Mbl greindi fyrst frá árekstrinum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru þrír sjúkrabílar sendir á vettvang, auk dælubíls. Þá var lið frá Kjalarnesi einnig sent á staðinn.
Þegar komið var á slysstað reyndust allir sem áttu hlut að máli, alls fimm manns, uppistandandi og með meðvitund en voru fluttir á slysadeild í Reykjavík til skoðunar.
Báðir bílarnir reyndust óökufærir, enda aftanákeyrslan hörð að sögn slökkviliðs, og þeir dregnir af vettvangi. Ekki er vitað um aðdraganda árekstursins.