Strandaglópur snýr loks heim eftir fjögurra ára einveru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 20:39 Mohammed Aisha hefur loksins fengið að yfirgefa skipið MV Amman og er farinn aftur heim til Sýrlands. skjáskot Sjómaðurinn Mohammed Aisha hefur undanfarin fjögur ár þurft að dvelja einn í skipinu MV Amman við strendur Egyptalands en hefur nú loks verið frelsaður og er floginn heim til Sýrlands. Hann segist finna fyrir miklum létti enda ekki auðvelt að vera einn í fjögur ár. „Hvernig líður mér? Eins og ég hafi loks losnað úr fangelsi. Ég fæ loksins að hitta fjölskylduna mína aftur. Ég fæ að sjá þau aftur,“ segir Aisha, um borð í flugvélinni á leið til Sýrlands, í samtali við breska ríkisútvarpið. Aisha hóf störf á skipinu MV Amman í maí 2017 en í byrjun júlí var skipið kyrrsett í hafnarborginni Adabiya í Egyptalandi. Öryggisbúnaður um borð skipinu var þá ekki lengur talinn öruggur og hafði skipið ekki lengur starfsleyfi. Ekki nóg með það heldur var líbanska útgerðin sem fór með umsjón skipsins í fjárhagsvandræðum og greiddi ekki fyrir eldsneyti auk þess sem eigandi skipsins gat ekki greitt fyrir eldsneytið. Egypski skipstjórinn var þá þegar kominn frá borði í Egyptalandi og úrskurðaði egypskur dómur að Aisha, sem var þá næstráðandi, væri lögráðamaður skipsins. Fylgdist með bróður sínum sigla hjá Aisha, sem er sýrlenskur, segist ekki hafa skilið hvað úrskurðurinn þýddi og hafi því ekki komist að því fyrr en mörgum mánuðum seinna að hann mætti ekki yfirgefa skipið. Það hafi runnið upp fyrir honum þegar aðrir skipsverjar hafi gengið frá borði og farið til síns heima. Í fjögur ár þurfti Aisha að halda til um borð í skipinu, sem var þá kyrrsett nærri Súesskurðinum og fylgdist hann daglega með öðrum skipum sigla þar í gegn. Hann segist meira að segja hafa fylgst með bróður sínum, sem er einnig sjómaður, sigla fram hjá sér ótal sinnum. Þeir hafi reglulega talað saman í síma en hafi aldrei verið svo nálægt hvor öðrum að geta veifað. Í þessi fjögur ár var Aisha fastur um borð í skipinu, án rafmagns, ferskvatns, matar eða nærveru annars fólks. Einstaka sinnum komu öryggisverðir um borð með vistir en annars var hann ekki í neinum samskiptum við annað fólk. Hann vara lagalega bundinn því að vera um borð í skipinu og frétti af því í ágúst 2018 að móðir hans hafi dáið. „Ég íhugaði það alvarlega að taka mitt eigið líf,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið. 250 viðlíka mál á borði Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Aðstæður breyttust nokkuð í mars 2020 þegar stormur leysti skipið frá akkerinu og því blés nær landi, þar sem það strandaði í grynningum. Aisha var þá nógu nálægt landi til að geta synt í land og hefur hann undanfarið ár reglulega synt þessa nokkur hundruð metra í land til þess að kaupa mat, vatn og til þess að hlaða farsíma sinn. Mál Aisha er ekki einsdæmi en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni eru meira en 250 viðlíka mál í gangi í heiminum, þar sem skipsmönnum er gert að bjarga sér sjálfir vegna aðstæðna hjá eigendum. Meira en 85 slík mál komu á borð stofnunarinnar árið 2020, tvöfalt meira en árið á undan. Egyptaland Sýrland Sjávarútvegur Mannréttindi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
„Hvernig líður mér? Eins og ég hafi loks losnað úr fangelsi. Ég fæ loksins að hitta fjölskylduna mína aftur. Ég fæ að sjá þau aftur,“ segir Aisha, um borð í flugvélinni á leið til Sýrlands, í samtali við breska ríkisútvarpið. Aisha hóf störf á skipinu MV Amman í maí 2017 en í byrjun júlí var skipið kyrrsett í hafnarborginni Adabiya í Egyptalandi. Öryggisbúnaður um borð skipinu var þá ekki lengur talinn öruggur og hafði skipið ekki lengur starfsleyfi. Ekki nóg með það heldur var líbanska útgerðin sem fór með umsjón skipsins í fjárhagsvandræðum og greiddi ekki fyrir eldsneyti auk þess sem eigandi skipsins gat ekki greitt fyrir eldsneytið. Egypski skipstjórinn var þá þegar kominn frá borði í Egyptalandi og úrskurðaði egypskur dómur að Aisha, sem var þá næstráðandi, væri lögráðamaður skipsins. Fylgdist með bróður sínum sigla hjá Aisha, sem er sýrlenskur, segist ekki hafa skilið hvað úrskurðurinn þýddi og hafi því ekki komist að því fyrr en mörgum mánuðum seinna að hann mætti ekki yfirgefa skipið. Það hafi runnið upp fyrir honum þegar aðrir skipsverjar hafi gengið frá borði og farið til síns heima. Í fjögur ár þurfti Aisha að halda til um borð í skipinu, sem var þá kyrrsett nærri Súesskurðinum og fylgdist hann daglega með öðrum skipum sigla þar í gegn. Hann segist meira að segja hafa fylgst með bróður sínum, sem er einnig sjómaður, sigla fram hjá sér ótal sinnum. Þeir hafi reglulega talað saman í síma en hafi aldrei verið svo nálægt hvor öðrum að geta veifað. Í þessi fjögur ár var Aisha fastur um borð í skipinu, án rafmagns, ferskvatns, matar eða nærveru annars fólks. Einstaka sinnum komu öryggisverðir um borð með vistir en annars var hann ekki í neinum samskiptum við annað fólk. Hann vara lagalega bundinn því að vera um borð í skipinu og frétti af því í ágúst 2018 að móðir hans hafi dáið. „Ég íhugaði það alvarlega að taka mitt eigið líf,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið. 250 viðlíka mál á borði Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Aðstæður breyttust nokkuð í mars 2020 þegar stormur leysti skipið frá akkerinu og því blés nær landi, þar sem það strandaði í grynningum. Aisha var þá nógu nálægt landi til að geta synt í land og hefur hann undanfarið ár reglulega synt þessa nokkur hundruð metra í land til þess að kaupa mat, vatn og til þess að hlaða farsíma sinn. Mál Aisha er ekki einsdæmi en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni eru meira en 250 viðlíka mál í gangi í heiminum, þar sem skipsmönnum er gert að bjarga sér sjálfir vegna aðstæðna hjá eigendum. Meira en 85 slík mál komu á borð stofnunarinnar árið 2020, tvöfalt meira en árið á undan.
Egyptaland Sýrland Sjávarútvegur Mannréttindi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira