Íslendingar andvígir inngöngu í ESB en telja góðar líkur á hagstæðum samningi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2021 11:04 Innganga Íslands í ESB. Könnun Maskínu. Fleiri eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Aftur á móti telur ríflega helmingur þjóðarinnar að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við sambandið. Í vikunni lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Lagt er til að Alþingi taki upp þráðinn frá því 2009 þegar þingsályktun um aðildarumsókn var samþykkt og nefnd verði skipuð til að stýra undirbúningsvinnunni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um endurupptöku viðræðna fari fram eigi síðar en í janúar 2022. „Og ef hún segir já, að þjóðin fái líka að taka afstöðu um samning í viðræðum við Evrópusambandið,“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi. Segir viðskiptafrelsið undir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði tillöguna sýna kýrskýrt hver stefna Viðreisnar væri í málinu og rifjaði svo upp þegar Þorgerður var í sjálfstæðisflokknum og var fríverslunarsinni, að hans sögn. „Ef við göngum í Evrópusambandið þá afnemum við viðskiptafrelsi okkar, hvorki meira né minna,“ sagði Guðlaugur. „Af hverju er þessi stóri flokkur svona hræddur við að treysta þjóðinni?“ spurði Þorgerður Katrín á móti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/vilhelm Þriðjungur hlynntur, 40% andvíg Þjóðin segir sína skoðun á málinu í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Þar kemur fram að tæplega þriðjungur er mjög eða fremur hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og hefur afstaðan lítið breyst frá 2019. Fleiri eru andvígir inngöngu eða yfir fjörutíu prósent landsmanna en andstaðan hefur minnkað um rúm ríflega tvö prósentustig frá 2019. Könnun Maskínu. Mesta andstaðan er meðal kjósenda Miðflokksins eða næstum sjötíu prósent, nær helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks er mjög andvígir inngöngu og ríflega fjörutíu prósent Framsóknarmanna. Kjósendur Samfylkingar eru hlynntastir inngöngu eða ríflega 41% en Viðreisn kemur strax á hæla þeirra eða ríflega fjörutíu prósent. Könnun Maskínu. Aftur á móti þegar spurt er hvort fólk telji að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB kemur í ljós að fleiri telji svo vera eða ríflega helmingur þjóðarinnar. Já: 54,8% Nei: 45,2%. Könnun Maskínu. Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Í vikunni lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Lagt er til að Alþingi taki upp þráðinn frá því 2009 þegar þingsályktun um aðildarumsókn var samþykkt og nefnd verði skipuð til að stýra undirbúningsvinnunni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um endurupptöku viðræðna fari fram eigi síðar en í janúar 2022. „Og ef hún segir já, að þjóðin fái líka að taka afstöðu um samning í viðræðum við Evrópusambandið,“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi. Segir viðskiptafrelsið undir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði tillöguna sýna kýrskýrt hver stefna Viðreisnar væri í málinu og rifjaði svo upp þegar Þorgerður var í sjálfstæðisflokknum og var fríverslunarsinni, að hans sögn. „Ef við göngum í Evrópusambandið þá afnemum við viðskiptafrelsi okkar, hvorki meira né minna,“ sagði Guðlaugur. „Af hverju er þessi stóri flokkur svona hræddur við að treysta þjóðinni?“ spurði Þorgerður Katrín á móti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/vilhelm Þriðjungur hlynntur, 40% andvíg Þjóðin segir sína skoðun á málinu í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Þar kemur fram að tæplega þriðjungur er mjög eða fremur hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og hefur afstaðan lítið breyst frá 2019. Fleiri eru andvígir inngöngu eða yfir fjörutíu prósent landsmanna en andstaðan hefur minnkað um rúm ríflega tvö prósentustig frá 2019. Könnun Maskínu. Mesta andstaðan er meðal kjósenda Miðflokksins eða næstum sjötíu prósent, nær helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks er mjög andvígir inngöngu og ríflega fjörutíu prósent Framsóknarmanna. Kjósendur Samfylkingar eru hlynntastir inngöngu eða ríflega 41% en Viðreisn kemur strax á hæla þeirra eða ríflega fjörutíu prósent. Könnun Maskínu. Aftur á móti þegar spurt er hvort fólk telji að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB kemur í ljós að fleiri telji svo vera eða ríflega helmingur þjóðarinnar. Já: 54,8% Nei: 45,2%. Könnun Maskínu.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira