Hraðvirk réttindaskerðing Olga Margrét Cilia skrifar 23. apríl 2021 08:01 Píratar eru ekki á móti sóttvarnarhúsum, takmörkunum, skimunum, grímum eða bólusetningum. Pírötum er þó mjög annt um þau réttindi sem við öll eigum og þegar þau réttindi eru takmörkuð með lagasetningum þá er eðlilegt að sú lagasetning uppfylli kröfum réttarríkisins. Þegar verið er að setja lög sem eru íþyngjandi fyrir einstaklinga þá eiga þau að vera skýr og þegar verið er að setja sértækar lagaheimildir verður að byggja það á aðgengilegum, stöðugum og skýrum reglum. Samkvæmt stjórnarskránni okkar og Mannréttindasáttmála Evrópu má einungis takmarka réttindi okkar vegna brýnna almannahagsmuna og það verður að gera með skýrri lagaheimild. Við áttum okkur öll á hvaða almannahagsmunir búa hér undir; við erum að reyna að vernda líf og heilsu fólks. En þó að almannahagsmunirnir séu brýnir þá þýðir það ekki að lögin sem takmarka réttindi okkar megi vera óskýr eða unnin í flýti. Þá erum við komin ansi nálægt því að leyfa geðþóttaákvarðanir yfirvalda og það er eitthvað sem löggjafinn þarf að passa upp á að gerist ekki! Aðfararnótt 22. apríl átti Alþingi að kjósa um lagabreytingu til að skjóta lagastoð undir reglugerðarheimild heilbrigðisráðherra til að skikka fólk í sóttvarnarhús og banna fólki frá hááhættusvæðum að koma til landsins. Tilgangurinn er skýr en aðferðin til þess að ná þessum markmiðum var og er óskýr. Það komu aldrei skýr svör frá ríkisstjórninni afhverju frumvarpið hefði ekki verið lagt fram fyrr. Dómur héraðsdóms um skort á lagastoð fyrir reglugerð heilbrigðisráðherra féll 5. apríl sl. og það var ljóst strax um páskana að framkvæmdin við að skikka fólk í sóttvarnarhús væri vanhugsuð. Mér er því enn fyrirmunað að skilja afhverju þingið fékk einn dag í þinglega meðferð á jafn mikilvægu frumvarpi. Skilningur minn að morgni 21. apríl var sá að þingheimur ætlaði að vinna saman að því að tryggja að um nægilega trausta lagastoð yrði að ræða, þó að minnihlutinn benti ítrekað á að þetta væri varla nægilegur tími til þess að ganga vel frá málum. Margir af gestum velferðarnefndar að kvöldi 21. apríl bentu á ýmsar hættur sem leyndust í frumvarpinu en á þau var ekki hlustað. Sem þingman sem er kosin inn á þing til að standa vörð um grunnréttindi einstaklinga þá varð ég að segja nei við þessu frumvarpi. Ég átta mig á að það þarf í vissum tilvikum að takmarka mannréttindi í þágu almannahagsmuna en ég mun aldrei samþykkja það að grundvallarréttindi okkar séu takmörkuð með flýtiaðgerð á þingi og tel ég að það sé alveg eins mikilvægt sjónarmið í skilgreindu hættuástandi eins og rólegri tímum. Það er auðvelt að segjast virða mannréttindi þegar allt er í blússandi siglingu en það er annað að sýna að þau skipti yfirvöld máli í raun og veru þegar hættuástand ríkir. Til þess þarf kjark og festu. Það hafa verið stigin mörg skref inn á réttindi okkar síðasta árið og eftir því sem við verðum hræddari og ógnin virðist aukast þá hættum við að taka eftir því. Þess vegna er hættulegt að samþykkja fljótfærnislegar lagabreytingar og sér í lagi þegar kallað er ítrekað eftir nánari afmörkun og útskýringum frá ríkisstjórninni sem kýs að svara þeim áhyggjum ekki. Slík vinnubrögð eru ekki til þess gerð að skapa samstöðu í samélaginu eða treysta stoðir samfélagssáttmálans okkar. Það hefur verið ákall eftir upplýsingagjöf, samræmi í aðgerðum, framtíðarplani og heiðarleika í svörum. Þessu ákalli og áhyggjum verður ekki svarað eða þaggaðar niður með því að setja fram óafmarkaða lagaheimild. Píratar lögðu fram breytingartillögu þar sem skýrar var kveðið á um hvernig átti að framkvæma skikkun í sóttvarnarhús, og var hún felld. Ég er dauðhrædd við þennan heimsfaraldur eins og hver annar en ég hef áhyggjur af því að það komi einhver önnur ógn bráðlega og það hvernig við ráðumst í aðgerðir til að tryggja almannahagsmuni í þessum faraldri sem geysar nú mun setja fordæmi um hvernig við tökumst á við næstu ógnir. Ég skil að það þarf að takmarka réttindi okkur, en við höfum öll rétt á að vita afhverju er verið að skerða réttindi okkar, til hvers, hversu lengi á að gera það og á hvaða forsendum það er gert. Það kom engan veginn fram við þinglega meðferð lagabreytingarfrumvarps heilbrigðisráðherra. Við viljum ekki afnæmast gagnvart því að réttindi séu hægt og bítandi tekin af okkur. Við þurfum alltaf að setja þá kröfu á Alþingi og ríkisstjórnina að réttindaskerðing sé framkvæmd samkvæmt kröfum réttarríkisins og með samfélagssáttmála í forgrunni. Það þurfti meiri tíma til þess að gera þetta almennilega og það var engin ástæða til þess að setja þinginu þá afarkosti að afgreiða jafn mikilvægt mál á sólarhring. Höfundur er sitjandi þingman Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Píratar eru ekki á móti sóttvarnarhúsum, takmörkunum, skimunum, grímum eða bólusetningum. Pírötum er þó mjög annt um þau réttindi sem við öll eigum og þegar þau réttindi eru takmörkuð með lagasetningum þá er eðlilegt að sú lagasetning uppfylli kröfum réttarríkisins. Þegar verið er að setja lög sem eru íþyngjandi fyrir einstaklinga þá eiga þau að vera skýr og þegar verið er að setja sértækar lagaheimildir verður að byggja það á aðgengilegum, stöðugum og skýrum reglum. Samkvæmt stjórnarskránni okkar og Mannréttindasáttmála Evrópu má einungis takmarka réttindi okkar vegna brýnna almannahagsmuna og það verður að gera með skýrri lagaheimild. Við áttum okkur öll á hvaða almannahagsmunir búa hér undir; við erum að reyna að vernda líf og heilsu fólks. En þó að almannahagsmunirnir séu brýnir þá þýðir það ekki að lögin sem takmarka réttindi okkar megi vera óskýr eða unnin í flýti. Þá erum við komin ansi nálægt því að leyfa geðþóttaákvarðanir yfirvalda og það er eitthvað sem löggjafinn þarf að passa upp á að gerist ekki! Aðfararnótt 22. apríl átti Alþingi að kjósa um lagabreytingu til að skjóta lagastoð undir reglugerðarheimild heilbrigðisráðherra til að skikka fólk í sóttvarnarhús og banna fólki frá hááhættusvæðum að koma til landsins. Tilgangurinn er skýr en aðferðin til þess að ná þessum markmiðum var og er óskýr. Það komu aldrei skýr svör frá ríkisstjórninni afhverju frumvarpið hefði ekki verið lagt fram fyrr. Dómur héraðsdóms um skort á lagastoð fyrir reglugerð heilbrigðisráðherra féll 5. apríl sl. og það var ljóst strax um páskana að framkvæmdin við að skikka fólk í sóttvarnarhús væri vanhugsuð. Mér er því enn fyrirmunað að skilja afhverju þingið fékk einn dag í þinglega meðferð á jafn mikilvægu frumvarpi. Skilningur minn að morgni 21. apríl var sá að þingheimur ætlaði að vinna saman að því að tryggja að um nægilega trausta lagastoð yrði að ræða, þó að minnihlutinn benti ítrekað á að þetta væri varla nægilegur tími til þess að ganga vel frá málum. Margir af gestum velferðarnefndar að kvöldi 21. apríl bentu á ýmsar hættur sem leyndust í frumvarpinu en á þau var ekki hlustað. Sem þingman sem er kosin inn á þing til að standa vörð um grunnréttindi einstaklinga þá varð ég að segja nei við þessu frumvarpi. Ég átta mig á að það þarf í vissum tilvikum að takmarka mannréttindi í þágu almannahagsmuna en ég mun aldrei samþykkja það að grundvallarréttindi okkar séu takmörkuð með flýtiaðgerð á þingi og tel ég að það sé alveg eins mikilvægt sjónarmið í skilgreindu hættuástandi eins og rólegri tímum. Það er auðvelt að segjast virða mannréttindi þegar allt er í blússandi siglingu en það er annað að sýna að þau skipti yfirvöld máli í raun og veru þegar hættuástand ríkir. Til þess þarf kjark og festu. Það hafa verið stigin mörg skref inn á réttindi okkar síðasta árið og eftir því sem við verðum hræddari og ógnin virðist aukast þá hættum við að taka eftir því. Þess vegna er hættulegt að samþykkja fljótfærnislegar lagabreytingar og sér í lagi þegar kallað er ítrekað eftir nánari afmörkun og útskýringum frá ríkisstjórninni sem kýs að svara þeim áhyggjum ekki. Slík vinnubrögð eru ekki til þess gerð að skapa samstöðu í samélaginu eða treysta stoðir samfélagssáttmálans okkar. Það hefur verið ákall eftir upplýsingagjöf, samræmi í aðgerðum, framtíðarplani og heiðarleika í svörum. Þessu ákalli og áhyggjum verður ekki svarað eða þaggaðar niður með því að setja fram óafmarkaða lagaheimild. Píratar lögðu fram breytingartillögu þar sem skýrar var kveðið á um hvernig átti að framkvæma skikkun í sóttvarnarhús, og var hún felld. Ég er dauðhrædd við þennan heimsfaraldur eins og hver annar en ég hef áhyggjur af því að það komi einhver önnur ógn bráðlega og það hvernig við ráðumst í aðgerðir til að tryggja almannahagsmuni í þessum faraldri sem geysar nú mun setja fordæmi um hvernig við tökumst á við næstu ógnir. Ég skil að það þarf að takmarka réttindi okkur, en við höfum öll rétt á að vita afhverju er verið að skerða réttindi okkar, til hvers, hversu lengi á að gera það og á hvaða forsendum það er gert. Það kom engan veginn fram við þinglega meðferð lagabreytingarfrumvarps heilbrigðisráðherra. Við viljum ekki afnæmast gagnvart því að réttindi séu hægt og bítandi tekin af okkur. Við þurfum alltaf að setja þá kröfu á Alþingi og ríkisstjórnina að réttindaskerðing sé framkvæmd samkvæmt kröfum réttarríkisins og með samfélagssáttmála í forgrunni. Það þurfti meiri tíma til þess að gera þetta almennilega og það var engin ástæða til þess að setja þinginu þá afarkosti að afgreiða jafn mikilvægt mál á sólarhring. Höfundur er sitjandi þingman Pírata.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun