Sjaldan tekið jafn mikið af sýnum og í dag Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 16:41 Fjölmargir biðu þolinmóðir eftir því að komast í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag og reyndu margir að nýta tímann vel. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund sýni voru tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og myndaðist á tímabili löng röð fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut sem teygði sig upp í Ármúla. „Það er búið að vera mikið fjör í dag. Þetta er svona með okkar stærri dögum en samt gengið þó nokkuð vel. Það myndaðist löng röð en hún gekk hratt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir allt útlit fyrir að tekist hafi vinna niður kúfinn sem byrjaði að safnast upp í gær þegar mikill fjöldi fólks skráði sig í sýnatöku. Röðin gekk hratt fyrir sig og tókst vel að taka á móti fjöldanum. Vísir/Vilhelm Að sögn Ragnheiðar bókaðist mjög hratt á daginn í dag en bókanir fyrir sýnatöku á morgun hafi farið rólegar af stað. Óvenjumikill fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst seinustu daga sem tengjast flest þeirra tveimur hópsmitum. Það kom heilsugæslunni því ekki á óvart að fólk myndi nú flykkjast í sýnatöku. 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið á leið í sýnatöku lét grímuna ekki vanta. Vísir/Vilhelm Klukkan 15:30, um hálftíma fyrir lokun á Suðurlandsbrautinni, átti eftir að taka einhver hundruð sýni og var Ragnheiður bjartsýn á það myndi takast að klára þann hóp í dag. Í kjölfar hópsmitsins sem kom upp á leikskólanum Jörfa var fólki gert kleift að merkja við leikskólann þegar það skráir sig í sýnatöku á Heilsuveru. Ragnheiður segist ekki hafa upplýsingar um það hversu hátt hlutfall þeirra sem komu á Suðurlandsbrautina í dag merktu við valmöguleikann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að til stæði að ráðast í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu. Þá verði sömuleiðis farið í handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upphaflegri frétt sagði að búið væri að taka um fjögur þúsund sýni í dag. Hið rétta er að þau eru um þrjú þúsund. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Það er búið að vera mikið fjör í dag. Þetta er svona með okkar stærri dögum en samt gengið þó nokkuð vel. Það myndaðist löng röð en hún gekk hratt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir allt útlit fyrir að tekist hafi vinna niður kúfinn sem byrjaði að safnast upp í gær þegar mikill fjöldi fólks skráði sig í sýnatöku. Röðin gekk hratt fyrir sig og tókst vel að taka á móti fjöldanum. Vísir/Vilhelm Að sögn Ragnheiðar bókaðist mjög hratt á daginn í dag en bókanir fyrir sýnatöku á morgun hafi farið rólegar af stað. Óvenjumikill fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst seinustu daga sem tengjast flest þeirra tveimur hópsmitum. Það kom heilsugæslunni því ekki á óvart að fólk myndi nú flykkjast í sýnatöku. 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið á leið í sýnatöku lét grímuna ekki vanta. Vísir/Vilhelm Klukkan 15:30, um hálftíma fyrir lokun á Suðurlandsbrautinni, átti eftir að taka einhver hundruð sýni og var Ragnheiður bjartsýn á það myndi takast að klára þann hóp í dag. Í kjölfar hópsmitsins sem kom upp á leikskólanum Jörfa var fólki gert kleift að merkja við leikskólann þegar það skráir sig í sýnatöku á Heilsuveru. Ragnheiður segist ekki hafa upplýsingar um það hversu hátt hlutfall þeirra sem komu á Suðurlandsbrautina í dag merktu við valmöguleikann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að til stæði að ráðast í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu. Þá verði sömuleiðis farið í handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upphaflegri frétt sagði að búið væri að taka um fjögur þúsund sýni í dag. Hið rétta er að þau eru um þrjú þúsund. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira