„Þetta var alveg svakalega mikið högg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2021 15:32 Anna Fríða Gísladóttir vinnur í dag sem markaðsstjóri BioEffect en var orðin markaðsstjóri Dominos á Íslandi 24 ára. @saga sig Anna Fríða Gísladóttir starfar í dag sem markaðsstjóri og er hún nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hún er metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg og vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst. Í dag starfar hún sem markaðstjóri BioEffect þar sem hún er að vinna að alþjóðamarkaðssetningu. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Fríða Gísladóttir Faðir Önnu var bráðkvaddur þegar hún var átján ára og hún telur að það hafi haft mikil áhrif á það hvernig hún lítur á tilveruna. „Þetta var alvega svakalega mikið högg og það sem situr alltaf mest hjá manni og er eiginlega erfiðast eru ekki endilega að hugsa um stundirnar sem við áttum saman heldur frekar stundirnar sem verða ekki,“ segir Anna Fríða og heldur áfram. „Þarna er ég í Versló og ég er allt önnur manneskja í dag. Við eigum í raun miklu meira sameiginlegt í dag. Ég er alin upp af yndislegri móður en vissulega hafði þetta áhrif. Lífið er stutt og maður veit aldrei. Það er svo ógeðslega ófyrirsjáanlegt hvað gerist og það er eitthvað sem maður verður að hafa í huga. Eins og með vinnu, ef það er leiðinlegt í vinnunni þinni þá þarft þú að fara gera eitthvað annað. Ef þú ert í óhamingjusömu sambandi þarft þú að fara huga að því, annaðhvort að laga það eða hættir.“ Hún segir að það sé alltaf erfitt að missa einhvern nákominn en það sé vissulega misjafnt. „Ég hef misst ömmur og afa sem voru bara orðin gömul og þá hugsar maður bara fallega til þeirra. Þá er sorgin aðeins öðruvísi.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Hún er metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg og vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst. Í dag starfar hún sem markaðstjóri BioEffect þar sem hún er að vinna að alþjóðamarkaðssetningu. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Fríða Gísladóttir Faðir Önnu var bráðkvaddur þegar hún var átján ára og hún telur að það hafi haft mikil áhrif á það hvernig hún lítur á tilveruna. „Þetta var alvega svakalega mikið högg og það sem situr alltaf mest hjá manni og er eiginlega erfiðast eru ekki endilega að hugsa um stundirnar sem við áttum saman heldur frekar stundirnar sem verða ekki,“ segir Anna Fríða og heldur áfram. „Þarna er ég í Versló og ég er allt önnur manneskja í dag. Við eigum í raun miklu meira sameiginlegt í dag. Ég er alin upp af yndislegri móður en vissulega hafði þetta áhrif. Lífið er stutt og maður veit aldrei. Það er svo ógeðslega ófyrirsjáanlegt hvað gerist og það er eitthvað sem maður verður að hafa í huga. Eins og með vinnu, ef það er leiðinlegt í vinnunni þinni þá þarft þú að fara gera eitthvað annað. Ef þú ert í óhamingjusömu sambandi þarft þú að fara huga að því, annaðhvort að laga það eða hættir.“ Hún segir að það sé alltaf erfitt að missa einhvern nákominn en það sé vissulega misjafnt. „Ég hef misst ömmur og afa sem voru bara orðin gömul og þá hugsar maður bara fallega til þeirra. Þá er sorgin aðeins öðruvísi.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira