Manchester City var fyrst til þess að tilkynna í kvöld að liðið myndi ekki taka þátt í deildinni og nú hafa önnur lið tekið í sama streng.
Arsenal, Liverpool, Manchester United og Tottenham hafa staðfest þetta á miðlum sínum í kvöld en Chelsea er einnig sagt á leið út, segir BBC í frétt sinni.
Tilkynnt var um Ofurdeildina á sunnudagskvöldið en eftir það fór mikil umræða í gang sem hefur nú fengið liðin til að hætta við þáttöku í keppninni.
Fréttir bárust af því að liðin ellefu, fyrir utan Manchester City, hafi fundað í kvöld um næstu skref í keppninni en ekkert hefur frést af þeim fundi annað en að ensku liðin eru nú hætt við.
Arsenal, Manchester United, Liverpool and Tottenham have all released statements confirming that they will not be participating in the European Super League.
— BBC Sport (@BBCSport) April 20, 2021
More to follow ⤵#bbcfootball
Fréttin hefur verið uppfærð.