Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 07:43 Rússneskir lögreglumenn leiða burt tvo stuðningsmenn Navanlí sem mótmæltu í Sankti Pétursborg á miðvikudag. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi verið handtekin á mótmælum víða um landið en stjórnvöld lýstu þau ólögleg. Vísir/EPA Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. Navalní var hnepptur í fangelsi í febrúar en hann hóf hungurverkfall fyrir um þremur vikum til þess að krefjast viðunandi læknismeðferðar vegna mikilla bakverkja og doða í fótleggjum. Læknar hans vísa til niðurstaðna úr skoðun á Navalní sem var gerð á þriðjudag sem þeir fengu að sjá. „Ef hungurverkfallið heldu áfram í jafnvel aðeins smá stund í viðbót höfum við einfaldlega engan til að annast um bráðum, því miður,“ segja læknarnir fimm, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Læknarnir hafa ekki fengið að hitta Navalní til þessa. Fangelsisyfirvöld hafa ekki brugðist við áliti þeirra til þessa. Þegar Navalní var fluttur á sjúkrahús í vikunni lýstu þau heilsu Navalní sem „viðunandi“. Þúsundir kröfðust þess að Navalní yrði látinn laus á mótmælum sem stuðningsmenn hans skipulögðu víðsvegar um Rússland á miðvikudag. Rússneska lögreglan handtók fleiri en þúsund þeirra en stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg áður en þau fóru fram. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í febrúar vegna þess að rússneskur dómstóll taldi hann hafa brotið gegn reynslulausn vegna fjársvikadóms sem hann hlaut árið 2014. Þann dóm hefur Mannréttindadómstóll Evrópu kallað gerræðislegan og óréttlátan. Rússneski dómstóllinn taldi að Navalní hefði brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái á þýsku sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Sama taugaeitur var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Talið er að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi staðið að verki og álykta vestrænar leyniþjónustustofnanir að það hafi þeir gert að undirlagi Pútín sjálfs. Skrípal og dóttir hans lifðu tilræðið af en ensk kona lést síðar eftir að hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Navalní var hnepptur í fangelsi í febrúar en hann hóf hungurverkfall fyrir um þremur vikum til þess að krefjast viðunandi læknismeðferðar vegna mikilla bakverkja og doða í fótleggjum. Læknar hans vísa til niðurstaðna úr skoðun á Navalní sem var gerð á þriðjudag sem þeir fengu að sjá. „Ef hungurverkfallið heldu áfram í jafnvel aðeins smá stund í viðbót höfum við einfaldlega engan til að annast um bráðum, því miður,“ segja læknarnir fimm, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Læknarnir hafa ekki fengið að hitta Navalní til þessa. Fangelsisyfirvöld hafa ekki brugðist við áliti þeirra til þessa. Þegar Navalní var fluttur á sjúkrahús í vikunni lýstu þau heilsu Navalní sem „viðunandi“. Þúsundir kröfðust þess að Navalní yrði látinn laus á mótmælum sem stuðningsmenn hans skipulögðu víðsvegar um Rússland á miðvikudag. Rússneska lögreglan handtók fleiri en þúsund þeirra en stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg áður en þau fóru fram. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í febrúar vegna þess að rússneskur dómstóll taldi hann hafa brotið gegn reynslulausn vegna fjársvikadóms sem hann hlaut árið 2014. Þann dóm hefur Mannréttindadómstóll Evrópu kallað gerræðislegan og óréttlátan. Rússneski dómstóllinn taldi að Navalní hefði brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái á þýsku sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Sama taugaeitur var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Talið er að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi staðið að verki og álykta vestrænar leyniþjónustustofnanir að það hafi þeir gert að undirlagi Pútín sjálfs. Skrípal og dóttir hans lifðu tilræðið af en ensk kona lést síðar eftir að hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40
Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent