Gulrótarkakan úr Blindum bakstri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. apríl 2021 09:31 Keppendur bökuðu gulrótarköku í Blindum bakstri á Stöð 2 á laugardag. Blindur bakstur Sverrir Bergmann og Elísabet Ormslev kepptu í Blindum bakstri um helgina. Söngvararnir fylgdu Evu Laufey í blindni í baksturskeppninni og bökuðu þau gulrótarköku. Uppskrift þáttarins má finna hér fyrir neðan. Gulrótarkaka 3 form x 20 cm Botnar: 4 egg 5 dl púðursykur 5 dl rifnar gulrætur 3 dl kurlaður ananas (úr dós) 5 dl hveiti 2 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 1 tsk vanilludropar 1 tsk kanill 3,25 dl bragðdauf matarolía Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið sykur og egg þar til blandan er orðin ljósbrún. Rífið niður gulrætur (mér finnst gott að gera það í matvinnsluvél) og setjið þær út í deigið ásamt og kurluðum ananas. Gott að geyma vökvann úr ananas dósinni. Bætið þurrefnum, vanillu og olíu saman við og þeytið þar til deigið hefur blandast vel saman. Það er alltaf gott að stoppa einu sinni til tvisvar, skafa meðfram hliðum og halda áfram að þeyta. Smyrjið tvö eða þrjú jafn stór hringlaga form og skiptið deiginu jafnt í formin (gott að nota vigt til þess að hafa þau nákvæmlega jafn stór). Bakið botnana við 180°C í 30 – 35 mínútur. Stingið kökuprjóni í kökuna eftir um það bil 25 mínútur, ef kakan er enn blaut þá þarf hún aðeins lengri tíma. Kælið botnana mjög vel áður en þið setjið á þá krem, best er að skreyta kökuna þegar botnarnir eru kaldir. Eva Laufey var fyrst að afhjúpa sína köku í Blindum bakstri um helgina.Blindur bakstur Rjómaostakrem 300 g smjör, við stofuhita 400 g hreinn rjómaostur, við stofuhita 500 g flórsykur 100 g hvítt súkkulaði 2 tsk vanilludropar Ofan á: Saltkaramellusósa 100 g ristaðar pekanhnetur Aðferð: Þeytið smjör og rjómaost saman þar til blandan verður létt. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og leggið til hliðar. Bætið flórsykri og vanillu út í kremið og þeytið áfram. Hellið hvíta súkkulaðinu saman við og þeytið þar til kremið er silkimjúkt. Það gildir það sama með krem og deig, gott að stoppa einu sinni til tvisvar og skafa meðfram hliðum. Kremið er mjög mjúkt og stundum er ágætt að kæla það í 2 – 3 mínútur áður en þið skreytið kökubotnana, en þið smyrjið kreminu á milli botnana og þekjið svo kökuna með kreminu. Því næst kælið þið kökuna þar til kremið er alveg stíft og þá fer ljúffeng söltuð karamellusósa yfir ásamt ristuðum pekanhnetum. Söltuð karamellusósa: 3 dl sykur 4 msk smjör 1 – 2 dl rjómi Sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Þegar sykurinn er allur bráðinn bætið þá smjörinu saman við og hrærið vel, hellið því næst rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er silkimjúk. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Uppskriftir Eva Laufey Blindur bakstur Kökur og tertur Tengdar fréttir Oreo bomban úr Blindum bakstri Þeir Jógvan og Friðrik Ómar mættu í baksturskeppninni Blindur bakstur á Stöð 2 um helgina. 12. apríl 2021 16:30 Ráðherrakökurnar úr Blindum bakstri Í þættinum Blindur bakstur um helgina kepptu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bakaðar voru bollakökur með kremi og skrauti. 29. mars 2021 10:30 Afmæliskakan í Blindum bakstri Í baksturskeppninni Blindur bakstur um helgina hjálpaði Eva Laufey keppendum að baka afmælisköku með silkimjúku smjörkremi. 24. mars 2021 20:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið
Uppskrift þáttarins má finna hér fyrir neðan. Gulrótarkaka 3 form x 20 cm Botnar: 4 egg 5 dl púðursykur 5 dl rifnar gulrætur 3 dl kurlaður ananas (úr dós) 5 dl hveiti 2 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 1 tsk vanilludropar 1 tsk kanill 3,25 dl bragðdauf matarolía Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið sykur og egg þar til blandan er orðin ljósbrún. Rífið niður gulrætur (mér finnst gott að gera það í matvinnsluvél) og setjið þær út í deigið ásamt og kurluðum ananas. Gott að geyma vökvann úr ananas dósinni. Bætið þurrefnum, vanillu og olíu saman við og þeytið þar til deigið hefur blandast vel saman. Það er alltaf gott að stoppa einu sinni til tvisvar, skafa meðfram hliðum og halda áfram að þeyta. Smyrjið tvö eða þrjú jafn stór hringlaga form og skiptið deiginu jafnt í formin (gott að nota vigt til þess að hafa þau nákvæmlega jafn stór). Bakið botnana við 180°C í 30 – 35 mínútur. Stingið kökuprjóni í kökuna eftir um það bil 25 mínútur, ef kakan er enn blaut þá þarf hún aðeins lengri tíma. Kælið botnana mjög vel áður en þið setjið á þá krem, best er að skreyta kökuna þegar botnarnir eru kaldir. Eva Laufey var fyrst að afhjúpa sína köku í Blindum bakstri um helgina.Blindur bakstur Rjómaostakrem 300 g smjör, við stofuhita 400 g hreinn rjómaostur, við stofuhita 500 g flórsykur 100 g hvítt súkkulaði 2 tsk vanilludropar Ofan á: Saltkaramellusósa 100 g ristaðar pekanhnetur Aðferð: Þeytið smjör og rjómaost saman þar til blandan verður létt. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og leggið til hliðar. Bætið flórsykri og vanillu út í kremið og þeytið áfram. Hellið hvíta súkkulaðinu saman við og þeytið þar til kremið er silkimjúkt. Það gildir það sama með krem og deig, gott að stoppa einu sinni til tvisvar og skafa meðfram hliðum. Kremið er mjög mjúkt og stundum er ágætt að kæla það í 2 – 3 mínútur áður en þið skreytið kökubotnana, en þið smyrjið kreminu á milli botnana og þekjið svo kökuna með kreminu. Því næst kælið þið kökuna þar til kremið er alveg stíft og þá fer ljúffeng söltuð karamellusósa yfir ásamt ristuðum pekanhnetum. Söltuð karamellusósa: 3 dl sykur 4 msk smjör 1 – 2 dl rjómi Sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Þegar sykurinn er allur bráðinn bætið þá smjörinu saman við og hrærið vel, hellið því næst rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er silkimjúk. Í lokin bætið þið saltinu saman við.
Uppskriftir Eva Laufey Blindur bakstur Kökur og tertur Tengdar fréttir Oreo bomban úr Blindum bakstri Þeir Jógvan og Friðrik Ómar mættu í baksturskeppninni Blindur bakstur á Stöð 2 um helgina. 12. apríl 2021 16:30 Ráðherrakökurnar úr Blindum bakstri Í þættinum Blindur bakstur um helgina kepptu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bakaðar voru bollakökur með kremi og skrauti. 29. mars 2021 10:30 Afmæliskakan í Blindum bakstri Í baksturskeppninni Blindur bakstur um helgina hjálpaði Eva Laufey keppendum að baka afmælisköku með silkimjúku smjörkremi. 24. mars 2021 20:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið
Oreo bomban úr Blindum bakstri Þeir Jógvan og Friðrik Ómar mættu í baksturskeppninni Blindur bakstur á Stöð 2 um helgina. 12. apríl 2021 16:30
Ráðherrakökurnar úr Blindum bakstri Í þættinum Blindur bakstur um helgina kepptu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bakaðar voru bollakökur með kremi og skrauti. 29. mars 2021 10:30
Afmæliskakan í Blindum bakstri Í baksturskeppninni Blindur bakstur um helgina hjálpaði Eva Laufey keppendum að baka afmælisköku með silkimjúku smjörkremi. 24. mars 2021 20:00