Curry með ótrúlega skotsýningu í sigri á toppliðinu í austrinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 08:31 Stephen Curry hefur sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og undanfarnar vikur. getty/Rich Schultz Stephen Curry og Nikola Jokic áttu stórkostlega leiki fyrir lið sín, Golden State Warriors og Denver Nuggets, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Curry hefur spilað eins og engill að undanförnu og átti enn einn stórleikinn þegar Golden State sigraði topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, 96-107. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot. Hann hefur nú skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað samtals 72 þriggja stiga körfur sem er met. 49 POINTS, 10 THREES for Curry Most 3s in a 10-game span (72) 11th straight 30+ point game 10+ threes in 4 out of last 5 games@StephenCurry30 gonna Steph. pic.twitter.com/OBuwpGf8Ie— NBA (@NBA) April 20, 2021 11 straight games of 30+ points.. @StephenCurry is having fun. pic.twitter.com/RQW3tm2W9J— NBA (@NBA) April 20, 2021 Yngri bróðir Currys, Seth, skoraði fimmtán stig fyrir Philadelphia. Joel Embiid var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar. Jokic sýndi allar sínar bestu hliðar og rúmlega það þegar Denver vann Memphis Grizzlies, 139-137, í tvíframlengdum leik. Serbinn skoraði 47 stig, tók fimmtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Will Barton skoraði 28 stig og Michael Porter 21 stig. Ja Morant skoraði 36 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Memphis. JOKER. TAKES. OVER. 47 points 15 boards 8 assists Clutch triple to lift @nuggets in 2OT pic.twitter.com/wf8UgTa7XH— NBA (@NBA) April 20, 2021 Devin Booker tryggði Phoenix Suns sætan sigur á Milwaukee Bucks, 127-128, í framlengdum leik. Hann setti niður vítaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Khris Middleton jafnaði fyrir Milwaukee með þristi, 127-127, þegar 22 sekúndur voru eftir en í lokasókn Phoenix fiskaði Booker villu, fór á vítalínuna og kláraði leikinn. Booker skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Hann er nú kominn upp í 5. sætið á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Now 5th on the all-time ASSISTS list.. @CP3!pic.twitter.com/KpX8XVvytF— NBA (@NBA) April 20, 2021 Giannis Antetokoumpo var með 33 stig og átta fráköst hjá Milwaukee sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Curry hefur spilað eins og engill að undanförnu og átti enn einn stórleikinn þegar Golden State sigraði topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, 96-107. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot. Hann hefur nú skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað samtals 72 þriggja stiga körfur sem er met. 49 POINTS, 10 THREES for Curry Most 3s in a 10-game span (72) 11th straight 30+ point game 10+ threes in 4 out of last 5 games@StephenCurry30 gonna Steph. pic.twitter.com/OBuwpGf8Ie— NBA (@NBA) April 20, 2021 11 straight games of 30+ points.. @StephenCurry is having fun. pic.twitter.com/RQW3tm2W9J— NBA (@NBA) April 20, 2021 Yngri bróðir Currys, Seth, skoraði fimmtán stig fyrir Philadelphia. Joel Embiid var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar. Jokic sýndi allar sínar bestu hliðar og rúmlega það þegar Denver vann Memphis Grizzlies, 139-137, í tvíframlengdum leik. Serbinn skoraði 47 stig, tók fimmtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Will Barton skoraði 28 stig og Michael Porter 21 stig. Ja Morant skoraði 36 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Memphis. JOKER. TAKES. OVER. 47 points 15 boards 8 assists Clutch triple to lift @nuggets in 2OT pic.twitter.com/wf8UgTa7XH— NBA (@NBA) April 20, 2021 Devin Booker tryggði Phoenix Suns sætan sigur á Milwaukee Bucks, 127-128, í framlengdum leik. Hann setti niður vítaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Khris Middleton jafnaði fyrir Milwaukee með þristi, 127-127, þegar 22 sekúndur voru eftir en í lokasókn Phoenix fiskaði Booker villu, fór á vítalínuna og kláraði leikinn. Booker skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Hann er nú kominn upp í 5. sætið á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Now 5th on the all-time ASSISTS list.. @CP3!pic.twitter.com/KpX8XVvytF— NBA (@NBA) April 20, 2021 Giannis Antetokoumpo var með 33 stig og átta fráköst hjá Milwaukee sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum