Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun verði ákveðin vestlæg átt og útlit fyrir sólríkan dag á Suðausturlandi, en dálítil él á norðausturhorninu.
Síðan sé búist við sunnanátt með smá vætu og hægt hlýnandi veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Vestlæg átt 3-10 m/s. Víða léttskýjað á S- og A-landi, en dálítil él N-lands. Hiti um frostmark fyrir norðan, en upp í 7 stig syðra.
Á miðvikudag: Suðvestan 3-8, skýjað og lítilsháttar væta, en þurrt SA-til á landinu. Hiti 2 til 7 stig.
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) og föstudag: Suðlæg átt og dálítil rigning með köflum, heldur hlýnandi.
Á laugardag og sunnudag: Suðlæg átt og milt veður. Léttskýjað eystra, annars skýjað en úrkomulítið.