A Teacher: Ólögmætur losti kennara og nema Heiðar Sumarliðason skrifar 22. apríl 2021 11:12 Kate Mara og Nick Robinson leika aðalhlutverkin í A Teacher. Stöð 2 hefur nú tekið til sýningar sjónvarpsþáttaröðina A Teacher, sem fjallar um ástarsamband framhaldsskólakennarans Claire og sautján ára nema hennar Eric. Slíkt er að sjálfsögðu ekki aðeins „frowned upon“ eins og Ross Geller úr Friends taldi, heldur hreinlega ólöglegt, og ólíkt Ross yrði Claire ekki aðeins rekin, hún myndi lenda í fangelsi. A Teacher byggir á samnefndri kvikmynd Hannah Fidell frá árinu 2013, en það er Fidell sem einnig heldur um stjórnartaumana hér. Hún skrifar þættina og leikstýrir sex af þáttunum tíu. A Teacher eru frábrugðnir hefðbundnum dramaþáttum á þann máta að hver þáttur er rúmlega tuttugu mínútur, en oftast eru þeir um fimmtíu. Þetta er einstaklega hentugt þegar kemur að því að halda áhorfendum streymisveita við efnið, því það er styttra milli hengifluga (cliffhangers). Því er auðveldara að fá áhorfandann til að horfa á næsta þátt, sem og að gefast ekki upp í miðjum þætti. Þetta er mjög snjöll leið fyrir þátt á borð við A Teacher, þar sem hann er ekki sérlega hraður. Þáttaröðin hélt mér þó við efnið allan tímann, jafn vel þegar hún tók skarpa beygju um miðbik. Þegar þessi vending átti sér stað taldi ég þá þróun sögunnar koma allt of snemma en Fidell nær að leysa það vel. Síðari hluti þáttaraðarinnar er því töluvert öðruvísi en sá fyrri. Óþægilegt mál Þessi saga leggur fram óþægilegt mál, sem inniheldur manneskju sem er gerandi, án þess þó að áhorfandinn upplifi hana sem einhvers konar skrímsli. Til að skapa þessa tengingu við persónuna er engu óðslega farið og henni gefið andrými. Við fáum því tækifæri til að tengjast henni áður en hið ólögmæta ástarsamband hefst. Leikaravalið er snjallt. Kate Mara, sem leikur Claire, er svo snoppufríð, lítil og nett að erfitt er að líta á hana sem einhverskonar illmenni. Á meðan Nick Robinson er nægilega unglegur til að við kaupum hann sem ungling, en hins vegar ekki það óþroskaður að þegar þau t.d. kyssast, að áhorfandinn fái einhvers konar klígju af því. Þetta fékk mig þó til velta fyrir mér hvort hér væri verið að vanilluvæða glæpinn sem sannarlega er verið að fremja, þar sem 17 ára unglingar eru í raun og veru miklu unglegri en Nick Robinson (sem var 25 ára þegar hann lék hlutverkið). Mér leið því á tímabili eins og úrvinnslan væri ósmekkleg sykurhúðun. Ég spurði mig oft hvort ég væri ekki hreinlega gubbandi af hneykslun ef kynjahlutverkunum væri snúið við. Svarið við því er já. Þátturinn væri óáhorfanlegur ef Claire væri Clarence og Eric væri Erica, eða a.m.k. væri ekki hægt að horfa á hann á sama máta. Þegar lokaþátturinn kláraðist áttaði ég mig á því hvers vegna þetta þurfti að vera svona. Hér er verið að skora ákveðnar hugmyndir okkar á hólm. Ég ætla ekki að spilla framvindunni, en fólk getur sjálft gert upp hug sinn um hvernig til tókst þegar lokaþátturinn verður sýndur. Nú eru fjórir þættir enn ósýndir á Stöð 2 í línulegri dagskrá. Ég mæli þó eiginlega frekar með því að fólk horfi á þá á beit þegar þeir eru allir komnir. Niðurstaða: Óhætt er að mæla með áhorfi á A Teacher, þáttaröð sem heldur áhorfandanum við efnið. Einnig er hann áhugaverð stúdía á hvernig við upplifum konur sem gerendur á annan máta en karlmenn. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við sviðlistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur um þættina A Teacher í nýjasta þætti Stjörnubíós. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
A Teacher byggir á samnefndri kvikmynd Hannah Fidell frá árinu 2013, en það er Fidell sem einnig heldur um stjórnartaumana hér. Hún skrifar þættina og leikstýrir sex af þáttunum tíu. A Teacher eru frábrugðnir hefðbundnum dramaþáttum á þann máta að hver þáttur er rúmlega tuttugu mínútur, en oftast eru þeir um fimmtíu. Þetta er einstaklega hentugt þegar kemur að því að halda áhorfendum streymisveita við efnið, því það er styttra milli hengifluga (cliffhangers). Því er auðveldara að fá áhorfandann til að horfa á næsta þátt, sem og að gefast ekki upp í miðjum þætti. Þetta er mjög snjöll leið fyrir þátt á borð við A Teacher, þar sem hann er ekki sérlega hraður. Þáttaröðin hélt mér þó við efnið allan tímann, jafn vel þegar hún tók skarpa beygju um miðbik. Þegar þessi vending átti sér stað taldi ég þá þróun sögunnar koma allt of snemma en Fidell nær að leysa það vel. Síðari hluti þáttaraðarinnar er því töluvert öðruvísi en sá fyrri. Óþægilegt mál Þessi saga leggur fram óþægilegt mál, sem inniheldur manneskju sem er gerandi, án þess þó að áhorfandinn upplifi hana sem einhvers konar skrímsli. Til að skapa þessa tengingu við persónuna er engu óðslega farið og henni gefið andrými. Við fáum því tækifæri til að tengjast henni áður en hið ólögmæta ástarsamband hefst. Leikaravalið er snjallt. Kate Mara, sem leikur Claire, er svo snoppufríð, lítil og nett að erfitt er að líta á hana sem einhverskonar illmenni. Á meðan Nick Robinson er nægilega unglegur til að við kaupum hann sem ungling, en hins vegar ekki það óþroskaður að þegar þau t.d. kyssast, að áhorfandinn fái einhvers konar klígju af því. Þetta fékk mig þó til velta fyrir mér hvort hér væri verið að vanilluvæða glæpinn sem sannarlega er verið að fremja, þar sem 17 ára unglingar eru í raun og veru miklu unglegri en Nick Robinson (sem var 25 ára þegar hann lék hlutverkið). Mér leið því á tímabili eins og úrvinnslan væri ósmekkleg sykurhúðun. Ég spurði mig oft hvort ég væri ekki hreinlega gubbandi af hneykslun ef kynjahlutverkunum væri snúið við. Svarið við því er já. Þátturinn væri óáhorfanlegur ef Claire væri Clarence og Eric væri Erica, eða a.m.k. væri ekki hægt að horfa á hann á sama máta. Þegar lokaþátturinn kláraðist áttaði ég mig á því hvers vegna þetta þurfti að vera svona. Hér er verið að skora ákveðnar hugmyndir okkar á hólm. Ég ætla ekki að spilla framvindunni, en fólk getur sjálft gert upp hug sinn um hvernig til tókst þegar lokaþátturinn verður sýndur. Nú eru fjórir þættir enn ósýndir á Stöð 2 í línulegri dagskrá. Ég mæli þó eiginlega frekar með því að fólk horfi á þá á beit þegar þeir eru allir komnir. Niðurstaða: Óhætt er að mæla með áhorfi á A Teacher, þáttaröð sem heldur áhorfandanum við efnið. Einnig er hann áhugaverð stúdía á hvernig við upplifum konur sem gerendur á annan máta en karlmenn. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við sviðlistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur um þættina A Teacher í nýjasta þætti Stjörnubíós.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira