Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 12:55 Pútín Rússlandsforseti býr sig undir að ávarpa báðar deildir rússneska þingsins í morgun. AP/Dmitrí Astakhov/Spútník Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja eru í lægstu lægðum um þessar mundir. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga frá 2014 og þá hafa tilræði Rússa gegn Sergei Skrípal á Englandi árið 2018 og Alexei Navalní í fyrra, kosningaafskipti og tölvuárásir þeirra gert samskiptin enn stirðari. Þá er nú vaxandi spenna vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu en þeir hafa stutt við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðu landinu frá því að þeir innlimuðu Krímskaga. Þrátt fyrir allt þetta hélt Pútín því fram í stefnuræðu sinni að hann sæktist eftir „góðum samskiptum“ við vestræn ríki og að síst vildi hann brenna brýr að baki sér. Sakaði hann vestræn ríki um einelti í garð Rússlands með „ólöglegum og pólitískum“ refsiaðgerðum sem sé ætlað að koma fram vilja þeirra gagnvart öðrum. „En ef einhver misskilur góðan ásetning okkar sem skeytingarleysi eða veikleika og reynir að brenna eða jafnvel sprengja þessar brýr upp ættu þeir að vita að viðbrögð Rússlands verða ósamhverf, snögg og harkaleg,“ hótaði Rússlandsforseti. Rússar muni sjálfir ákveða hvar mörkin liggja í samskiptum þeirra við vestræn ríki í hverju tilfelli fyrir sig, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Pútín. „Þeir sem standa fyrir ögrunum sem ógna grundvallaröryggishagsmunum Rússlands munu iðrast gjörða sinna sem aldrei fyrr,“ sagði forsetinn í hátt í áttatíu mínútna langri ræðu. Sakar vesturlönd um aðkomu að meintri valdaránstilraun Pútín virtist setja refsiaðgerðir vestrænna ríkja í samhengi við meinta valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta tilkynnti að hún hefði stöðvað fyrirhugað morðtilræði við forsetann sem Bandaríkjastjórn stæði að baki um helgina. Rússneska leyniþjónustan FSB hefði aðstoðað við að stöðva ráðabruggið. „Óréttlát beiting refsiaðgerða verður nú að einhverju hættulegra: valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Pútín í ræðu sinni. Pútín hefur staðið þétt við bakið á Lúkasjenka sem hefur reynt að bæla niður mikið andóf allt frá því að hann lýsti sjálfan sig sigurvegara forsetakosninga í fyrra. Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi andófsfólks í Hvíta-Rússlandi sem er í útlegð, vísaði ásökunum Lúkasjenka um morðtilræði gegn sér á bug og lýsti þeim sem „ögrun“. „Sú aðferð að skipuleggja valdarán og leggja á ráðin um pólitísk morð á hátt settum embættismönnum er of mikið og fer út fyrir öll mörk,“ sagði Pútín sem vestræn stjórnvöld telja að hafi persónulega fyrirskipað banatilræðin við Skrípal og Navalní. Minntist hvorki á Navalní né mótmælin Nafn Alexei Navalní, stjórnarandstæðingsins sem rússnesk yfirvöld halda í fangelsi, fór ekki um varir Pútín í ræðunni. Stuðningsmenn Navalní skipulögðu mótmæli um allt Rússland í dag til þess að krefjast þess að hann fái viðunandi læknisþjónustu. Stjórnarandstæðingurinn hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til þess að knýja á um að hann fái meðhöndlun vegna mikilla bak- og fótverkja. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg og lét handtaka nána bandamenn Navalní í morgun. Hún hefur áður látið leysa upp mótmæli til stuðnings Navalní með ofbeldi. Rússland Úkraína Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja eru í lægstu lægðum um þessar mundir. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga frá 2014 og þá hafa tilræði Rússa gegn Sergei Skrípal á Englandi árið 2018 og Alexei Navalní í fyrra, kosningaafskipti og tölvuárásir þeirra gert samskiptin enn stirðari. Þá er nú vaxandi spenna vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu en þeir hafa stutt við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðu landinu frá því að þeir innlimuðu Krímskaga. Þrátt fyrir allt þetta hélt Pútín því fram í stefnuræðu sinni að hann sæktist eftir „góðum samskiptum“ við vestræn ríki og að síst vildi hann brenna brýr að baki sér. Sakaði hann vestræn ríki um einelti í garð Rússlands með „ólöglegum og pólitískum“ refsiaðgerðum sem sé ætlað að koma fram vilja þeirra gagnvart öðrum. „En ef einhver misskilur góðan ásetning okkar sem skeytingarleysi eða veikleika og reynir að brenna eða jafnvel sprengja þessar brýr upp ættu þeir að vita að viðbrögð Rússlands verða ósamhverf, snögg og harkaleg,“ hótaði Rússlandsforseti. Rússar muni sjálfir ákveða hvar mörkin liggja í samskiptum þeirra við vestræn ríki í hverju tilfelli fyrir sig, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Pútín. „Þeir sem standa fyrir ögrunum sem ógna grundvallaröryggishagsmunum Rússlands munu iðrast gjörða sinna sem aldrei fyrr,“ sagði forsetinn í hátt í áttatíu mínútna langri ræðu. Sakar vesturlönd um aðkomu að meintri valdaránstilraun Pútín virtist setja refsiaðgerðir vestrænna ríkja í samhengi við meinta valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta tilkynnti að hún hefði stöðvað fyrirhugað morðtilræði við forsetann sem Bandaríkjastjórn stæði að baki um helgina. Rússneska leyniþjónustan FSB hefði aðstoðað við að stöðva ráðabruggið. „Óréttlát beiting refsiaðgerða verður nú að einhverju hættulegra: valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Pútín í ræðu sinni. Pútín hefur staðið þétt við bakið á Lúkasjenka sem hefur reynt að bæla niður mikið andóf allt frá því að hann lýsti sjálfan sig sigurvegara forsetakosninga í fyrra. Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi andófsfólks í Hvíta-Rússlandi sem er í útlegð, vísaði ásökunum Lúkasjenka um morðtilræði gegn sér á bug og lýsti þeim sem „ögrun“. „Sú aðferð að skipuleggja valdarán og leggja á ráðin um pólitísk morð á hátt settum embættismönnum er of mikið og fer út fyrir öll mörk,“ sagði Pútín sem vestræn stjórnvöld telja að hafi persónulega fyrirskipað banatilræðin við Skrípal og Navalní. Minntist hvorki á Navalní né mótmælin Nafn Alexei Navalní, stjórnarandstæðingsins sem rússnesk yfirvöld halda í fangelsi, fór ekki um varir Pútín í ræðunni. Stuðningsmenn Navalní skipulögðu mótmæli um allt Rússland í dag til þess að krefjast þess að hann fái viðunandi læknisþjónustu. Stjórnarandstæðingurinn hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til þess að knýja á um að hann fái meðhöndlun vegna mikilla bak- og fótverkja. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg og lét handtaka nána bandamenn Navalní í morgun. Hún hefur áður látið leysa upp mótmæli til stuðnings Navalní með ofbeldi.
Rússland Úkraína Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira