Sjötíu dagar síðan Njarðvíkingar unnu síðast leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 14:30 Jón Arnór Sverrisson og félagar í Njarðvík þurfa nauðsynlega á sigri að halda. vísir/vilhelm Njarðvíkingar geta endað mjög langa bið eftir sigri í kvöld þegar þeir heimsækja Grindvíkinga í Röstina í fyrsta leik Suðurnesjaliðanna tveggja eftir kórónuveirustopp. Fyrri leikur dagsins í Domino´s deild karla í körfubolta er leikur Grindavíkur og Njarðvíkur sem hefst klukkan 18.15. Njarðvíkurliðið hefur tapað sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins síðan að úrvalsdeildin var tekin upp árið 1978. Síðasti sigurleikur Njarðvíkurliðsins í Domino´s deildinni var á móti ÍR 12. febrúar síðastliðinn en í dag eru liðnir sjötíu dagar frá þeim leik. Njarðvíkingar unnu leikinn með sextán stiga mun, 96-80, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 26-11. Njarðvíkurliðið var þá að enda þriggja leikja taphrinu sem þýðir að sigurinn á ÍR er sá eini í síðustu tíu leikjum og sá eini síðan Njarðvík vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 81-78, í fyrri leik liðanna 28. janúar síðastliðinn. Kyle Johnson skoraði 25 stig í sigrinum á ÍR-ingum og Mario Matasovic var með 20 stig. Hvorugur þeirra hefur skorað jafnmikið í leik síðan og Kyle var bara með átján stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum fyrir stopp þar sem hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Matasovic hefur mest skorað 13 stig í leik síðan í sigurleiknum á ÍR. Grindvíkingar og Njarðvíkingar eiga það sameiginlegt að hafa tapað illa fyrir Keflvíkingum rétt fyrir stopp, Njarðvíkingar með 32 stigum og Grindvíkingar með 33 stigum. Þarna eru því særð lið sem hafa væntanlega nýtt fríið vel til að koma sér í betra stand fyrir lokasprettinn. Bæði þurfa líka á sigri að halda, Njarðvíkingar eru komnir niður í harða fallbaráttu og Grindvíkingar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn verður gerður upp í Domino´s Körfuboltakvöldi sem verður sýnt strax á eftir leik Keflavíkur og Stjörnunnar en sá leikur hefst 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Fyrri leikur dagsins í Domino´s deild karla í körfubolta er leikur Grindavíkur og Njarðvíkur sem hefst klukkan 18.15. Njarðvíkurliðið hefur tapað sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins síðan að úrvalsdeildin var tekin upp árið 1978. Síðasti sigurleikur Njarðvíkurliðsins í Domino´s deildinni var á móti ÍR 12. febrúar síðastliðinn en í dag eru liðnir sjötíu dagar frá þeim leik. Njarðvíkingar unnu leikinn með sextán stiga mun, 96-80, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 26-11. Njarðvíkurliðið var þá að enda þriggja leikja taphrinu sem þýðir að sigurinn á ÍR er sá eini í síðustu tíu leikjum og sá eini síðan Njarðvík vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 81-78, í fyrri leik liðanna 28. janúar síðastliðinn. Kyle Johnson skoraði 25 stig í sigrinum á ÍR-ingum og Mario Matasovic var með 20 stig. Hvorugur þeirra hefur skorað jafnmikið í leik síðan og Kyle var bara með átján stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum fyrir stopp þar sem hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Matasovic hefur mest skorað 13 stig í leik síðan í sigurleiknum á ÍR. Grindvíkingar og Njarðvíkingar eiga það sameiginlegt að hafa tapað illa fyrir Keflvíkingum rétt fyrir stopp, Njarðvíkingar með 32 stigum og Grindvíkingar með 33 stigum. Þarna eru því særð lið sem hafa væntanlega nýtt fríið vel til að koma sér í betra stand fyrir lokasprettinn. Bæði þurfa líka á sigri að halda, Njarðvíkingar eru komnir niður í harða fallbaráttu og Grindvíkingar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn verður gerður upp í Domino´s Körfuboltakvöldi sem verður sýnt strax á eftir leik Keflavíkur og Stjörnunnar en sá leikur hefst 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira