Sjötíu dagar síðan Njarðvíkingar unnu síðast leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 14:30 Jón Arnór Sverrisson og félagar í Njarðvík þurfa nauðsynlega á sigri að halda. vísir/vilhelm Njarðvíkingar geta endað mjög langa bið eftir sigri í kvöld þegar þeir heimsækja Grindvíkinga í Röstina í fyrsta leik Suðurnesjaliðanna tveggja eftir kórónuveirustopp. Fyrri leikur dagsins í Domino´s deild karla í körfubolta er leikur Grindavíkur og Njarðvíkur sem hefst klukkan 18.15. Njarðvíkurliðið hefur tapað sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins síðan að úrvalsdeildin var tekin upp árið 1978. Síðasti sigurleikur Njarðvíkurliðsins í Domino´s deildinni var á móti ÍR 12. febrúar síðastliðinn en í dag eru liðnir sjötíu dagar frá þeim leik. Njarðvíkingar unnu leikinn með sextán stiga mun, 96-80, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 26-11. Njarðvíkurliðið var þá að enda þriggja leikja taphrinu sem þýðir að sigurinn á ÍR er sá eini í síðustu tíu leikjum og sá eini síðan Njarðvík vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 81-78, í fyrri leik liðanna 28. janúar síðastliðinn. Kyle Johnson skoraði 25 stig í sigrinum á ÍR-ingum og Mario Matasovic var með 20 stig. Hvorugur þeirra hefur skorað jafnmikið í leik síðan og Kyle var bara með átján stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum fyrir stopp þar sem hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Matasovic hefur mest skorað 13 stig í leik síðan í sigurleiknum á ÍR. Grindvíkingar og Njarðvíkingar eiga það sameiginlegt að hafa tapað illa fyrir Keflvíkingum rétt fyrir stopp, Njarðvíkingar með 32 stigum og Grindvíkingar með 33 stigum. Þarna eru því særð lið sem hafa væntanlega nýtt fríið vel til að koma sér í betra stand fyrir lokasprettinn. Bæði þurfa líka á sigri að halda, Njarðvíkingar eru komnir niður í harða fallbaráttu og Grindvíkingar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn verður gerður upp í Domino´s Körfuboltakvöldi sem verður sýnt strax á eftir leik Keflavíkur og Stjörnunnar en sá leikur hefst 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Fyrri leikur dagsins í Domino´s deild karla í körfubolta er leikur Grindavíkur og Njarðvíkur sem hefst klukkan 18.15. Njarðvíkurliðið hefur tapað sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins síðan að úrvalsdeildin var tekin upp árið 1978. Síðasti sigurleikur Njarðvíkurliðsins í Domino´s deildinni var á móti ÍR 12. febrúar síðastliðinn en í dag eru liðnir sjötíu dagar frá þeim leik. Njarðvíkingar unnu leikinn með sextán stiga mun, 96-80, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 26-11. Njarðvíkurliðið var þá að enda þriggja leikja taphrinu sem þýðir að sigurinn á ÍR er sá eini í síðustu tíu leikjum og sá eini síðan Njarðvík vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 81-78, í fyrri leik liðanna 28. janúar síðastliðinn. Kyle Johnson skoraði 25 stig í sigrinum á ÍR-ingum og Mario Matasovic var með 20 stig. Hvorugur þeirra hefur skorað jafnmikið í leik síðan og Kyle var bara með átján stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum fyrir stopp þar sem hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Matasovic hefur mest skorað 13 stig í leik síðan í sigurleiknum á ÍR. Grindvíkingar og Njarðvíkingar eiga það sameiginlegt að hafa tapað illa fyrir Keflvíkingum rétt fyrir stopp, Njarðvíkingar með 32 stigum og Grindvíkingar með 33 stigum. Þarna eru því særð lið sem hafa væntanlega nýtt fríið vel til að koma sér í betra stand fyrir lokasprettinn. Bæði þurfa líka á sigri að halda, Njarðvíkingar eru komnir niður í harða fallbaráttu og Grindvíkingar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn verður gerður upp í Domino´s Körfuboltakvöldi sem verður sýnt strax á eftir leik Keflavíkur og Stjörnunnar en sá leikur hefst 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli