Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2021 23:30 Asantewa Feaster, formaður BLM Iceland. Vísir/Skjáskot Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. Morðið á Floyd síðasta vor varð kveikjan að miklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi bæði innan Bandaríkjanna sem utan. Mikill fjöldi safnaðist saman og krafðist réttlætis og breytinga undir slagorðinu „black lives matter“. Ábyrgð, ekki réttlæti Asantewa Feaster er formaður Black lives matter Iceland og segir niðurstöðuna í máli Chauvins snúast um ábyrgð, réttlæti sé þó ekki tryggt. „Maður er ánægður með þetta að vissu leyti en George Floyd snýr aldrei aftur. Það er þörf á að fólk sé látið axla ábyrgð en þetta er ekki réttlæti af því þú vekur engan upp frá dauðum,“ segir Asantewa. Kynþáttafordómar séu kerfislægir í Bandaríkjunum. „Þetta snýst ekki um fáeina svarta sauði. Þetta er tréið, jarðvegurinn. Kerfið virkar einfaldlega eins og því var ætlað. Það gengur út á að útskúfa fólki sem er ekki hvítt. Þess vegna þurfum við nýtt kerfi,“ segir hún og bætir við: „Daunte Wright var drepinn fyrir viku. Ma‘Khia Bryant í gær. Þannig um leið og verið var að úrskurða morðingja George Floyd sekann var unglingsstúlka skotin til bana. Þetta er ekkert einangrað atvik heldur gerist þetta trekk í trekk. Við höldum áfram að krefjast réttlætis en virðumst vera að hrópa út í tómið.“ Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin yfir Chauvin fóru fram.AP/Jim Mone Kerfið ekki lagað á einu ári Eftir mótmæli síðasta árs og í aðdraganda kosninga nóvembermánaðar í Bandaríkjunum ræddu Demókratar um að gera umbætur á löggæslu í landinu til að vinna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Þær aðgerðir hafa ekki enn borið sjáanlegan árangur en Asantewa segir slíkan sigur ekki unninn á einu ári. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hver það er sem skilgreinir hvað nákvæmlega felst í umbótum, í öðru lagi þarf að horfa til hvernig þessum umbótum er komið á. Sumir kalla það umbætur að skella sökinni á sýslurnar eða ríkin þar sem lögregluþjónarnir störfuðu. Aðrir tala um að færa til fjármagn eða taka hin eða þessi verkefnin af fjárlögum,“ segir hún og heldur áfram: „Það er ekki hægt að laga kerfið á einu ári. Það er ekki raunhæft enda var kerfið ekki byggt á einu ári. Þá þurfti fólk að átta sig á réttu aðferðunum. Hvernig væri hægt að halda fólki niðri, koma í veg fyrir að það geti kosið og svo framvegis. Nú þurfum við löggjöf sem vindur ofan af þessu.“ Líður hvergi öruggri Aðspurð um hvort henni líði öruggri í návist bandarískra lögregluþjóna segir Asantewa: „Alls ekki. Nei, það væri fráleitt. Ég hef ekki upplifað mig örugga í þeim ástæðum síðan ég var þrettán ára. Þá stöðvaði lögregla mig þegar ég var á leið í skóla, krafði mig um skilríki og spurði hvort ég væri nokkuð með eiturlyf. Ég var þrettán ára. Þannig nei, mér líður hvergi öruggri í návist lögreglu.“ Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Morðið á Floyd síðasta vor varð kveikjan að miklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi bæði innan Bandaríkjanna sem utan. Mikill fjöldi safnaðist saman og krafðist réttlætis og breytinga undir slagorðinu „black lives matter“. Ábyrgð, ekki réttlæti Asantewa Feaster er formaður Black lives matter Iceland og segir niðurstöðuna í máli Chauvins snúast um ábyrgð, réttlæti sé þó ekki tryggt. „Maður er ánægður með þetta að vissu leyti en George Floyd snýr aldrei aftur. Það er þörf á að fólk sé látið axla ábyrgð en þetta er ekki réttlæti af því þú vekur engan upp frá dauðum,“ segir Asantewa. Kynþáttafordómar séu kerfislægir í Bandaríkjunum. „Þetta snýst ekki um fáeina svarta sauði. Þetta er tréið, jarðvegurinn. Kerfið virkar einfaldlega eins og því var ætlað. Það gengur út á að útskúfa fólki sem er ekki hvítt. Þess vegna þurfum við nýtt kerfi,“ segir hún og bætir við: „Daunte Wright var drepinn fyrir viku. Ma‘Khia Bryant í gær. Þannig um leið og verið var að úrskurða morðingja George Floyd sekann var unglingsstúlka skotin til bana. Þetta er ekkert einangrað atvik heldur gerist þetta trekk í trekk. Við höldum áfram að krefjast réttlætis en virðumst vera að hrópa út í tómið.“ Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin yfir Chauvin fóru fram.AP/Jim Mone Kerfið ekki lagað á einu ári Eftir mótmæli síðasta árs og í aðdraganda kosninga nóvembermánaðar í Bandaríkjunum ræddu Demókratar um að gera umbætur á löggæslu í landinu til að vinna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Þær aðgerðir hafa ekki enn borið sjáanlegan árangur en Asantewa segir slíkan sigur ekki unninn á einu ári. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hver það er sem skilgreinir hvað nákvæmlega felst í umbótum, í öðru lagi þarf að horfa til hvernig þessum umbótum er komið á. Sumir kalla það umbætur að skella sökinni á sýslurnar eða ríkin þar sem lögregluþjónarnir störfuðu. Aðrir tala um að færa til fjármagn eða taka hin eða þessi verkefnin af fjárlögum,“ segir hún og heldur áfram: „Það er ekki hægt að laga kerfið á einu ári. Það er ekki raunhæft enda var kerfið ekki byggt á einu ári. Þá þurfti fólk að átta sig á réttu aðferðunum. Hvernig væri hægt að halda fólki niðri, koma í veg fyrir að það geti kosið og svo framvegis. Nú þurfum við löggjöf sem vindur ofan af þessu.“ Líður hvergi öruggri Aðspurð um hvort henni líði öruggri í návist bandarískra lögregluþjóna segir Asantewa: „Alls ekki. Nei, það væri fráleitt. Ég hef ekki upplifað mig örugga í þeim ástæðum síðan ég var þrettán ára. Þá stöðvaði lögregla mig þegar ég var á leið í skóla, krafði mig um skilríki og spurði hvort ég væri nokkuð með eiturlyf. Ég var þrettán ára. Þannig nei, mér líður hvergi öruggri í návist lögreglu.“
Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira