Innlent

Bein útsending: Varið land - hvað höfum við lært um Covid-19?

Atli Ísleifsson skrifar
Kári Stefánsson stýrir fundinum og dregur saman í lokin hvaða lærdóm er hægt að draga af þessum rannsóknum í viðureigninni við fjórðu bylgjuna á Íslandi.
Kári Stefánsson stýrir fundinum og dregur saman í lokin hvaða lærdóm er hægt að draga af þessum rannsóknum í viðureigninni við fjórðu bylgjuna á Íslandi. Vísir/Vilhelm/ÍE

„Varið land - hvað höfum við lært um Covid-19?“ er yfirskrift fræðslufundar Íslenskrar erfðagreiningar sem fram fer í dag. Fundurinn hefst klukkan 14 og verður hægt að fylgjast með honum í spilara að neðan.

Á fundinum mun Hilma Hólm hjartalæknir og Erna Ívarsdóttir tölfræðingur kynna helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sinnar á langtimaáhrifum Covid-19 en fólki sem veiktist var boðið að taka þátt.

„Daníel Fannar Guðbjartsson stærðfræðingur og Þórunn Á. Ólafsdóttir ónæmisfræðingur kynna rannsókn sína á frumubundnu ónæmi.

Páll Melsted prófessor í tölvunarfræði, Kristján Eldjárn Hjörleifsson doktorsnemi og Sölvi Rögnvaldsson stærðfræðingur fjalla um hvernig raðgreiningar á veirunni nýtast í baráttunni við COVID-19 og kynna til sögunnar nýtt líkan af þriðju bylgju faraldursins.

Með því að styðjast við líkanið má reikna út smitstuðul einstakra hópa og aldursflokka og bera saman smitstuðul innan og utan sóttkvíar.

Kári Stefánsson stýrir fundinum og dregur saman í lokin hvaða lærdóm er hægt að draga af þessum rannsóknum í viðureigninni við fjórðu bylgjuna á Íslandi.

Sérstakir gestir á fundinum verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×