Fótbolti

Öll ensku liðin hætt við keppni í Ofur­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool tekur ekki þátt í Ofurdeildinni.
Liverpool tekur ekki þátt í Ofurdeildinni. EPA-EFE/Shaun Botterill

Öll sex liðin úr ensku úrvalsdeildinni sem ætluðu að taka þátt í Ofurdeildinni hafa sagt sig úr deildinni en þetta staðfestu félögin í kvöld.

Manchester City var fyrst til þess að tilkynna í kvöld að liðið myndi ekki taka þátt í deildinni og nú hafa önnur lið tekið í sama streng.

Arsenal, Liverpool, Manchester United og Tottenham hafa staðfest þetta á miðlum sínum í kvöld en Chelsea er einnig sagt á leið út, segir BBC í frétt sinni.

Tilkynnt var um Ofurdeildina á sunnudagskvöldið en eftir það fór mikil umræða í gang sem hefur nú fengið liðin til að hætta við þáttöku í keppninni.

Fréttir bárust af því að liðin ellefu, fyrir utan Manchester City, hafi fundað í kvöld um næstu skref í keppninni en ekkert hefur frést af þeim fundi annað en að ensku liðin eru nú hætt við.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Woodward hættir í lok árs

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, mun hætta í starfi sínu hjá félaginu í lok ársins. Þetta staðfesti félagið í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×