Páll Óskar vekur á sama tíma athygli á því að slík dreifing mynda í óleyfi stangist á við lög um kynferðislega friðhelgi.
„Já, gott fólk. Svona lít ég út. Fávitinn, sem ég sendi þessar myndir í trúnaði á Grindr og er nú að dreifa þeim út um allt - til að fá mig til að skammast mín fyrir að hafa líkama og lifa kynlífi - er rúmlega 30 árum of seinn! Njótið vel,“ skrifar Palli á Facebook nú fyrir stundu.
„Þar að auki varðar ósamþykkt dreifing á persónulegum myndum við lög, sem voru samþykkt á Alþingi nú 17. Feb 2021,“ bætir hann við.
Lögin sem Páll Óskar vísar til voru samþykkt á Alþingi í febrúar en þeim er ætlað að taka á stafrænu kynferðisofbeldi. Sá sem dreifir í heimildarleysi kynferðislegri mynd, eða mynd sem felur í sér nekt, getur nú átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi samkvæmt lögunum.