Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 11:22 Þórólfur sagði ekkert barn alvarlega veikt eins og sakir stæðu. Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á aukaupplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að ráðist yrði í skimanirnar í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu; viðræður vegna þessa væru hafnar. Hann sagði niðurstöðurnar myndu verða afar hjálplegar við að útfæra aðgerðir. Sóttvarnalæknir sagði 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit í fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fjórtán nemendur Jörfa og sextán starfsmenn hafa greinst með Covid-19 auk sex sem hafa fjölskyldutengsl við aðra á leikskólanum. Þórólfur sagði báðar hópsýkingarnar mega rekja til landamærasmita og þess að óvarlega hefði verið farið í sóttkví. Í báðum tilvikum væri um að ræða undirtegundir breska afbrigðis SARS-CoV-2. Þórólfur sagði marga hafa farið í sýnatöku í gær vegna leikskólasmitsins og þá ætti hann von á því að margir færu í dag. Hann sagði hópsmitið til marks um það hvernig einn einstaklingur gæti komið af stað hópsýkingu og jafnvel nýrri bylgju. Hann sagðist þó ekki vilja grípa til þess strax að herða aðgerðir en ítrekaði sérstaklega að þeir sem hefðu legið veikir heima ættu ekki að mæta til vinnu án þess að fara fyrst í skimun. Annað gæti stuðlað að mikilli útbreiðslu veirunnar. Sóttvarnalæknir sagði hópsýkingarnar enn fremur sýna mikilvægi þess að tryggja landamærin sem best en minnti á að umrædd smit hefðu komið upp fyrir tveimur til þremur vikum. Þannig værum við alltaf eftirá. Gripið yrði til harðari aðgerða ef smit færu að greinast víðar í samfélaginu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á aukaupplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að ráðist yrði í skimanirnar í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu; viðræður vegna þessa væru hafnar. Hann sagði niðurstöðurnar myndu verða afar hjálplegar við að útfæra aðgerðir. Sóttvarnalæknir sagði 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit í fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fjórtán nemendur Jörfa og sextán starfsmenn hafa greinst með Covid-19 auk sex sem hafa fjölskyldutengsl við aðra á leikskólanum. Þórólfur sagði báðar hópsýkingarnar mega rekja til landamærasmita og þess að óvarlega hefði verið farið í sóttkví. Í báðum tilvikum væri um að ræða undirtegundir breska afbrigðis SARS-CoV-2. Þórólfur sagði marga hafa farið í sýnatöku í gær vegna leikskólasmitsins og þá ætti hann von á því að margir færu í dag. Hann sagði hópsmitið til marks um það hvernig einn einstaklingur gæti komið af stað hópsýkingu og jafnvel nýrri bylgju. Hann sagðist þó ekki vilja grípa til þess strax að herða aðgerðir en ítrekaði sérstaklega að þeir sem hefðu legið veikir heima ættu ekki að mæta til vinnu án þess að fara fyrst í skimun. Annað gæti stuðlað að mikilli útbreiðslu veirunnar. Sóttvarnalæknir sagði hópsýkingarnar enn fremur sýna mikilvægi þess að tryggja landamærin sem best en minnti á að umrædd smit hefðu komið upp fyrir tveimur til þremur vikum. Þannig værum við alltaf eftirá. Gripið yrði til harðari aðgerða ef smit færu að greinast víðar í samfélaginu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira