ Sigríður segir yfirlýsingu Kínverja í samræmi við viðbrögð þeirra gegn löndum sem mótmæla framferði Kínverskra stjórnvalda í Xinjiang héraði. „Sambærilegar yfirlýsingar hafa ábyggilega verið sendar gagnvart þingmönnum á Evrópska þinginu og frjálsum félagasamtökum í Evrópu þannig að ég held að þetta sé bara í þeim stíl.“ Utanríkismálanefnd Alþingis mun fá utanríkisráðherra og ráðuneytisfólk á sinn fund til að fara yfir stöðuna á næstunni og mun nefndin ræða þessi mál Kínverja í víðu samhengi. „Sem eru auðvitað bara kannski í samræmi við þetta fullkomna skilningsleysi Kínverja á réttarríkinu almennt og öllum þeim grundvallarréttindum sem undir réttarríkið falla svo sem eins og málfrelsi og almenn mannréttindi,“ sagði Sigríður. Kína Utanríkismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja sæta furðu þó þær komi ekki á óvart. Íslenskur lögmaður var í fyrradag beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Þekkt aðferðarfræði „Hún kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en sætir samt auðvitað furðu. Þessar aðgerðir Kínverja eru þekktar, þessi aðferðarfræði hefur verið þekkt um árabil að taka einstaklinga, stofnanir eða lögaðila fyrir og beita þeim svona refsiaðgerðum í kjölfar athugasemda sem að lýðræðisríki hafa gert við mannréttindamál í Kína,“ sagði Sigríður. Hún segir mál íslenska lögmannsins þó sæta sérstakri furðu. „Ég þekki ekki til þess að einstaklingur sem ekki er tengdur stjórnmálum eða stjórnkerfinu hafi verið tekið fyrir með þessum hætti.“ Sigríður segir yfirlýsingu Kínverja í samræmi við viðbrögð þeirra gegn löndum sem mótmæla framferði Kínverskra stjórnvalda í Xinjiang héraði. „Sambærilegar yfirlýsingar hafa ábyggilega verið sendar gagnvart þingmönnum á Evrópska þinginu og frjálsum félagasamtökum í Evrópu þannig að ég held að þetta sé bara í þeim stíl.“ Utanríkismálanefnd Alþingis mun fá utanríkisráðherra og ráðuneytisfólk á sinn fund til að fara yfir stöðuna á næstunni og mun nefndin ræða þessi mál Kínverja í víðu samhengi. „Sem eru auðvitað bara kannski í samræmi við þetta fullkomna skilningsleysi Kínverja á réttarríkinu almennt og öllum þeim grundvallarréttindum sem undir réttarríkið falla svo sem eins og málfrelsi og almenn mannréttindi,“ sagði Sigríður.
Kína Utanríkismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira