Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 12:41 Svandís Svavarsdóttir ræddi við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. Gildandi reglugerð innanlands á að gilda fram í maí og óráðið hvað þá tekur við. „Ég er aðallega í því núna að krossa puttana yfir því að við þurfum ekki að grípa til hertra ráðstafana,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. „Ég er mjög glöð þegar sóttvarnalæknir segir okkur að þetta séu afmörkuð hópsmit í samfélaginu, þó að þetta sé sannarlega enn að dúkka upp hér og þar.“ „Þannig að ég vonast til þess að næstu fréttir verði um afléttingar en ekki herðingar,“ segir heilbrigðisráðherra. Yfirvofandi kosningar farnar að segja til sín Frumvarp Svandísar um skylduvist fólks frá ákveðnum löndum á sóttkvíarhóteli var samþykkt með 28 atkvæðum á Alþingi í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn því. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár. Það er auðvitað mjög dýrmætt í þessu máli og hefur verið okkur mikil gæfa í baráttunni við faraldurinn að við höfum staðið vel saman. Sérstaklega samfélagið sjálft og þjóðin hefur staðið með sóttvarnayfirvöldum. Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein,“ segir Svandís. Viðmið fyrir skyldudvöl lækkuð Svandís tilkynnir í dag eða á morgun um reglugerð um skylduvist farþega eftir komuna til landsins. Hún gaf ekki upp um hvað fælist í henni en hún er samin á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við Stöð 2 í hádeginu að hún ætti von á að viðmiðin fyrir skylduvist yrðu lækkuð. Upphaflega stóð til að það miðaðist við nýgengi upp á 1000 í viðkomandi landi en þetta verður að líkindum lægra. Ef þau lækka mikið getur svo farið að þau endi við sömu mörk og var ætlunin með allra fyrstu reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, en þar var miðað við 500. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Gildandi reglugerð innanlands á að gilda fram í maí og óráðið hvað þá tekur við. „Ég er aðallega í því núna að krossa puttana yfir því að við þurfum ekki að grípa til hertra ráðstafana,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. „Ég er mjög glöð þegar sóttvarnalæknir segir okkur að þetta séu afmörkuð hópsmit í samfélaginu, þó að þetta sé sannarlega enn að dúkka upp hér og þar.“ „Þannig að ég vonast til þess að næstu fréttir verði um afléttingar en ekki herðingar,“ segir heilbrigðisráðherra. Yfirvofandi kosningar farnar að segja til sín Frumvarp Svandísar um skylduvist fólks frá ákveðnum löndum á sóttkvíarhóteli var samþykkt með 28 atkvæðum á Alþingi í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn því. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár. Það er auðvitað mjög dýrmætt í þessu máli og hefur verið okkur mikil gæfa í baráttunni við faraldurinn að við höfum staðið vel saman. Sérstaklega samfélagið sjálft og þjóðin hefur staðið með sóttvarnayfirvöldum. Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein,“ segir Svandís. Viðmið fyrir skyldudvöl lækkuð Svandís tilkynnir í dag eða á morgun um reglugerð um skylduvist farþega eftir komuna til landsins. Hún gaf ekki upp um hvað fælist í henni en hún er samin á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við Stöð 2 í hádeginu að hún ætti von á að viðmiðin fyrir skylduvist yrðu lækkuð. Upphaflega stóð til að það miðaðist við nýgengi upp á 1000 í viðkomandi landi en þetta verður að líkindum lægra. Ef þau lækka mikið getur svo farið að þau endi við sömu mörk og var ætlunin með allra fyrstu reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, en þar var miðað við 500.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15
Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03
Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29