Tugir þurfa í sóttkví vegna smitanna í gær Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. apríl 2021 13:29 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm Tugir þurfa að fara í sóttkví í tengslum við þau tvö smit covid-19 sem greindust innanlands í gær. Víðir Reynisson minnir á mikilvægi þess að fólk fari í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum og hvetur atvinnurekendur til að vera duglega til að miðla upplýsingum til erlends starfsfólks um hve auðvelt sé að komast að í sýnatöku. Smitrakning stendur yfir vegna þeirra tveggja sem greindust með covid-19 í gær og voru utan sóttkvíar. „Undanfarið höfum við yfirleitt endað á að finna einhverjar tengingar á milli þessara smita sem eru að koma utan sóttkvíar við fyrri smit. Við sjáum hvað gerist í dag,“ segir Víðir í samtali við Vísi. „Það tekur alltaf einhverja klukkutíma að ná alveg utan um þetta.“ „Með svona vinnu þá fáum við tengingar og getum fundið út og þó það séu oft bara mjög litlir snertifletir eða mjög lítil tenging sem fólk hefur kannski ekki áttað sig á þegar það er verið að fara í gegnum smitrakninguna,“ segir Víðir. Hann kveðst ekki hafa neinar nánari upplýsingar varðandi smit sem upp kom á leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Smit utan sóttkvíar áhyggjuefni Þrátt fyrir að heldur fá smit hafi verið að greinast innanlands undanfarna daga segir Víðir áhyggjuefni hve mörg þeirra hafa þó greinst meðal einstaklinga sem ekki voru í sóttkví. „Þetta eru orðin fimm smit núna á stuttum tíma sem eru utan sóttkvíar og það er, eins og við höfum alltaf talað um, áhyggjuefni en smitum auðvitað í heildina er að fara fækkandi og þetta er að ganga ágætlega hjá okkur. Það sem skiptir mestu máli núna er að við hugum vel að okkar persónubundnu sóttvörnum,“ segir Víðir. „Við skulum bara vera undir það búin að það séu að detta inn eitt og tvö smit og það verða einhver smit utan sóttkvíar og það sem við getum öll gert í því er bara að huga að okkar málum, reynt að halda áfram að koma lífinu okkar í eðlilegt horf á sama tíma og við erum að vinna með þessa einföldu hluti sem við erum alltaf að tala um,“ segir Víðir. Vill bera út boðskapinn um mikilvægi sýnatöku Hann ítrekar mikilvægi þess að fólk sé duglegt að fara í sýnatöku, jafnvel við minnstu einkenni. Víðir segir mikilvægt að bera út þau skilaboð og að fólk veigri sér ekki við að fara í skimun. „Við erum að sjá erlenda starfsmenn sem að kannski hafa ekki alveg skilið þetta og vita ekki alveg hvernig eigi að snúa sér í þessu, þannig að fyrirtæki séu mjög dugleg við það að hjálpa sínum starfsmönnum að komast í sýnatöku ef að þau eru með einhver einkenni,“ segir Víðir. Hann segir nokkuð um það að fólk sem er að koma erlendis frá til að vinna, jafnvel í stuttan tíma, sé ekki meðvitað um hvað það sé auðvelt að komast í sýnatöku hér á landi. „Í mjög mörgum löndum tekur þetta marga daga og er bara heilmikið ferli að fá að komast í sýnatöku en hjá okkur hefur þetta alltaf verið mjög einfalt og auðvelt að komast í sýnatöku. Það er mikilvægt að atvinnurekendur og aðrir þeir sem eru að vinna með þeim sem koma að utan að þeir hjálpi þeim að bóka tíma í sýnatöku,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Smitrakning stendur yfir vegna þeirra tveggja sem greindust með covid-19 í gær og voru utan sóttkvíar. „Undanfarið höfum við yfirleitt endað á að finna einhverjar tengingar á milli þessara smita sem eru að koma utan sóttkvíar við fyrri smit. Við sjáum hvað gerist í dag,“ segir Víðir í samtali við Vísi. „Það tekur alltaf einhverja klukkutíma að ná alveg utan um þetta.“ „Með svona vinnu þá fáum við tengingar og getum fundið út og þó það séu oft bara mjög litlir snertifletir eða mjög lítil tenging sem fólk hefur kannski ekki áttað sig á þegar það er verið að fara í gegnum smitrakninguna,“ segir Víðir. Hann kveðst ekki hafa neinar nánari upplýsingar varðandi smit sem upp kom á leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Smit utan sóttkvíar áhyggjuefni Þrátt fyrir að heldur fá smit hafi verið að greinast innanlands undanfarna daga segir Víðir áhyggjuefni hve mörg þeirra hafa þó greinst meðal einstaklinga sem ekki voru í sóttkví. „Þetta eru orðin fimm smit núna á stuttum tíma sem eru utan sóttkvíar og það er, eins og við höfum alltaf talað um, áhyggjuefni en smitum auðvitað í heildina er að fara fækkandi og þetta er að ganga ágætlega hjá okkur. Það sem skiptir mestu máli núna er að við hugum vel að okkar persónubundnu sóttvörnum,“ segir Víðir. „Við skulum bara vera undir það búin að það séu að detta inn eitt og tvö smit og það verða einhver smit utan sóttkvíar og það sem við getum öll gert í því er bara að huga að okkar málum, reynt að halda áfram að koma lífinu okkar í eðlilegt horf á sama tíma og við erum að vinna með þessa einföldu hluti sem við erum alltaf að tala um,“ segir Víðir. Vill bera út boðskapinn um mikilvægi sýnatöku Hann ítrekar mikilvægi þess að fólk sé duglegt að fara í sýnatöku, jafnvel við minnstu einkenni. Víðir segir mikilvægt að bera út þau skilaboð og að fólk veigri sér ekki við að fara í skimun. „Við erum að sjá erlenda starfsmenn sem að kannski hafa ekki alveg skilið þetta og vita ekki alveg hvernig eigi að snúa sér í þessu, þannig að fyrirtæki séu mjög dugleg við það að hjálpa sínum starfsmönnum að komast í sýnatöku ef að þau eru með einhver einkenni,“ segir Víðir. Hann segir nokkuð um það að fólk sem er að koma erlendis frá til að vinna, jafnvel í stuttan tíma, sé ekki meðvitað um hvað það sé auðvelt að komast í sýnatöku hér á landi. „Í mjög mörgum löndum tekur þetta marga daga og er bara heilmikið ferli að fá að komast í sýnatöku en hjá okkur hefur þetta alltaf verið mjög einfalt og auðvelt að komast í sýnatöku. Það er mikilvægt að atvinnurekendur og aðrir þeir sem eru að vinna með þeim sem koma að utan að þeir hjálpi þeim að bóka tíma í sýnatöku,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira